Gulli: Öll lið finna fyrir því þegar þau missa góða menn í burtu Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 25. febrúar 2019 21:56 Guðlaugur baðar út höndum í kvöld. vísir/bára „Ég er bara ógeðslega fúll að tapa leiknum,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi eftir tap Vals með minnsta mun gegn Selfyssingum í Olís-deild karla í kvöld. Nökkvi Dan Elliðason skoraði sigurmarkið um tuttugu sekúndum fyrir leikslok en Valsmenn klúðruðu dauðafæri færi skömmu fyrir leikslok þar sem þeir hefðu getað jafnað metin. „Við fengum gott færi á því að taka allavega einn punkt út úr honum en við töpum bara fyrir góðu Selfoss liði.“ Valur átti góða spretti í leiknum og heilt yfir sýndu þeir góðan leik en það vantaði þó alltaf aðeins uppá að ná almennilegri forystu og segir Gulli það skrifast á leikmenn og klaufaskap að hafa ekki spilað betur úr þeirri forystu sem þeir komu sér í. „Okkur vantaði móment að koma þessu í þrjú mörk. Við fórum svo illa með færi þegar við erum tveimur fleiri hérna undir lokin.“ „Ákvarðanataka var ekki nógu góð og þetta skrifast bara aðeins á okkur með klaufaskap og að hafa ekki komið þessu í þrjú mörk til að klára leikinn. En við vorum að spila á móti frábæru liði Selfoss sem keyrði bara á okkur og vann í dag.“ Gulli og Snorri Steinn tóku leikhlé þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum og stilltu upp fyrir loka sóknina. Valsmenn komu sér í gott færi til að jafna leikinn en það tókst ekki og fóru heimamenn svekktir af velli „Við fengum dauðafæri á því að ná inn punkti og hefði viljað það úr því sem komið var en heilt yfir eru fullt af góðum punktum í leiknum, en það er svekkjandi að tapa.“ Valsmenn voru án lykilmanna í dag líkt og í síðasta leik. Gulli segir það auðvitað muna um það en segist ennfremur vera stoltur af þeim leikmönnum sem spiluðu leikinn. Það er mikið lagt á herðar þeirra Magnúsar Óla Magnússonar og Antons Rúnarssonar í fjarveru Róberts Arons og Agnars Smára en Gulli segist vera ánægður með þá leikmenn sem komu inn og hrósar innkomu Ásgeirs Snærs í hægri skyttuna. „Auðvitað finna öll lið fyrir því þegar þau missa góða menn í burtu en ég var ánægður með þá leikmenn sem spiluðu og ánægður með þá sem komu inn. Ásgeir (Snær Vignisson) stóð sig vel í hægri skyttunni í fjarveru Agga (Agnars Smára Jónssonar) svo ég er bara ánægður holninguna á liðinu,“ sagði Gulli að lokum Olís-deild karla Tengdar fréttir Patrekur: Tekið voða mikið eftir því þegar þeir verja ekki Patrekur var ánægður í kvöld. 25. febrúar 2019 21:38 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
„Ég er bara ógeðslega fúll að tapa leiknum,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi eftir tap Vals með minnsta mun gegn Selfyssingum í Olís-deild karla í kvöld. Nökkvi Dan Elliðason skoraði sigurmarkið um tuttugu sekúndum fyrir leikslok en Valsmenn klúðruðu dauðafæri færi skömmu fyrir leikslok þar sem þeir hefðu getað jafnað metin. „Við fengum gott færi á því að taka allavega einn punkt út úr honum en við töpum bara fyrir góðu Selfoss liði.“ Valur átti góða spretti í leiknum og heilt yfir sýndu þeir góðan leik en það vantaði þó alltaf aðeins uppá að ná almennilegri forystu og segir Gulli það skrifast á leikmenn og klaufaskap að hafa ekki spilað betur úr þeirri forystu sem þeir komu sér í. „Okkur vantaði móment að koma þessu í þrjú mörk. Við fórum svo illa með færi þegar við erum tveimur fleiri hérna undir lokin.“ „Ákvarðanataka var ekki nógu góð og þetta skrifast bara aðeins á okkur með klaufaskap og að hafa ekki komið þessu í þrjú mörk til að klára leikinn. En við vorum að spila á móti frábæru liði Selfoss sem keyrði bara á okkur og vann í dag.“ Gulli og Snorri Steinn tóku leikhlé þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum og stilltu upp fyrir loka sóknina. Valsmenn komu sér í gott færi til að jafna leikinn en það tókst ekki og fóru heimamenn svekktir af velli „Við fengum dauðafæri á því að ná inn punkti og hefði viljað það úr því sem komið var en heilt yfir eru fullt af góðum punktum í leiknum, en það er svekkjandi að tapa.“ Valsmenn voru án lykilmanna í dag líkt og í síðasta leik. Gulli segir það auðvitað muna um það en segist ennfremur vera stoltur af þeim leikmönnum sem spiluðu leikinn. Það er mikið lagt á herðar þeirra Magnúsar Óla Magnússonar og Antons Rúnarssonar í fjarveru Róberts Arons og Agnars Smára en Gulli segist vera ánægður með þá leikmenn sem komu inn og hrósar innkomu Ásgeirs Snærs í hægri skyttuna. „Auðvitað finna öll lið fyrir því þegar þau missa góða menn í burtu en ég var ánægður með þá leikmenn sem spiluðu og ánægður með þá sem komu inn. Ásgeir (Snær Vignisson) stóð sig vel í hægri skyttunni í fjarveru Agga (Agnars Smára Jónssonar) svo ég er bara ánægður holninguna á liðinu,“ sagði Gulli að lokum
Olís-deild karla Tengdar fréttir Patrekur: Tekið voða mikið eftir því þegar þeir verja ekki Patrekur var ánægður í kvöld. 25. febrúar 2019 21:38 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Patrekur: Tekið voða mikið eftir því þegar þeir verja ekki Patrekur var ánægður í kvöld. 25. febrúar 2019 21:38