Yfirlýsing frá KA: Vísum alvarlegum ásökunum Rúnars á bug Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. febrúar 2019 13:21 Anton Gylfi dómari ræðir við Rúnar eftir að hann hafði hrint vatnsflöskunni á ritaraborðinu. Magnús Sigurólason allt annað en sáttur á ritaraborðinu. mynd/þórir tryggvason Handknattleiksdeild KA sendi frá sér í yfirlýsingu nú í hádeginu vegna ummæla Rúnars Sigtryggsonar, þjálfara Stjörnunnar, eftir leik KA og Stjörnunnar í gær. Þar gagnrýndi Rúnar ritaraborðið hjá KA-mönnum og sagði framkvæmdina á leiknum ekki vera hlutlausa. „KA vísar þessum alvarlegu ásökunum að öllu leiti til föðurhúsanna,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni og áfram halda KA-menn. „Ummæli þjálfarans eru mjög alvarleg og KA tekur málið ekki af léttúð enda vegið að heiðri félagsins með þessum ummælum. Stjórn handknattleiksedeildar kom saman á fundi vegna málsins í morgun og fordæmir þessi ummæli enda eru þau handknattleikshreyfingunni ekki til framdráttar. Ummælin dæma sig sjálf og stendur KA þétt við bakið á þeim sjálfboðaliðum sem vinna hörðum höndum fyrir félagið en þeir eru kjarni þess og ástæða að blómlegt íþróttalíf þrífst innan KA, sem og hjá öðrum íþróttafélögum. Þessir tilteknu sjálfboðaliðar hafa áratuga reynslu af sjálfboðaliðastörfum á ritaraborði og hafa háttvísi og heiðarleika ávallt í huga.“ Hér að neðan má lesa yfirlýsingu KA í heild sinni.Yfirlýsing frá handknattleiksdeild KA til fjölmiðla vegna umgjarðar leiks KA og Stjörnunnar 24. febrúar 2019: Í umfjöllun Vísis eftir leik KA og Stjörnunnar sakaði þjálfari Stjörnunnar KA um að framkvæmd leiksins hafi ekki verið hlutlaus. KA vísar þessum alvarlegu ásökunum að öllu leiti til föðurhúsanna. Orðrétt segir þjálfarinn, Rúnar Sigtryggsson: „Við skorum úr crucial víti og það er látið klukkuna skipta sér af þessu. Þetta er náttúrulega ekki hlutlaus framkvæmd á leik.“ Umfjöllunina má lesa hér. Tilefnið er að endurtaka þurfti vítakast á 56 mínútu leiksins þar sem ritaraborðið var ekki tilbúið í framkvæmdina. Dómarar leiksins voru of fljótir á sér og fengu ekki leyfi ritaraborðsins til að hefja framkvæmdina. Á fundi ritaraborðsins með dómurum og þjálfurum beggja liða fyrir leikinn var skýrt tekið fram að vegna þess að klukkan í KA-heimilinu er komin vel til ára sinna, þarf ákveðinn tíma til að setja inn refsitíma þegar gefnar eru tvær mínútur. Því þurfa dómarar að ganga úr skugga um að þessu sé lokið áður en leikurinn er flautaður á að nýju. Dómarar leiksins vissu af þessu og pössuðu þetta í öðrum tilvikum þegar gefnar voru tvær mínútur. Það gerðu dómararnir hinsvegar ekki í þessu tilviki og því gaf ritaraborðið merki þegar vítakastið var tekið að það væri ekki tilbúið og stoppaði leikinn. Þjálfari Stjörnunnar brást hinsvegar ókvæða við eins og fram hefur komið og sést meðal annars á myndbandsupptöku af leiknum. Ummæli þjálfarans eru mjög alvarleg og KA tekur málið ekki af léttúð enda vegið að heiðri félagsins með þessum ummælum. Stjórn handknattleiksedeildar kom saman á fundi vegna málsins í morgun og fordæmir þessi ummæli enda eru þau handknattleikshreyfingunni ekki til framdráttar. Ummælin dæma sig sjálf og stendur KA þétt við bakið á þeim sjálfboðaliðum sem vinna hörðum höndum fyrir félagið en þeir eru kjarni þess og ástæða að blómlegt íþróttalíf þrífst innan KA, sem og hjá öðrum íþróttafélögum. Þessir tilteknu sjálfboðaliðar hafa áratuga reynslu af sjálfboðaliðastörfum á ritaraborði og hafa háttvísi og heiðarleika ávallt í huga. Sjálfboðaliðar eiga ekki að þurfa að sitja undir slíkum ásökunum og væntir KA meira af svo virtum og reynslumiklum þjálfara en raun bar vitni í kringum leikinn í gær. Upptaka KA-tv af leiknum er hér.Á upptökunni má sjá atvikið, vítakastið er framkvæmt á tímanum 55.27 á leikklukku en á 1.23.19 á tímalínu myndbandsins. Á upptökunni sést einnig þegar þjálfari Stjörnunnar hendir vatnsflösku dómaranna yfir ritaraborðið (1.24.20 á upptökunni). Á upptökunni sést hvar þjálfarinn hefur uppi frekari ásakanir eftir leikinn (1.35.12 á upptökunni) en orðaskiptin heyrast ekki á upptökunni. Haddur Júlíus Stefánsson Formaður handknattleiksdeildar KA Olís-deild karla Tengdar fréttir Reiður Rúnar sló niður vatnsflösku á ritaraborðinu | Myndband "Ég var bara kallaður hálfviti af tímavarðarborðinu,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann stóð í miklu stappi við ritaraborðið í KA-heimilinu í gær og missti stjórn á skapi sínu. 25. febrúar 2019 12:00 Umfjöllun og viðtöl: KA 28-28 Stjarnan | Dramatískt jafntefli á Akureyri KA og Stjarnan skildu jöfn í hörkuleik í Olís-deild karla á Akureyri í dag og eru því áfram jöfn að stigum í hörkubaráttu um sæti í úrslitakeppni. 24. febrúar 2019 20:45 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Sjá meira
Handknattleiksdeild KA sendi frá sér í yfirlýsingu nú í hádeginu vegna ummæla Rúnars Sigtryggsonar, þjálfara Stjörnunnar, eftir leik KA og Stjörnunnar í gær. Þar gagnrýndi Rúnar ritaraborðið hjá KA-mönnum og sagði framkvæmdina á leiknum ekki vera hlutlausa. „KA vísar þessum alvarlegu ásökunum að öllu leiti til föðurhúsanna,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni og áfram halda KA-menn. „Ummæli þjálfarans eru mjög alvarleg og KA tekur málið ekki af léttúð enda vegið að heiðri félagsins með þessum ummælum. Stjórn handknattleiksedeildar kom saman á fundi vegna málsins í morgun og fordæmir þessi ummæli enda eru þau handknattleikshreyfingunni ekki til framdráttar. Ummælin dæma sig sjálf og stendur KA þétt við bakið á þeim sjálfboðaliðum sem vinna hörðum höndum fyrir félagið en þeir eru kjarni þess og ástæða að blómlegt íþróttalíf þrífst innan KA, sem og hjá öðrum íþróttafélögum. Þessir tilteknu sjálfboðaliðar hafa áratuga reynslu af sjálfboðaliðastörfum á ritaraborði og hafa háttvísi og heiðarleika ávallt í huga.“ Hér að neðan má lesa yfirlýsingu KA í heild sinni.Yfirlýsing frá handknattleiksdeild KA til fjölmiðla vegna umgjarðar leiks KA og Stjörnunnar 24. febrúar 2019: Í umfjöllun Vísis eftir leik KA og Stjörnunnar sakaði þjálfari Stjörnunnar KA um að framkvæmd leiksins hafi ekki verið hlutlaus. KA vísar þessum alvarlegu ásökunum að öllu leiti til föðurhúsanna. Orðrétt segir þjálfarinn, Rúnar Sigtryggsson: „Við skorum úr crucial víti og það er látið klukkuna skipta sér af þessu. Þetta er náttúrulega ekki hlutlaus framkvæmd á leik.“ Umfjöllunina má lesa hér. Tilefnið er að endurtaka þurfti vítakast á 56 mínútu leiksins þar sem ritaraborðið var ekki tilbúið í framkvæmdina. Dómarar leiksins voru of fljótir á sér og fengu ekki leyfi ritaraborðsins til að hefja framkvæmdina. Á fundi ritaraborðsins með dómurum og þjálfurum beggja liða fyrir leikinn var skýrt tekið fram að vegna þess að klukkan í KA-heimilinu er komin vel til ára sinna, þarf ákveðinn tíma til að setja inn refsitíma þegar gefnar eru tvær mínútur. Því þurfa dómarar að ganga úr skugga um að þessu sé lokið áður en leikurinn er flautaður á að nýju. Dómarar leiksins vissu af þessu og pössuðu þetta í öðrum tilvikum þegar gefnar voru tvær mínútur. Það gerðu dómararnir hinsvegar ekki í þessu tilviki og því gaf ritaraborðið merki þegar vítakastið var tekið að það væri ekki tilbúið og stoppaði leikinn. Þjálfari Stjörnunnar brást hinsvegar ókvæða við eins og fram hefur komið og sést meðal annars á myndbandsupptöku af leiknum. Ummæli þjálfarans eru mjög alvarleg og KA tekur málið ekki af léttúð enda vegið að heiðri félagsins með þessum ummælum. Stjórn handknattleiksedeildar kom saman á fundi vegna málsins í morgun og fordæmir þessi ummæli enda eru þau handknattleikshreyfingunni ekki til framdráttar. Ummælin dæma sig sjálf og stendur KA þétt við bakið á þeim sjálfboðaliðum sem vinna hörðum höndum fyrir félagið en þeir eru kjarni þess og ástæða að blómlegt íþróttalíf þrífst innan KA, sem og hjá öðrum íþróttafélögum. Þessir tilteknu sjálfboðaliðar hafa áratuga reynslu af sjálfboðaliðastörfum á ritaraborði og hafa háttvísi og heiðarleika ávallt í huga. Sjálfboðaliðar eiga ekki að þurfa að sitja undir slíkum ásökunum og væntir KA meira af svo virtum og reynslumiklum þjálfara en raun bar vitni í kringum leikinn í gær. Upptaka KA-tv af leiknum er hér.Á upptökunni má sjá atvikið, vítakastið er framkvæmt á tímanum 55.27 á leikklukku en á 1.23.19 á tímalínu myndbandsins. Á upptökunni sést einnig þegar þjálfari Stjörnunnar hendir vatnsflösku dómaranna yfir ritaraborðið (1.24.20 á upptökunni). Á upptökunni sést hvar þjálfarinn hefur uppi frekari ásakanir eftir leikinn (1.35.12 á upptökunni) en orðaskiptin heyrast ekki á upptökunni. Haddur Júlíus Stefánsson Formaður handknattleiksdeildar KA
Olís-deild karla Tengdar fréttir Reiður Rúnar sló niður vatnsflösku á ritaraborðinu | Myndband "Ég var bara kallaður hálfviti af tímavarðarborðinu,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann stóð í miklu stappi við ritaraborðið í KA-heimilinu í gær og missti stjórn á skapi sínu. 25. febrúar 2019 12:00 Umfjöllun og viðtöl: KA 28-28 Stjarnan | Dramatískt jafntefli á Akureyri KA og Stjarnan skildu jöfn í hörkuleik í Olís-deild karla á Akureyri í dag og eru því áfram jöfn að stigum í hörkubaráttu um sæti í úrslitakeppni. 24. febrúar 2019 20:45 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Sjá meira
Reiður Rúnar sló niður vatnsflösku á ritaraborðinu | Myndband "Ég var bara kallaður hálfviti af tímavarðarborðinu,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann stóð í miklu stappi við ritaraborðið í KA-heimilinu í gær og missti stjórn á skapi sínu. 25. febrúar 2019 12:00
Umfjöllun og viðtöl: KA 28-28 Stjarnan | Dramatískt jafntefli á Akureyri KA og Stjarnan skildu jöfn í hörkuleik í Olís-deild karla á Akureyri í dag og eru því áfram jöfn að stigum í hörkubaráttu um sæti í úrslitakeppni. 24. febrúar 2019 20:45