Handbolti

Skotsýning Ólafs ekki nóg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur var magnaður í kvöld.
Ólafur var magnaður í kvöld. vísir/getty
Stórleikur Ólafs Guðmundssonar dugði ekki til gegn Vardar er Kristianstad tapaði með tveimur mörkum, 32-30, í Meistaradeildinni í dag.

Kristianstad var einum mörkum yfir í hálfleik, 17-16, en í síðari hálfleik voru gestirnir frá Makedóníu sterkari og unnu að lokum sigur. Kristianstad á botni A-riðils en Vardar í þriðja sætinu.

FH-ingurinn Ólafur Guðmundsson fór á kostum og skoraði níu mörk fyrir Kristianstad. Hann var markahæsti leikmaður vallarins. Arnar Freyr Arnarsson skoraði þrjú mörk en Teitur Örn Einarsson komst ekki á blað.

Bjarki Már Elísson skoraði úr öllum fimm skotum sínum er Fuchse Berlín vann sigur á Logrono La Rioja í EHF-bikarnum í dag. Fuchse er með fullt hús stiga í A-riðlinum.

Vignir Svavarsson skoraði eitt mark úr tveimur skotum er TTH Holstebro tapaði 33-31 fyrir Porto á heimavelli í EHF-bikarnum eftir að hafa verið 17-15 undir í hálfleik.

Porto er því með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leikina í C-riðlinum en Vignir og félagar eru með tvö stig.

Oddur Grétarsson skoraði sjö mörk fyrir Balingen sem vann 30-23 sigur á Elbflorenz í þýsku B-deildinni í handbolta en Balingen er á toppnum í B-deildinni eftir 23 leiki af 38.

Í sömu deild var Ragnar Jóhannsson með fimm mörk er Hüttenberg vann þriggja marka sigur á Emsdetten, 27-24, eftir að hafa leitt 16-12 í hálfleik. Hüttenberg er um miðja deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×