Leikstýrir Ronju án þess að skilja málið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. febrúar 2019 07:15 Átta leikarar koma að grænlensku útgáfu Ronju og er hún því talsvert smærri í sniðum en Íslendingar hafa vanist. MYND/FINNUR ARNAR ARNARSON „Það hefur verið áhugavert að vinna með tungumál sem maður skilur ekkert í,“ segir Björn Ingi Hilmarsson, leikari og leikstjóri, um vinnu sína á Grænlandi undanfarnar vikur. Björn leikstýrir uppsetningu grænlenska þjóðleikhússins, Nunatta Isiginnaartitsiarfia, á Ronju ræningjadóttur en frumsýning er í kvöld. Auk Björns koma tveir aðrir Íslendingar frá Þjóðleikhúsinu að verkinu, Finnur Arnar Arnarson er höfundur leikmyndar og Ólafur Ágúst Stefánsson ljósahöfundur. Leikmyndin var sett saman á verkstæði Þjóðleikhússins hér heima og flutt út. Þá er til skoðunar að flytja hana aftur hingað og setja Ronju piiaasup pania, eins og sýningin heitir á grænlensku, upp hér á landi.Björn Ingi Hilmarsson, leikstjóri.MYND/ÞJÓÐLEIKHÚSIЄVerkið verður sýnt sex sinnum í Nuuk og uppselt er á allar sýningar. Síðan fer það á flakk á fjóra staði um landið. Vegum er ábótavant og því þurfti að hanna leikmyndina með það í huga að auðvelt væri að skella henni í flugvél og flytja hana þannig. Útlitið er því öðruvísi en vant er og á margan hátt meira abstrakt,“ segir Björn Ingi. Leikstjórinn hefur verið nær samfleytt á Grænlandi frá því í byrjun árs en þetta er í fjórða sinn sem hann fer þangað. Fyrri þrjú skiptin voru í tengslum við verkefnið Þjóðleik sem er verkefni Þjóðleikhússins. Innanlands hefur verkefnið snúið að því að Þjóðleikhúsið aðstoði leikhópa ungs fólks á landsbyggðinni við að setja upp sýningar en nú er einnig litið út fyrir landsteinana. Eftir eina slíka för Björns hringdi danski þjóðleikhússtjórinn í hann og bauð honum að leikstýra Ronju. Uppsetningin er smærri í sniðum en fólk á að venjast hér heima. Leikhópurinn samanstendur af átta leikurum en þegar Ronja hefur verið sett á svið hér á landi hafa hlutverkin verið um tuttugu. Björn þekkir sýninguna út og inn en hann hefur komið að öllum uppsetningum hennar í atvinnuleikhúsum hér á landi. „Sýningin er á grænlensku og þó ég þekki leikritið mjög vel þá tók smá tíma að venjast því á tungumáli sem ég skil ekkert í. Uppbygging grænlenskunnar er allt önnur en íslenskunnar og orðaröðin öðruvísi. En þó ég skilji ekki orðin þá veit ég vel hvað þau eru að segja. Öll okkar samskipti eru á ensku og þetta hefur gengið ágætlega enda tungumál leiklistarinnar alltaf eins,“ segir leikstjórinn að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Grænland Leikhús Menning Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Það hefur verið áhugavert að vinna með tungumál sem maður skilur ekkert í,“ segir Björn Ingi Hilmarsson, leikari og leikstjóri, um vinnu sína á Grænlandi undanfarnar vikur. Björn leikstýrir uppsetningu grænlenska þjóðleikhússins, Nunatta Isiginnaartitsiarfia, á Ronju ræningjadóttur en frumsýning er í kvöld. Auk Björns koma tveir aðrir Íslendingar frá Þjóðleikhúsinu að verkinu, Finnur Arnar Arnarson er höfundur leikmyndar og Ólafur Ágúst Stefánsson ljósahöfundur. Leikmyndin var sett saman á verkstæði Þjóðleikhússins hér heima og flutt út. Þá er til skoðunar að flytja hana aftur hingað og setja Ronju piiaasup pania, eins og sýningin heitir á grænlensku, upp hér á landi.Björn Ingi Hilmarsson, leikstjóri.MYND/ÞJÓÐLEIKHÚSIЄVerkið verður sýnt sex sinnum í Nuuk og uppselt er á allar sýningar. Síðan fer það á flakk á fjóra staði um landið. Vegum er ábótavant og því þurfti að hanna leikmyndina með það í huga að auðvelt væri að skella henni í flugvél og flytja hana þannig. Útlitið er því öðruvísi en vant er og á margan hátt meira abstrakt,“ segir Björn Ingi. Leikstjórinn hefur verið nær samfleytt á Grænlandi frá því í byrjun árs en þetta er í fjórða sinn sem hann fer þangað. Fyrri þrjú skiptin voru í tengslum við verkefnið Þjóðleik sem er verkefni Þjóðleikhússins. Innanlands hefur verkefnið snúið að því að Þjóðleikhúsið aðstoði leikhópa ungs fólks á landsbyggðinni við að setja upp sýningar en nú er einnig litið út fyrir landsteinana. Eftir eina slíka för Björns hringdi danski þjóðleikhússtjórinn í hann og bauð honum að leikstýra Ronju. Uppsetningin er smærri í sniðum en fólk á að venjast hér heima. Leikhópurinn samanstendur af átta leikurum en þegar Ronja hefur verið sett á svið hér á landi hafa hlutverkin verið um tuttugu. Björn þekkir sýninguna út og inn en hann hefur komið að öllum uppsetningum hennar í atvinnuleikhúsum hér á landi. „Sýningin er á grænlensku og þó ég þekki leikritið mjög vel þá tók smá tíma að venjast því á tungumáli sem ég skil ekkert í. Uppbygging grænlenskunnar er allt önnur en íslenskunnar og orðaröðin öðruvísi. En þó ég skilji ekki orðin þá veit ég vel hvað þau eru að segja. Öll okkar samskipti eru á ensku og þetta hefur gengið ágætlega enda tungumál leiklistarinnar alltaf eins,“ segir leikstjórinn að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Grænland Leikhús Menning Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira