Útilokar ekki að ráða erlendan þjálfara í stað Halldórs hjá FH Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. febrúar 2019 10:41 Ásgeir Jónsson fagnar innilega með Halldóri Jóhanni eftir að hann kláraði Selfoss í oddaleik í undanúrslitum Olís-deildarinnar í fyrra á útivelli. vísir/andri marinó „Halldór ákvað bara að segja staðar numið núna eftir fimm góð ár þar sem hann var að klára samninginn sinn hjá okkur. Við ræddum málin fram og til baka en hann tók þá ákvörðun að leita á önnur mið.“ Þetta segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, um þá ákvörðun Halldórs Jóhanns Sigfússonar að hætta þjálfun meistaraflokks karla í Olís-deildinni eftir tímabilið eins og greint var frá í morgun. Halldór tók við FH-liðinu 2014 og hefur síðan náð flottum árangri í Krikanum. Hann kom liðinu í lokaúrslitin 2017 og 2018 en tapaði í bæði skiptin. Liðið hefur verið eitt það besta undanfarin ár en ákvörðun Halldórs kom Ásgeiri ekki á óvart. „Hún gerði það ekki, nei. Við höfum átt mjög gott samstarf og náið þannig að við höfum rætt þetta heiðarlega í svolítinn tíma. Ég vissi af ákvörðun hans fyrir svolitlu síðan þannig að þetta var bara spurning um hvenær við myndum tilkynna þetta,“ segir Ásgeir, en nú fer af stað það ferli að finna eftirmann Halldórs.Halldór Jóhann er að klára fimmta árið hjá FH.vísir/bára„Við förum að skoða það núna. Það er aðalfundur deildarinnar í kvöld og í frmahaldi af því mun ég boða til stjórnarfundar þar sem að þetta verður rætt. Við ætlum að gefa okkur einhvern tíma í þetta en ég er með ákveðnar hugmyndir,“ segir Ásgeir. Ein af hugmyndum Ásgeirs er að leita út fyrir landsteinanna og finna erlendan þjálfara til að taka við í Krikanum. „Það kemur alveg til greina að ráða erlendan þjálfara. Við útilokum það ekki. Við erum búnir að taka þátt í Evrópukeppni undanfarin tvö ár og myndað góð tengsl í gegnum það. Það eru nokkrir möguleikar sem ég veit að standa okkur til boða,“ segir Ásgeir sem vill endilega kveðja Halldór með titli en liðið er komið í Final Four í bikarnum. „Það róa allir í sömu átt þar. Við tilkynntum hópnum í gær að hann væri að hætta áður en við gerðum það opinbert. Það voru allir einhuga í því að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að vinna titil með Halldóri,“ segir Ásgeir Jónsson. Olís-deild karla Tengdar fréttir FH-ingurinn Árni Stefán tekur við Haukaliðinu Haukar tilkynntu í morgun að Árni Stefán Guðjónsson myndi þjálfa kvennalið félagsins næsta vetur. 21. febrúar 2019 08:08 Halldór Jóhann lætur af störfum hjá FH Kom FH í höllina í fyrradag en ætlar nú að hætta hjá félaginu. 21. febrúar 2019 09:25 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
„Halldór ákvað bara að segja staðar numið núna eftir fimm góð ár þar sem hann var að klára samninginn sinn hjá okkur. Við ræddum málin fram og til baka en hann tók þá ákvörðun að leita á önnur mið.“ Þetta segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, um þá ákvörðun Halldórs Jóhanns Sigfússonar að hætta þjálfun meistaraflokks karla í Olís-deildinni eftir tímabilið eins og greint var frá í morgun. Halldór tók við FH-liðinu 2014 og hefur síðan náð flottum árangri í Krikanum. Hann kom liðinu í lokaúrslitin 2017 og 2018 en tapaði í bæði skiptin. Liðið hefur verið eitt það besta undanfarin ár en ákvörðun Halldórs kom Ásgeiri ekki á óvart. „Hún gerði það ekki, nei. Við höfum átt mjög gott samstarf og náið þannig að við höfum rætt þetta heiðarlega í svolítinn tíma. Ég vissi af ákvörðun hans fyrir svolitlu síðan þannig að þetta var bara spurning um hvenær við myndum tilkynna þetta,“ segir Ásgeir, en nú fer af stað það ferli að finna eftirmann Halldórs.Halldór Jóhann er að klára fimmta árið hjá FH.vísir/bára„Við förum að skoða það núna. Það er aðalfundur deildarinnar í kvöld og í frmahaldi af því mun ég boða til stjórnarfundar þar sem að þetta verður rætt. Við ætlum að gefa okkur einhvern tíma í þetta en ég er með ákveðnar hugmyndir,“ segir Ásgeir. Ein af hugmyndum Ásgeirs er að leita út fyrir landsteinanna og finna erlendan þjálfara til að taka við í Krikanum. „Það kemur alveg til greina að ráða erlendan þjálfara. Við útilokum það ekki. Við erum búnir að taka þátt í Evrópukeppni undanfarin tvö ár og myndað góð tengsl í gegnum það. Það eru nokkrir möguleikar sem ég veit að standa okkur til boða,“ segir Ásgeir sem vill endilega kveðja Halldór með titli en liðið er komið í Final Four í bikarnum. „Það róa allir í sömu átt þar. Við tilkynntum hópnum í gær að hann væri að hætta áður en við gerðum það opinbert. Það voru allir einhuga í því að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að vinna titil með Halldóri,“ segir Ásgeir Jónsson.
Olís-deild karla Tengdar fréttir FH-ingurinn Árni Stefán tekur við Haukaliðinu Haukar tilkynntu í morgun að Árni Stefán Guðjónsson myndi þjálfa kvennalið félagsins næsta vetur. 21. febrúar 2019 08:08 Halldór Jóhann lætur af störfum hjá FH Kom FH í höllina í fyrradag en ætlar nú að hætta hjá félaginu. 21. febrúar 2019 09:25 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
FH-ingurinn Árni Stefán tekur við Haukaliðinu Haukar tilkynntu í morgun að Árni Stefán Guðjónsson myndi þjálfa kvennalið félagsins næsta vetur. 21. febrúar 2019 08:08
Halldór Jóhann lætur af störfum hjá FH Kom FH í höllina í fyrradag en ætlar nú að hætta hjá félaginu. 21. febrúar 2019 09:25