Stjörnurnar sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna munu fá gjafapoka sem innihalda meðal annars möguleika á ferðalagi til Íslands. Er andvirði þess sem er í gjafapokana metið á 100 þúsund dollara, eða tæpar tólf milljónir íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.
Þessir gjafapokar eru ekki á vegum bandarísku kvikmyndaakademíunnar heldur markaðsfyrirtækisins Distinctive Assets.
Á meðal þess sem stjörnurnar geta valið úr er ferð til Íslands, Galapagoseyja, Amasonfljóts, Kosta Ríka og Panama. Eru ferðirnar metnar á 15 til 20 þúsund dollara, eða því sem nemur 1,8 til 2,3 milljóna króna, á hverja manneskju.
Óskarsverðlaunahátíðin fer fram í Los Angeles sem er í Kaliforníuríki þar sem kannabisefni hafa verið lögleidd. Af þeim sökum má finna í gjafapokanum ýmiskonar vörur sem innihalda kannabisefni.
Óskarinn verður afhentur næstkomandi sunnudag.
Lesa má nánar um innihald þessara gjafapoka hér.
