Haukar tilkynntu í morgun að Árni Stefán Guðjónsson myndi þjálfa kvennalið félagsins næsta vetur.
Árni Stefán tekur við liðinu af Elíasi Má Halldórssyni sem er að stíga til hliðar í lok tímabilsins. Elías mun þá taka við karlaliði HK.
Árni Stefán er 32 ára gamall FH-ingur og hefur þjálfað hjá Fimleikafélaginu síðan 2004. Hann fær nú stóra tækifærið hjá erkióvininum í Firðinum.
Samningur þjálfarans við Haukana er til tveggja ára.
FH-ingurinn Árni Stefán tekur við Haukaliðinu
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar
Íslenski boltinn



Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn



Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti


Fleiri fréttir
