Nantes hefur komist að samkomulagi við Cardiff um að fresta fyrstu greiðslu vegna kaupanna á Emiliano Sala.
Fyrsta greiðslan af 15 milljón punda kaupverðinu fyrir framherjann átti að berast í gær. Cardiff hefur neitað að borga fyrr en rannsókn á flugslysinu sem Sala fórst í er lokið.
Sala lést þegar flugvél hans hrapaði í Ermasundið í lok janúar, tveimur dögum eftir að Cardiff keypti hann frá Nantes fyrir metfé.
Stjórnarformaður Cardiff segir félagið ætli sér að vera heiðarlegt í málinu og muni borga verði það skyldugt til þess. Hins vegar sé óljóst hvort félaginu ber að greiða kaupverðið.
Flugmaðurinn David Ibbotson er enn ófundinn, en hann var sá eini sem var í flugvélinni ásamt Sala.
Nantes og Cardiff komust að samkomulagi um frestun á greiðslu

Tengdar fréttir

Fótboltaheimurinn minnist Sala
Fótboltaheimurinn er í sárum eftir að Emiliano Sala lést í flugslysi en lík hans fannst í fyrradag.

Franska skattalögreglan réðst inn í höfuðstöðvar Nantes
Franska félagið Nantes stendur ekki aðeins í lögfræðideilu við velska félagið Cardiff City um greiðsluna vegna söluna á Emiliano Sala heitnum því nú hefur franski skatturinn einnig gert rassíu hjá félaginu.

Cardiff mun koma heiðarlega fram við Nantes varðandi greiðslu á kaupverði Sala
Stjórnarformaður Cardiff, Mehmet Dalman, segir félagið muni borga kaupverðið á Emiliano Sala til Nantes ef félagið er skuldbundið til þess.

Nantes hótar að fara með mál Sala til FIFA
Knattspyrnufélögin Nantes og Cardiff City deila enn um hvort velska félaginu beri að greiða kaupverð Argentínumannsins sem lést í flugslysi á leið sinni til Cardiff.