Neymar grét í tvo daga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2019 14:30 Neymar. Getty/Dave Winter Brasilíumaðurinn Neymar er aðeins áhorfandi á leikjum franska liðsins Paris Saint Germain þessa dagana eftir að hafa brotið bein í fæti í lok janúar. Neymar missir meðal annars af báðum leikjunum á móti Manchester United í Meistaradeildinni en fær samt væntanlega tækifæri til að spila fleiri leiki í Meistaradeildinni á þessu tímabili þökk sé góðri frammistöðu Parísarliðsins án hans á Old Trafford. Neymar segist hafa grátið í tvo daga eftir að hann meiddi sig í bikarleik á móti Strasbourg. Hann braut þar framristarbein. Neymar varð fyrir sömu meiðslum í febrúar á síðasta ári en hann var þá í kapphlaupi að ná sér góðum fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi. Það tókst en því frammistaða hans á því móti snérist þó meira um leikaraskap og væl en góðan fótbolta. Neymar segir að þetta áfall sé „flóknara“ eins og hann kemst að orði. „Í þetta skiptið var mjög erfitt fyrir mig að sætta mig við þetta.,“ sagði Neymar í viðtali við brasilísku sjónvarpsstöðina Globo.Neymar says he cried for two days after breaking a bone in his foot in late January. More: https://t.co/W14LZpWtMApic.twitter.com/8OVVOVOrmV — BBC Sport (@BBCSport) February 19, 2019„Ég eyddi tveimur dögum heima grátandi,“ sagði Neymar en þetta voru allt önnur viðbrögð en fyrir ári síðan. „Þegar ég meiddi mig í fyrra þá sagði ég: Ég fer í aðgerðina og læta laga þetta eins fljótt og hægt er. Ég var ekki leiður þá,“ sagði Neymar. Neymar var frá í þrjá mánuði eftir meiðslin í fyrravetur en náði HM þar sem hann skoraði tvö mörk á leið Brasilíumanna í átta liða úrslitin. Að þessu sinni fór Neymar ekki í aðgerð. Læknalið PSG ákvað að reyna frekar hófsama meðferð í stað þess að láta hann gangast undir aðra aðgerð. Neymar á að vera frá í tíu vikur eða fram í apríl. Hann mun því líka missa af seinni leiknum á móti Manchester United í Meistaradeildinni sem fer fram á Parc des Princes 6. mars næstkomandi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira
Brasilíumaðurinn Neymar er aðeins áhorfandi á leikjum franska liðsins Paris Saint Germain þessa dagana eftir að hafa brotið bein í fæti í lok janúar. Neymar missir meðal annars af báðum leikjunum á móti Manchester United í Meistaradeildinni en fær samt væntanlega tækifæri til að spila fleiri leiki í Meistaradeildinni á þessu tímabili þökk sé góðri frammistöðu Parísarliðsins án hans á Old Trafford. Neymar segist hafa grátið í tvo daga eftir að hann meiddi sig í bikarleik á móti Strasbourg. Hann braut þar framristarbein. Neymar varð fyrir sömu meiðslum í febrúar á síðasta ári en hann var þá í kapphlaupi að ná sér góðum fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi. Það tókst en því frammistaða hans á því móti snérist þó meira um leikaraskap og væl en góðan fótbolta. Neymar segir að þetta áfall sé „flóknara“ eins og hann kemst að orði. „Í þetta skiptið var mjög erfitt fyrir mig að sætta mig við þetta.,“ sagði Neymar í viðtali við brasilísku sjónvarpsstöðina Globo.Neymar says he cried for two days after breaking a bone in his foot in late January. More: https://t.co/W14LZpWtMApic.twitter.com/8OVVOVOrmV — BBC Sport (@BBCSport) February 19, 2019„Ég eyddi tveimur dögum heima grátandi,“ sagði Neymar en þetta voru allt önnur viðbrögð en fyrir ári síðan. „Þegar ég meiddi mig í fyrra þá sagði ég: Ég fer í aðgerðina og læta laga þetta eins fljótt og hægt er. Ég var ekki leiður þá,“ sagði Neymar. Neymar var frá í þrjá mánuði eftir meiðslin í fyrravetur en náði HM þar sem hann skoraði tvö mörk á leið Brasilíumanna í átta liða úrslitin. Að þessu sinni fór Neymar ekki í aðgerð. Læknalið PSG ákvað að reyna frekar hófsama meðferð í stað þess að láta hann gangast undir aðra aðgerð. Neymar á að vera frá í tíu vikur eða fram í apríl. Hann mun því líka missa af seinni leiknum á móti Manchester United í Meistaradeildinni sem fer fram á Parc des Princes 6. mars næstkomandi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira