Fagnaði í 10 til 15 sekúndur en áttaði sig síðan á því hverju hann hafði lofað á Twitter Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2019 12:30 Ole Gunnar Solskjær fagnar í París. Getty/Chris Brunskill Norðmaðurinn Tor Henrik Stensland er mikill stuðningsmaður Manchester United og hann hefur upplifað skemmtilegar vikur eftir að landi hans Ole Gunnar Solskjær settist í stjórastólinn á Old Trafford. Stensland bjóst aftur á móti ekki við sigri í París. Norska Dagbladet segir frá loforði Tor Henrik Stensland í vikunni, loforði sem gerði allt annað en að gleðja mömmu og hans og pabba. Stensland hafði svo litla trú á því að Manchester United liðið færi áfram í Meistaradeildinni að hann lofaði því inn á Twitter að fá sér húðflúr með andliti Ole Gunnar Solskjær ef það tækist.Skulle Man Utd snu det å gå videre idag tattoverer jeg ansiktet til Solskjær i et ratt. Null sjanse, kan ikke gå. — Tor Henrik Stensland (@Toricharito) March 6, 2019„Ég taldi að það væri svo litlar líka á því að þeir kæmust áfram. Stuðullinn var 1,03 á PSG, það voru tíu menn meiddir hjá United og fullt af táningum á bekknum. Þetta átti ekki að geta gerst,“ sagði Tor Henrik Stensland við Dagbladet. „Mamma og pabbi voru ekki ánægð. Þau eru stödd í fríi á strönd í Tælandi og eru mjög súr yfir þessu,“ sagði Stensland. Stensland er nú byrjaður að safna fyrir húðflúrinu á Twitter og segir allan umfram pening fara til góðgerðamála. Margir stuðningsmenn Manchester United fögnuðu gríðarlega þegar Marcus Rashford kom liðinu í 3-1 í uppbótatíma leiksins í París á miðvikudagskvöldið. Stensland horfði á leikinn heima hjá sér og var einn af þeim en svo runnu á hann tvær grímur."To be a part of those celebrations is fantastic." Here's a word from Ole #MUFCpic.twitter.com/gkzhr6z8fy — Manchester United (@ManUtd) March 6, 2019„Ég var mjög ánægður í tíu til fimmtán sekúndur. Síðan áttaði ég mig á því hvað myndi gerast þegar Twitter færi á flug. Þá tók við smá þunglyndi. Núna er ég sáttur með þetta,“ sagði Stensland. Og ætlar hann að fá sér þetta húðflúr af Ole Gunnari? „Já, ég verð að gera það. Nú hefur allur Twitter séð þessa yfirlýsingu mína og ég á því ekkert val. Húðflúrið verður væntanlega á lærinu sem er viðeigandi,“ sagði Stensland. „Mörgum finnst þetta vera mjög fyndið og þetta verður örugglega saga til að segja barnabörnunum í framtíðinni,“ sagði Stensland.A look at who else will be in the hat on 15 March... #MUFC#UCL — Manchester United (@ManUtd) March 7, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira
Norðmaðurinn Tor Henrik Stensland er mikill stuðningsmaður Manchester United og hann hefur upplifað skemmtilegar vikur eftir að landi hans Ole Gunnar Solskjær settist í stjórastólinn á Old Trafford. Stensland bjóst aftur á móti ekki við sigri í París. Norska Dagbladet segir frá loforði Tor Henrik Stensland í vikunni, loforði sem gerði allt annað en að gleðja mömmu og hans og pabba. Stensland hafði svo litla trú á því að Manchester United liðið færi áfram í Meistaradeildinni að hann lofaði því inn á Twitter að fá sér húðflúr með andliti Ole Gunnar Solskjær ef það tækist.Skulle Man Utd snu det å gå videre idag tattoverer jeg ansiktet til Solskjær i et ratt. Null sjanse, kan ikke gå. — Tor Henrik Stensland (@Toricharito) March 6, 2019„Ég taldi að það væri svo litlar líka á því að þeir kæmust áfram. Stuðullinn var 1,03 á PSG, það voru tíu menn meiddir hjá United og fullt af táningum á bekknum. Þetta átti ekki að geta gerst,“ sagði Tor Henrik Stensland við Dagbladet. „Mamma og pabbi voru ekki ánægð. Þau eru stödd í fríi á strönd í Tælandi og eru mjög súr yfir þessu,“ sagði Stensland. Stensland er nú byrjaður að safna fyrir húðflúrinu á Twitter og segir allan umfram pening fara til góðgerðamála. Margir stuðningsmenn Manchester United fögnuðu gríðarlega þegar Marcus Rashford kom liðinu í 3-1 í uppbótatíma leiksins í París á miðvikudagskvöldið. Stensland horfði á leikinn heima hjá sér og var einn af þeim en svo runnu á hann tvær grímur."To be a part of those celebrations is fantastic." Here's a word from Ole #MUFCpic.twitter.com/gkzhr6z8fy — Manchester United (@ManUtd) March 6, 2019„Ég var mjög ánægður í tíu til fimmtán sekúndur. Síðan áttaði ég mig á því hvað myndi gerast þegar Twitter færi á flug. Þá tók við smá þunglyndi. Núna er ég sáttur með þetta,“ sagði Stensland. Og ætlar hann að fá sér þetta húðflúr af Ole Gunnari? „Já, ég verð að gera það. Nú hefur allur Twitter séð þessa yfirlýsingu mína og ég á því ekkert val. Húðflúrið verður væntanlega á lærinu sem er viðeigandi,“ sagði Stensland. „Mörgum finnst þetta vera mjög fyndið og þetta verður örugglega saga til að segja barnabörnunum í framtíðinni,“ sagði Stensland.A look at who else will be in the hat on 15 March... #MUFC#UCL — Manchester United (@ManUtd) March 7, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira