Eiginmaður Völu reyndist kona: „Hugsuðum allar mögulegar leiðir til að reyna halda hjónabandinu gangandi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. mars 2019 12:30 Vala Rut Friðriksdóttir og Sunneva eiga saman eina stúlku. Árið 2014 giftu þau sig sem Vala og Valur. Vala Rut Friðriksdóttir gekk í gegnum reynslu sem fáir hafa gert hér á landi. Vala var gift eiginmanni sínum í þrjú ár eða allt þar til hjónabandið endaði skyndilega. Eiginmaðurinn sagðist halda að hann væri fæddur í röngum líkama. Í dag er fyrrverandi eiginmaður Völu því einnig hennar besta vinkona. Vala og Sunneva, sem áður hét Valur, kynntust árið 2011. „Það var eiginlega bara ást við fyrstu sýn. Við byrjum að búa saman og 2013 trúlofuðum við okkur og árið 2014 ákváðum við með mjög stuttum fyrirvara að gifta okkur og það var alveg yndislegt,“ segir Vala Rut. Ári síðar fæddist þeim dóttir og 2016 flutti litla fjölskyldan saman til Svíþjóðar. „Það hafði í raun allt gengið afskaplega vel og við áttum alveg ótrúlega góðan tíma saman og vorum alltaf ótrúlega ástfangin. Það var því pínu skipsbrot þegar við komum heim frá Svíþjóð og hann kemur fram með það að hann haldi að hann sé fæddur í röngum líkama,“ segir Vala sem grunaði aldrei neitt og fréttirnar hafi verið áfall fyrir alla.Vala og Valur giftu sig árið 2014.„Í raun og veru biðu margir eftir því að við myndum segja að þetta væri djók.“ Vala viðurkennir að hún sjálf hafi í fyrstu vonast til að um hrekk væri að ræða. „Fyrstu dagana tókst mér að bæla þetta niður, einfaldlega út af því að ég trúði þessu ekki. Við ræddum þetta mikið og vildum alls ekki að hjónaband okkar myndi enda. Eftir því sem við hugsuðum þetta meira komumst við að því að það væri sennilega besta fyrir okkur að skilja,“ segir Vala en innst inni voru þau ennþá ástfangin af hvort öðru. „Við hugsuðum allar mögulegar leiðir til að reyna halda hjónabandinu gangandi. Hlutir eins og að vera í opnu sambandi eða hann fái einhvern milliveg með sína kyntjáningu. Ég held að við höfum alltaf vitað það að við yrðum aldrei fullkomlega hamingjusamar að fara einhvern milliveg.“Hvernig voru viðbrögð annara? „Þetta var áfall fyrir flesta og þetta kom fólki mjög á óvart. Foreldrar hennar hafa verið alveg frábærir og einnig bræður hennar. Öll sú fjölskylda hefur verið frábær og mín fjölskylda líka. Mín fjölskylda horfir ennþá á hana sem fjölskyldumeðlim okkar. Vinir hennar hafa verið alveg frábærir.“Vala og Sunneva eiga saman eina stúlku.Vala og Sunneva fara með jafna umgengni en dóttir þeirra er viku á hvorum stað. „Ég held að hún sé ekki almennilega búin að fatta það að hún á tvær mömmur. Hún notar alveg sitt á hvað mamma Sunneva eða mamma Valur eða pabbi Sunneva. Þetta virðist ekki hafa haft nein áhrif á hana.“ Hún segir mikilvægt að fólk átti sig á því að kynhneigð og kynvitund sé ekki það sama. „Til að mynda þegar Valur kemur fram með þetta var kynhneigð hans alveg sú sama. Það er að hann laðast að konum og hún gerir það ennþá, hún Sunneva. Ég held að kannski þyrfti að opna umræðuna. Við höfum verið að fá óviðeigandi spurningar í staðinn fyrir að spyrja hvernig hún hafi það. Þá er frekar spurt: Ætlar hún í aðgerð? Og þá er bara verið að tala um kynfærin. Og einnig er spurt: Ætlar hún að klippa af sér tittlinginn? Mjög svona óviðeigandi spurningar. Ég bara einfaldlega skil ekki hvaða máli það skiptir hvaða kynfæri við erum með.“ Þær ákváðu snemma í ferlinu að hittast reglulega og fara yfir það sem dóttur þeirra er fyrir bestu og hafa náð að vinna mjög vel úr ferlinu í heild en Vala sagði sögu sína fyrst hjá Austurfrétt.„Samskiptin okkar í dag eru bara dásamleg og við erum bara mjög góðar vinkonur. Við hittumst enn þá einu sinni til tvisvar í viku og stundum tölum við saman á hverjum einasta degi,“ segir Vala en hér að neðan má sjá viðtalið við hana í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Vala Rut Friðriksdóttir gekk í gegnum reynslu sem fáir hafa gert hér á landi. Vala var gift eiginmanni sínum í þrjú ár eða allt þar til hjónabandið endaði skyndilega. Eiginmaðurinn sagðist halda að hann væri fæddur í röngum líkama. Í dag er fyrrverandi eiginmaður Völu því einnig hennar besta vinkona. Vala og Sunneva, sem áður hét Valur, kynntust árið 2011. „Það var eiginlega bara ást við fyrstu sýn. Við byrjum að búa saman og 2013 trúlofuðum við okkur og árið 2014 ákváðum við með mjög stuttum fyrirvara að gifta okkur og það var alveg yndislegt,“ segir Vala Rut. Ári síðar fæddist þeim dóttir og 2016 flutti litla fjölskyldan saman til Svíþjóðar. „Það hafði í raun allt gengið afskaplega vel og við áttum alveg ótrúlega góðan tíma saman og vorum alltaf ótrúlega ástfangin. Það var því pínu skipsbrot þegar við komum heim frá Svíþjóð og hann kemur fram með það að hann haldi að hann sé fæddur í röngum líkama,“ segir Vala sem grunaði aldrei neitt og fréttirnar hafi verið áfall fyrir alla.Vala og Valur giftu sig árið 2014.„Í raun og veru biðu margir eftir því að við myndum segja að þetta væri djók.“ Vala viðurkennir að hún sjálf hafi í fyrstu vonast til að um hrekk væri að ræða. „Fyrstu dagana tókst mér að bæla þetta niður, einfaldlega út af því að ég trúði þessu ekki. Við ræddum þetta mikið og vildum alls ekki að hjónaband okkar myndi enda. Eftir því sem við hugsuðum þetta meira komumst við að því að það væri sennilega besta fyrir okkur að skilja,“ segir Vala en innst inni voru þau ennþá ástfangin af hvort öðru. „Við hugsuðum allar mögulegar leiðir til að reyna halda hjónabandinu gangandi. Hlutir eins og að vera í opnu sambandi eða hann fái einhvern milliveg með sína kyntjáningu. Ég held að við höfum alltaf vitað það að við yrðum aldrei fullkomlega hamingjusamar að fara einhvern milliveg.“Hvernig voru viðbrögð annara? „Þetta var áfall fyrir flesta og þetta kom fólki mjög á óvart. Foreldrar hennar hafa verið alveg frábærir og einnig bræður hennar. Öll sú fjölskylda hefur verið frábær og mín fjölskylda líka. Mín fjölskylda horfir ennþá á hana sem fjölskyldumeðlim okkar. Vinir hennar hafa verið alveg frábærir.“Vala og Sunneva eiga saman eina stúlku.Vala og Sunneva fara með jafna umgengni en dóttir þeirra er viku á hvorum stað. „Ég held að hún sé ekki almennilega búin að fatta það að hún á tvær mömmur. Hún notar alveg sitt á hvað mamma Sunneva eða mamma Valur eða pabbi Sunneva. Þetta virðist ekki hafa haft nein áhrif á hana.“ Hún segir mikilvægt að fólk átti sig á því að kynhneigð og kynvitund sé ekki það sama. „Til að mynda þegar Valur kemur fram með þetta var kynhneigð hans alveg sú sama. Það er að hann laðast að konum og hún gerir það ennþá, hún Sunneva. Ég held að kannski þyrfti að opna umræðuna. Við höfum verið að fá óviðeigandi spurningar í staðinn fyrir að spyrja hvernig hún hafi það. Þá er frekar spurt: Ætlar hún í aðgerð? Og þá er bara verið að tala um kynfærin. Og einnig er spurt: Ætlar hún að klippa af sér tittlinginn? Mjög svona óviðeigandi spurningar. Ég bara einfaldlega skil ekki hvaða máli það skiptir hvaða kynfæri við erum með.“ Þær ákváðu snemma í ferlinu að hittast reglulega og fara yfir það sem dóttur þeirra er fyrir bestu og hafa náð að vinna mjög vel úr ferlinu í heild en Vala sagði sögu sína fyrst hjá Austurfrétt.„Samskiptin okkar í dag eru bara dásamleg og við erum bara mjög góðar vinkonur. Við hittumst enn þá einu sinni til tvisvar í viku og stundum tölum við saman á hverjum einasta degi,“ segir Vala en hér að neðan má sjá viðtalið við hana í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira