Neville við Solskjær: Hversu langan samning viltu, hvað viltu í laun og hvar á styttan að vera? Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2019 09:00 Gary Neville og Ole Gunnar á góðri stundu. vísir/getty „Ég er með þrjár snöggar spurningar fyrir þig: Hversu langan samning viltu, hvað viltu í laun og hvar viltu fá styttuna af þér?“ Þetta voru fyrstu spurningar Gary Neville, fyrrverandi fyrirliða Manchester United, til Ole Gunnar Solskjær þegar að sparkspekingurinn núverandi tók viðtal við Norðmanninn fyrir beIN-sports eftir kraftaverkið í París í gærkvöldi. Hann, eins og fleiri, vill að Solskjær verði ráðinn til frambúðar. „Þetta var frábært kvöld, ekki satt? Ég ætla bara að gera mitt besta fram á sumarið og sjá svo hvað félagið ákveður að gera,“ svaraði Solskjær hógvær eftir að snúa við 2-0 stöðu úr fyrri leiknum og komast áfram með 3-1 sigri á Prinsavöllum.Neville er staðráðinn í að Solskjær eigi að fá starfið og sagði þeim norska og fyrrverandi samherja sínum að það væri bara eitt í stöðunni fyrir forsvarsmenn United að gera. „Ég heyri að þú heldur áfram að segja þetta en þetta er bara kvöld sem við verðum að muna eftir. Þetta var Manchester United-andinn. Það var svo frábært að hitta Sir Alex inn í klefa eftir leik. Þetta var geggjað kvöld,“ sagði Solskjær. Neville sagði Solskjær að það væri augljóst að leikmennirnir elskuðu hann en hógvær Solskjær sagði leikmennina vissulega hafa gaman að honum og þjálfarateymi hans en þetta væri allt liðsvinna. „Ég held að leikmennirnir njóti þess að spila undir okkar stjórn en við viljum bara að þeir bæti sig og upplifi kvöld eins og þetta. Við gerðum það nú saman hérna á sínum tíma,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. How long would you like on your contract? What do you want your salary to be? Where would you like your statue?@GNev2 puts the big questions to Ole Gunnar Solskjaer!https://t.co/0OKMYBJ8Ca#beINUCL #UCL #MUFC #PSGMUN pic.twitter.com/drUsFRfbao— beIN SPORTS (@beINSPORTS) March 6, 2019 Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fagnaði með Cantona og Ferguson á meðan kallað var eftir því að hann fengi starfið Ole Gunnar Solskjær er að reyna að setja einhver met í að vera elskaður á einum stað. 7. mars 2019 08:00 Solskjær: Þetta er Manchester United Ole Gunnar Solskjær var skiljanlega í skýjunum með ótrúlegan sigur Manchester United á Paris Saint-German í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:04 Neymar brjálaður yfir vítadómnum: Fjórir menn sem vita ekkert um fótbolta Neymar þurfti að horfa á úr stúkunni þegar liðsfélagar hans féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:16 Rashford skaut United áfram úr VAR-víti Manchester United er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlega frammistöðu á Parc des Princes þar sem vítaspyrna dæmd eftir myndbandsdómgæslu réði úrslitum. 6. mars 2019 22:00 Vítaspyrnan örlagaríka sú fyrsta sem Rashford tók Marcus Rashford tryggði Manchester United sögulegan sigur á Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. mars 2019 06:00 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
„Ég er með þrjár snöggar spurningar fyrir þig: Hversu langan samning viltu, hvað viltu í laun og hvar viltu fá styttuna af þér?“ Þetta voru fyrstu spurningar Gary Neville, fyrrverandi fyrirliða Manchester United, til Ole Gunnar Solskjær þegar að sparkspekingurinn núverandi tók viðtal við Norðmanninn fyrir beIN-sports eftir kraftaverkið í París í gærkvöldi. Hann, eins og fleiri, vill að Solskjær verði ráðinn til frambúðar. „Þetta var frábært kvöld, ekki satt? Ég ætla bara að gera mitt besta fram á sumarið og sjá svo hvað félagið ákveður að gera,“ svaraði Solskjær hógvær eftir að snúa við 2-0 stöðu úr fyrri leiknum og komast áfram með 3-1 sigri á Prinsavöllum.Neville er staðráðinn í að Solskjær eigi að fá starfið og sagði þeim norska og fyrrverandi samherja sínum að það væri bara eitt í stöðunni fyrir forsvarsmenn United að gera. „Ég heyri að þú heldur áfram að segja þetta en þetta er bara kvöld sem við verðum að muna eftir. Þetta var Manchester United-andinn. Það var svo frábært að hitta Sir Alex inn í klefa eftir leik. Þetta var geggjað kvöld,“ sagði Solskjær. Neville sagði Solskjær að það væri augljóst að leikmennirnir elskuðu hann en hógvær Solskjær sagði leikmennina vissulega hafa gaman að honum og þjálfarateymi hans en þetta væri allt liðsvinna. „Ég held að leikmennirnir njóti þess að spila undir okkar stjórn en við viljum bara að þeir bæti sig og upplifi kvöld eins og þetta. Við gerðum það nú saman hérna á sínum tíma,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. How long would you like on your contract? What do you want your salary to be? Where would you like your statue?@GNev2 puts the big questions to Ole Gunnar Solskjaer!https://t.co/0OKMYBJ8Ca#beINUCL #UCL #MUFC #PSGMUN pic.twitter.com/drUsFRfbao— beIN SPORTS (@beINSPORTS) March 6, 2019
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fagnaði með Cantona og Ferguson á meðan kallað var eftir því að hann fengi starfið Ole Gunnar Solskjær er að reyna að setja einhver met í að vera elskaður á einum stað. 7. mars 2019 08:00 Solskjær: Þetta er Manchester United Ole Gunnar Solskjær var skiljanlega í skýjunum með ótrúlegan sigur Manchester United á Paris Saint-German í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:04 Neymar brjálaður yfir vítadómnum: Fjórir menn sem vita ekkert um fótbolta Neymar þurfti að horfa á úr stúkunni þegar liðsfélagar hans féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:16 Rashford skaut United áfram úr VAR-víti Manchester United er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlega frammistöðu á Parc des Princes þar sem vítaspyrna dæmd eftir myndbandsdómgæslu réði úrslitum. 6. mars 2019 22:00 Vítaspyrnan örlagaríka sú fyrsta sem Rashford tók Marcus Rashford tryggði Manchester United sögulegan sigur á Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. mars 2019 06:00 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Fagnaði með Cantona og Ferguson á meðan kallað var eftir því að hann fengi starfið Ole Gunnar Solskjær er að reyna að setja einhver met í að vera elskaður á einum stað. 7. mars 2019 08:00
Solskjær: Þetta er Manchester United Ole Gunnar Solskjær var skiljanlega í skýjunum með ótrúlegan sigur Manchester United á Paris Saint-German í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:04
Neymar brjálaður yfir vítadómnum: Fjórir menn sem vita ekkert um fótbolta Neymar þurfti að horfa á úr stúkunni þegar liðsfélagar hans féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:16
Rashford skaut United áfram úr VAR-víti Manchester United er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlega frammistöðu á Parc des Princes þar sem vítaspyrna dæmd eftir myndbandsdómgæslu réði úrslitum. 6. mars 2019 22:00
Vítaspyrnan örlagaríka sú fyrsta sem Rashford tók Marcus Rashford tryggði Manchester United sögulegan sigur á Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. mars 2019 06:00