Handbolti

Patrekur hættur með Austurríki

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Patti á góðri stundu með austurríska liðinu.
Patti á góðri stundu með austurríska liðinu. vísir/getty
Handknattleikssamband Austurríkis tilkynnti frekar óvænt í dag að Patrekur Jóhannesson væri hættur sem landsliðsþjálfari þjóðarinnar.

Þessi ákvörðun er sögð hafa verið tekin eftir ítarlegar viðræður Patreks við sambandið. Patrekur átti að stýra liðinu á EM 2020 í heimalandinu en nú er ljóst að annar þjálfari mun gera það.

Patrekur hefur stýrt liði Austurríkis í 106 leikjum og unnið 45 þeirra. Sex leikir hafa endað með jafntefli og 55 hefur liðið tapað. Patrekur fór með liðið á fjögur stórmót og er farsælasti landsliðsþjálfarinn í handboltasögu Austurríkis.

Hann tók við liðinu í nóvember árið 2011 en frammistaða liðsins á HM í janúar olli vonbrigðum.

Patrekur er að þjálfa Olís-deildarlið Selfoss í dag en mun flytja búferlum næsta sumar þar sem hann er að taka við danska liðinu Skjern. Það félag mun njóta allra krafta Patreks fyrst hann er hættur sem landsliðsþjálfari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×