Real Madrid búið að tala við Jose Mourinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2019 12:00 Jose Mourinho. Getty/Jasper Juinen Jose Mourinho er efstur á óskalista Real Madrid sem næsti knattspyrnustjóri liðsins ef marka má orð fyrrum forseti spænska félagsins. Ramon Calderon, fyrrum forseti Real Madrid, segir að félagið sé þegar búið að hafa samband við Jose Mourinho. Framtíð Santiago Solari sem knattspyrnustjóra Real Madrid er ráðin eftir tvö töp í röð á móti Barcelona og neyðarlegt tap á móti Ajax í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Á einni viku spilaði Real Madrid sig út úr þremur keppnum og liðið hefur nánast að engu að keppa síðustu þrjá mánuði tímabilsins. Jose Mourinho stýrði Real Madrid liðinu frá 2010 til 2013 en fór þaðan til Chelsea. Mourinho er enn atvinnulaus eftir að hafa verið rekinn frá Manchester United í desember."I have no doubt Mourinho is the first option for the president. He's been called in the last weeks" — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 6, 2019Mourinho gæti nú snúið aftur til Real Madrid eins og hann snéri aftur til Chelsea. Það liðu sex ár á milli stjóratíða hans hjá Chelsea en nú eru einmitt liðin sex ár síðan hann var síðast hjá Real Madrid. „Ég er ekki neinum vafa um að hann sé fyrsti kostur hjá félaginu. Þeir hringdu í hann í síðustu viku. Mourinho var enn stjóri Manchester United þegar Zinedine Zidane fór síðasta vor og þá var ekki rétti tíminn fyrir hann að snúa aftur. Sá tími er kannski kominn núna þar sem hann er laus allra mála,“ sagði Ramon Calderon við Sky Sports. Ramon Calderon var spurður út í aðra mögulega stjóra. „Kannski Mauricio Pochettino. Þeir eru að tala um hann. Það verða örugglega margir orðaðir við félagið á næstu dögum því stuðningsmenn Real Madrid sætta sig ekki við þetta,“ sagði Calderon. Eitthvað þarf að gerast á Santiago Bernabéu.José Mourinho has no problem returning to Real Madrid! "They are the Iconic club" #beINPL#beINMourinho Watch the full discussion here https://t.co/ofDTKjktEK — beIN SPORTS (@beINSPORTS) March 4, 2019„Við erum búnir að fá þrjá eða fjóra mánuði af væli, harmakveini og eftirsjá vegna þess hvernig menn undirbjuggu tímabilið,“ sagði Calderon. Eftir þetta hörmungartímabil þá þarf Florentino Perez, forseti Real Madrid, vissulega að finna alvöru mann til að lægja öldurnar meðal óánægðra stuðningsmanna félagsins. Stuðningsmenn Real Madrid voru að kyrja nafn Jose Mourinho í gær og hann yrði því örugglega vinsæl ráðning. „Það eru miklar líkur á því að Jose Mourinho verði á Real Madrid bekknum á næsta tímabili,“ sagði Calderon. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Í beinni: Chelsea - Wolves | Lýkur langri bið heimamanna? Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Sjá meira
Jose Mourinho er efstur á óskalista Real Madrid sem næsti knattspyrnustjóri liðsins ef marka má orð fyrrum forseti spænska félagsins. Ramon Calderon, fyrrum forseti Real Madrid, segir að félagið sé þegar búið að hafa samband við Jose Mourinho. Framtíð Santiago Solari sem knattspyrnustjóra Real Madrid er ráðin eftir tvö töp í röð á móti Barcelona og neyðarlegt tap á móti Ajax í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Á einni viku spilaði Real Madrid sig út úr þremur keppnum og liðið hefur nánast að engu að keppa síðustu þrjá mánuði tímabilsins. Jose Mourinho stýrði Real Madrid liðinu frá 2010 til 2013 en fór þaðan til Chelsea. Mourinho er enn atvinnulaus eftir að hafa verið rekinn frá Manchester United í desember."I have no doubt Mourinho is the first option for the president. He's been called in the last weeks" — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 6, 2019Mourinho gæti nú snúið aftur til Real Madrid eins og hann snéri aftur til Chelsea. Það liðu sex ár á milli stjóratíða hans hjá Chelsea en nú eru einmitt liðin sex ár síðan hann var síðast hjá Real Madrid. „Ég er ekki neinum vafa um að hann sé fyrsti kostur hjá félaginu. Þeir hringdu í hann í síðustu viku. Mourinho var enn stjóri Manchester United þegar Zinedine Zidane fór síðasta vor og þá var ekki rétti tíminn fyrir hann að snúa aftur. Sá tími er kannski kominn núna þar sem hann er laus allra mála,“ sagði Ramon Calderon við Sky Sports. Ramon Calderon var spurður út í aðra mögulega stjóra. „Kannski Mauricio Pochettino. Þeir eru að tala um hann. Það verða örugglega margir orðaðir við félagið á næstu dögum því stuðningsmenn Real Madrid sætta sig ekki við þetta,“ sagði Calderon. Eitthvað þarf að gerast á Santiago Bernabéu.José Mourinho has no problem returning to Real Madrid! "They are the Iconic club" #beINPL#beINMourinho Watch the full discussion here https://t.co/ofDTKjktEK — beIN SPORTS (@beINSPORTS) March 4, 2019„Við erum búnir að fá þrjá eða fjóra mánuði af væli, harmakveini og eftirsjá vegna þess hvernig menn undirbjuggu tímabilið,“ sagði Calderon. Eftir þetta hörmungartímabil þá þarf Florentino Perez, forseti Real Madrid, vissulega að finna alvöru mann til að lægja öldurnar meðal óánægðra stuðningsmanna félagsins. Stuðningsmenn Real Madrid voru að kyrja nafn Jose Mourinho í gær og hann yrði því örugglega vinsæl ráðning. „Það eru miklar líkur á því að Jose Mourinho verði á Real Madrid bekknum á næsta tímabili,“ sagði Calderon.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Í beinni: Chelsea - Wolves | Lýkur langri bið heimamanna? Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti