Real Madrid búið að tala við Jose Mourinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2019 12:00 Jose Mourinho. Getty/Jasper Juinen Jose Mourinho er efstur á óskalista Real Madrid sem næsti knattspyrnustjóri liðsins ef marka má orð fyrrum forseti spænska félagsins. Ramon Calderon, fyrrum forseti Real Madrid, segir að félagið sé þegar búið að hafa samband við Jose Mourinho. Framtíð Santiago Solari sem knattspyrnustjóra Real Madrid er ráðin eftir tvö töp í röð á móti Barcelona og neyðarlegt tap á móti Ajax í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Á einni viku spilaði Real Madrid sig út úr þremur keppnum og liðið hefur nánast að engu að keppa síðustu þrjá mánuði tímabilsins. Jose Mourinho stýrði Real Madrid liðinu frá 2010 til 2013 en fór þaðan til Chelsea. Mourinho er enn atvinnulaus eftir að hafa verið rekinn frá Manchester United í desember."I have no doubt Mourinho is the first option for the president. He's been called in the last weeks" — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 6, 2019Mourinho gæti nú snúið aftur til Real Madrid eins og hann snéri aftur til Chelsea. Það liðu sex ár á milli stjóratíða hans hjá Chelsea en nú eru einmitt liðin sex ár síðan hann var síðast hjá Real Madrid. „Ég er ekki neinum vafa um að hann sé fyrsti kostur hjá félaginu. Þeir hringdu í hann í síðustu viku. Mourinho var enn stjóri Manchester United þegar Zinedine Zidane fór síðasta vor og þá var ekki rétti tíminn fyrir hann að snúa aftur. Sá tími er kannski kominn núna þar sem hann er laus allra mála,“ sagði Ramon Calderon við Sky Sports. Ramon Calderon var spurður út í aðra mögulega stjóra. „Kannski Mauricio Pochettino. Þeir eru að tala um hann. Það verða örugglega margir orðaðir við félagið á næstu dögum því stuðningsmenn Real Madrid sætta sig ekki við þetta,“ sagði Calderon. Eitthvað þarf að gerast á Santiago Bernabéu.José Mourinho has no problem returning to Real Madrid! "They are the Iconic club" #beINPL#beINMourinho Watch the full discussion here https://t.co/ofDTKjktEK — beIN SPORTS (@beINSPORTS) March 4, 2019„Við erum búnir að fá þrjá eða fjóra mánuði af væli, harmakveini og eftirsjá vegna þess hvernig menn undirbjuggu tímabilið,“ sagði Calderon. Eftir þetta hörmungartímabil þá þarf Florentino Perez, forseti Real Madrid, vissulega að finna alvöru mann til að lægja öldurnar meðal óánægðra stuðningsmanna félagsins. Stuðningsmenn Real Madrid voru að kyrja nafn Jose Mourinho í gær og hann yrði því örugglega vinsæl ráðning. „Það eru miklar líkur á því að Jose Mourinho verði á Real Madrid bekknum á næsta tímabili,“ sagði Calderon. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Sjá meira
Jose Mourinho er efstur á óskalista Real Madrid sem næsti knattspyrnustjóri liðsins ef marka má orð fyrrum forseti spænska félagsins. Ramon Calderon, fyrrum forseti Real Madrid, segir að félagið sé þegar búið að hafa samband við Jose Mourinho. Framtíð Santiago Solari sem knattspyrnustjóra Real Madrid er ráðin eftir tvö töp í röð á móti Barcelona og neyðarlegt tap á móti Ajax í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Á einni viku spilaði Real Madrid sig út úr þremur keppnum og liðið hefur nánast að engu að keppa síðustu þrjá mánuði tímabilsins. Jose Mourinho stýrði Real Madrid liðinu frá 2010 til 2013 en fór þaðan til Chelsea. Mourinho er enn atvinnulaus eftir að hafa verið rekinn frá Manchester United í desember."I have no doubt Mourinho is the first option for the president. He's been called in the last weeks" — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 6, 2019Mourinho gæti nú snúið aftur til Real Madrid eins og hann snéri aftur til Chelsea. Það liðu sex ár á milli stjóratíða hans hjá Chelsea en nú eru einmitt liðin sex ár síðan hann var síðast hjá Real Madrid. „Ég er ekki neinum vafa um að hann sé fyrsti kostur hjá félaginu. Þeir hringdu í hann í síðustu viku. Mourinho var enn stjóri Manchester United þegar Zinedine Zidane fór síðasta vor og þá var ekki rétti tíminn fyrir hann að snúa aftur. Sá tími er kannski kominn núna þar sem hann er laus allra mála,“ sagði Ramon Calderon við Sky Sports. Ramon Calderon var spurður út í aðra mögulega stjóra. „Kannski Mauricio Pochettino. Þeir eru að tala um hann. Það verða örugglega margir orðaðir við félagið á næstu dögum því stuðningsmenn Real Madrid sætta sig ekki við þetta,“ sagði Calderon. Eitthvað þarf að gerast á Santiago Bernabéu.José Mourinho has no problem returning to Real Madrid! "They are the Iconic club" #beINPL#beINMourinho Watch the full discussion here https://t.co/ofDTKjktEK — beIN SPORTS (@beINSPORTS) March 4, 2019„Við erum búnir að fá þrjá eða fjóra mánuði af væli, harmakveini og eftirsjá vegna þess hvernig menn undirbjuggu tímabilið,“ sagði Calderon. Eftir þetta hörmungartímabil þá þarf Florentino Perez, forseti Real Madrid, vissulega að finna alvöru mann til að lægja öldurnar meðal óánægðra stuðningsmanna félagsins. Stuðningsmenn Real Madrid voru að kyrja nafn Jose Mourinho í gær og hann yrði því örugglega vinsæl ráðning. „Það eru miklar líkur á því að Jose Mourinho verði á Real Madrid bekknum á næsta tímabili,“ sagði Calderon.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Sjá meira