Allir leikmenn allra liða Ajax fá jafnhá laun samtals og Bale fær einn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2019 09:30 Gareth Bale kvartar við dómarann á meðan leikmenn Ajax fagna einu af fjórum mörkum sínum á Santiago Bernabéu í gær. Vísir/Getty Sannfærandi sigur Ajax á Real Madrid á Santiago Bernabéu í gærkvöldi verður enn merkilegri þegar farið er að skoða launaumslög leikmanna liðanna tveggja. Marc Overmars, yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajax, ræddi þennan mikla launamun í aðdraganda leiksins. Eftir 2-1 tap á heimavelli í fyrri leiknum héldu nú flestir að það yrði aðeins formsatriði fyrir þrefalda Evrópumeistara að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.Ajax director of football Marc Overmars: 'Our wage budget for the 1st, 2nd and youth team is 28 million. That's as much as Gareth Bale earns in a year. What Real Madrid pays for one player is used for our entire squad.' WHAT a result! pic.twitter.com/fzMghCQMjI — CaughtOffside (@caughtoffside) March 5, 2019 Marc Overmars fór í viðtal við spænska blaðið AS og bennti á þennan mikla mun á rekstri þessara tveggja félaga sem bæði hafa unnið Evrópukeppni meistaraliða oftar en þrisvar sinnum. Gareth Bale er ekki vinsæll meðal stuðningsmanna Real Madrid enda er hans stanslaus borinn saman við Cristiano Ronaldo. Ef eitthvað er ljóst þá er það að velski landsliðsmaðurinn mun aldrei fylla einn í skarð Portúgalans. Real seldi Ronaldo til Juventus fyrir tímabilið og liðið hefur átt skelfilegt tímabil. Það eru líka ofurlaun Bale og áhugaleysi hans á því að læra spænsku sem pirrar bæði liðsfélaga hans sem og alla Real Madrid þjóðina. Samanburður Marc Overmars er heldur ekkert að hjálpa Gareth Bale sem meiddist enn á ný í leiknum í gær og sá til þess að Real Madrid kláraði leikinn nánast manni færri.Marc Overmars bespreekt de financiële verschillen tussen Ajax en Real Madrid en schat de kansen van de Amsterdammers in. https://t.co/uqgdpYIEJl — VI (@VI_nl) March 5, 2019Í viðtalinu við spænska blaðið sagði Marc Overmars að Bale fengi jafnhá laun og allir leikmenn allra liða Ajax, það er leikmenn aðalliðsins, varaliðsins og unglingaliðsins, fá saman í laun. „Ég hef 28 milljón evra fjárhagsáætlun, fyrir aðalliðið, varaliðið og unglingaliðin. Það er jafnmikið og Gareth Bale hefur einn í laun. Real vinnur með 630 milljóna evra fjárhagsáætlun. Við getum aldrei náð því. Það sem Real borgar fyrir einn leikmann það borgum við fyrir öll liðin okkar,“ sagði Marc Overmars. Gareth Bale hefur skorað 13 mörk og gefið 5 stoðsendingar í 34 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili. Hann endaði með 3 mörk og 2 stoðsendingar í 7 leikjum í Meistaradeildinni. Dusan Tadic, sem fór á kostum með Ajax á í gær og átti þátt í þremur mörum (1 mark og 2 stoðsendingar) hefur komið alls að tíu mörkum í átta leikjum í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Dusan Tadic er með 6 mörk og 4 stoðsendingar. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira
Sannfærandi sigur Ajax á Real Madrid á Santiago Bernabéu í gærkvöldi verður enn merkilegri þegar farið er að skoða launaumslög leikmanna liðanna tveggja. Marc Overmars, yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajax, ræddi þennan mikla launamun í aðdraganda leiksins. Eftir 2-1 tap á heimavelli í fyrri leiknum héldu nú flestir að það yrði aðeins formsatriði fyrir þrefalda Evrópumeistara að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.Ajax director of football Marc Overmars: 'Our wage budget for the 1st, 2nd and youth team is 28 million. That's as much as Gareth Bale earns in a year. What Real Madrid pays for one player is used for our entire squad.' WHAT a result! pic.twitter.com/fzMghCQMjI — CaughtOffside (@caughtoffside) March 5, 2019 Marc Overmars fór í viðtal við spænska blaðið AS og bennti á þennan mikla mun á rekstri þessara tveggja félaga sem bæði hafa unnið Evrópukeppni meistaraliða oftar en þrisvar sinnum. Gareth Bale er ekki vinsæll meðal stuðningsmanna Real Madrid enda er hans stanslaus borinn saman við Cristiano Ronaldo. Ef eitthvað er ljóst þá er það að velski landsliðsmaðurinn mun aldrei fylla einn í skarð Portúgalans. Real seldi Ronaldo til Juventus fyrir tímabilið og liðið hefur átt skelfilegt tímabil. Það eru líka ofurlaun Bale og áhugaleysi hans á því að læra spænsku sem pirrar bæði liðsfélaga hans sem og alla Real Madrid þjóðina. Samanburður Marc Overmars er heldur ekkert að hjálpa Gareth Bale sem meiddist enn á ný í leiknum í gær og sá til þess að Real Madrid kláraði leikinn nánast manni færri.Marc Overmars bespreekt de financiële verschillen tussen Ajax en Real Madrid en schat de kansen van de Amsterdammers in. https://t.co/uqgdpYIEJl — VI (@VI_nl) March 5, 2019Í viðtalinu við spænska blaðið sagði Marc Overmars að Bale fengi jafnhá laun og allir leikmenn allra liða Ajax, það er leikmenn aðalliðsins, varaliðsins og unglingaliðsins, fá saman í laun. „Ég hef 28 milljón evra fjárhagsáætlun, fyrir aðalliðið, varaliðið og unglingaliðin. Það er jafnmikið og Gareth Bale hefur einn í laun. Real vinnur með 630 milljóna evra fjárhagsáætlun. Við getum aldrei náð því. Það sem Real borgar fyrir einn leikmann það borgum við fyrir öll liðin okkar,“ sagði Marc Overmars. Gareth Bale hefur skorað 13 mörk og gefið 5 stoðsendingar í 34 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili. Hann endaði með 3 mörk og 2 stoðsendingar í 7 leikjum í Meistaradeildinni. Dusan Tadic, sem fór á kostum með Ajax á í gær og átti þátt í þremur mörum (1 mark og 2 stoðsendingar) hefur komið alls að tíu mörkum í átta leikjum í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Dusan Tadic er með 6 mörk og 4 stoðsendingar.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira