Virði Kerecis gæti verið 11,4 milljarðar króna Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. mars 2019 08:00 Kerecis þróar, framleiðir og markaðssetur vörur til meðhöndlunar á sköðuðum líkamsvef og húð. Mynd/Kerecis Miðað við nýleg viðskipti með hlutabréf í Kerecis er heildarvirði íslenska nýsköpunarfyrirtækisins allt að 95 milljónir dala, jafnvirði tæplega 11,4 milljarða króna, eftir því sem fram kemur í stuttri kynningu sem fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hefur útbúið vegna fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Kerecis og send var fjárfestum í síðasta mánuði. Í fjárfestakynningunni, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að síðustu stóru viðskipti með eignarhlut í Kerecis hafi verið í maí í fyrra þegar um 250 þúsund hlutir gengu kaupum og sölum á gengi sem talið er að hafi verið 13 og 16 dalir á hlut. Námu viðskiptin því á bilinu 390 til 480 milljónum króna sé tekið mið af núverandi gengi krónunnar. Kerecis, sem þróar, framleiðir og markaðssetur vörur til meðhöndlunar á sköðuðum líkamsvef og húð, hyggst afla sér allt að 7,5 milljónum dala, jafnvirði um 900 milljóna króna, með útgáfu nýs hlutafjár síðar í þessum mánuði. Ætlunin er sú, eins og rakið er í fjárfestakynningunni, að nýir hluthafar leggi lækningavörufyrirtækinu til að minnsta kosti 2,5 milljónir dala og mögulega allt að 5 milljónir dala en að afgangurinn af hlutafjáraukningunni komi frá núverandi hluthöfum. Ekki liggur fyrir á hvaða gengi nýtt hlutafé verður selt. Er hlutafjáraukningunni meðal annars ætlað að hraða markaðssetningu á vörum félagsins og stuðla að frekari vexti þess. Tekjur Kerecis námu 4,6 milljónum dala, sem jafngildir um 552 milljónum króna, í fyrra borið saman við 1,7 milljónir dala árið 2017. Er gert ráð fyrir að tekjurnar meira en áttfaldist og verði komnar í 39 milljónir dala, jafnvirði 4,7 milljarða króna, á næsta ári, eftir því sem fram kemur í fjárfestakynningunni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Miðað við nýleg viðskipti með hlutabréf í Kerecis er heildarvirði íslenska nýsköpunarfyrirtækisins allt að 95 milljónir dala, jafnvirði tæplega 11,4 milljarða króna, eftir því sem fram kemur í stuttri kynningu sem fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hefur útbúið vegna fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Kerecis og send var fjárfestum í síðasta mánuði. Í fjárfestakynningunni, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að síðustu stóru viðskipti með eignarhlut í Kerecis hafi verið í maí í fyrra þegar um 250 þúsund hlutir gengu kaupum og sölum á gengi sem talið er að hafi verið 13 og 16 dalir á hlut. Námu viðskiptin því á bilinu 390 til 480 milljónum króna sé tekið mið af núverandi gengi krónunnar. Kerecis, sem þróar, framleiðir og markaðssetur vörur til meðhöndlunar á sköðuðum líkamsvef og húð, hyggst afla sér allt að 7,5 milljónum dala, jafnvirði um 900 milljóna króna, með útgáfu nýs hlutafjár síðar í þessum mánuði. Ætlunin er sú, eins og rakið er í fjárfestakynningunni, að nýir hluthafar leggi lækningavörufyrirtækinu til að minnsta kosti 2,5 milljónir dala og mögulega allt að 5 milljónir dala en að afgangurinn af hlutafjáraukningunni komi frá núverandi hluthöfum. Ekki liggur fyrir á hvaða gengi nýtt hlutafé verður selt. Er hlutafjáraukningunni meðal annars ætlað að hraða markaðssetningu á vörum félagsins og stuðla að frekari vexti þess. Tekjur Kerecis námu 4,6 milljónum dala, sem jafngildir um 552 milljónum króna, í fyrra borið saman við 1,7 milljónir dala árið 2017. Er gert ráð fyrir að tekjurnar meira en áttfaldist og verði komnar í 39 milljónir dala, jafnvirði 4,7 milljarða króna, á næsta ári, eftir því sem fram kemur í fjárfestakynningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira