Kaupin sögð jafngilda stríðsyfirlýsingu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. mars 2019 09:00 Hlutabréf í Air France-KLM, einu stærsta flugfélagi heims, hrundu í verði eftir að hollenska ríkið eignaðist hlut í því í síðustu viku. Hollendingar segjast með kaupunum vilja verja hagsmuni sína. Getty/Nicolas Economou Það kom flatt upp á franska forsetann Emmanuel Macron þegar hollenski forsætisráðherrann Mark Rutte lét þess getið í lok símtals þeirra þriðjudagskvöldið í síðustu viku að hollenska ríkið hefði keypt hlutabréf Air France-KLM og hygðist eignast jafn stóran hlut, um fjórtán prósent, og franska ríkið fer með í fransk-hollenska flugfélaginu. Klukkutíma síðar var tilkynnt opinberlega um hlutabréfakaupin. Óhætt er að segja að fregnunum hafi verið illa tekið í Parísarborg. Bruno Le Maire, fjármála- og efnahagsráðherra Frakklands, sagði kaupin „óskiljanleg“ og Macron sagðist ætla að krefjast útskýringa á þeim. Ýmis fúkyrði voru látin falla af hálfu franskra embættismanna og þá sagði pistlahöfundur franska dagblaðsins Le Monde aðgerðir hollenskra yfirvalda jafngilda „stríðsyfirlýsingu“. „Þetta eru milliríkjasamskipti sem við höfum aldrei séð áður,“ sagði ráðgjafi í franska fjármálaráðuneytinu í samtali við Financial Times. Kaup hollenska ríkisins á eignarhlut í þessari næststærstu flugfélagasamstæðu í Evrópu, sé miðað við farþegafjölda, lögðust ekki aðeins illa í franska embættis- og stjórnmálamenn, heldur jafnframt í fjárfesta en til marks um það hríðféllu hlutabréf í flugfélaginu um allt að fimmtán prósent í verði daginn eftir að tilkynnt var um kaupin. Óttast greinendur og fjárfestar að átök geti skapast á milli stjórnvalda í Frakklandi og Hollandi um eignarhaldið á flugfélaginu með neikvæðum áhrifum á rekstur og samkeppnisstöðu félagsins. „Við höfum áhyggjur af því að ólíkir hagsmunir ríkjanna muni minnka líkurnar á því að félaginu takist að komast í gegnum nauðsynlega endurskipulagningu,“ segir Daniel Roeska, greinandi hjá Bernstein.Vilja verja mikilvæg fyrirtæki Áform hollensku ríkisstjórnarinnar um að eignast svo stóran hlut, að virði um 700 milljónir evra, í Air France-KLM kemur ekki hvað síst á óvart í ljósi þess hve mikla áherslu ríkisstjórnir landsins hafa lagt á einkavæðingu ríkisfyrirtækja síðustu árin. Viðmælendur Financial Times benda hins vegar á að áform Hollendinga séu í ágætu samræmi við áherslubreytingar á meðal stjórnmálamanna víðs vegar um Evrópu sem tala nú í auknum mæli fyrir meiri ríkisafskiptum af fyrirtækjum sem talin eru kerfislega eða jafnvel samfélagslega mikilvæg. Aðeins eru fáeinar vikur síðan stjórnvöld í Frakklandi og Þýskalandi kölluðu eftir því að evrópskum samkeppnislögum yrði umbylt til þess að hægt yrði að búa til „evrópskan iðnaðarrisa“ til þess að sporna gegn vaxandi umsvifum kínverskra ríkisfyrirtækja í Evrópu. Pepijn Bergsen, pólitískur ráðgjafi hjá Flint Global, segir það ólíkt hollenskum stjórnvöldum að kaupa hlutabréf í einkafyrirtæki. Það sé eitthvað sem tíðkist fremur í Frakklandi. Hollendingar, sem hafi áður verið „dyggir varðmenn“ frjálsra markaða, kjósi nú hins vegar fremur að „standa vörð um þeirra mikilvægu atvinnuvegi og fyrirtæki“. Viðmælendur Financial Times í hollenska stjórnkerfinu taka fram að þarlend stjórnvöld hafi, án þess að hafa hátt um það, breytt á undanförnum misserum stefnu sinni þegar komi að kerfislega mikilvægum atvinnugreinum. „Við getum ekki lengur verið einfeldningsleg,“ segir hollenskur embættismaður. Hollensk stjórnvöld eru efins um þau áform franskra og þýskra stjórnvalda að breyta evrópskum samkeppnislögum í kjölfar þess að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ógilti í síðasta mánuði samruna lestaframleiðendanna Siemens og Alstom. Þau taka hins vegar undir með frönskum stjórnvöldum að Evrópusambandið verði að vera „ákveðnara“ þegar komi að því að verja atvinnuvegi sína og störf, að sögn embættismannsins.Vaxandi spenna Nokkur spenna hefur verið í samskiptum stjórnenda Air France annars vegar og KLM hins vegar eftir að félögin voru sameinuð árið 2004. Þrátt fyrir sameininguna eru félögin eftir sem áður rekin undir eigin merkjum. Hollenskir stjórnendur KLM hafa lengi kvartað yfir vaxandi áhrifum hinna frönsku stjórnenda Air France á mikilvægar ákvarðanir innan samstæðunnar. Það skjóti skökku við í ljósi þess að rekstur hollenska dótturfélagsins hafi gengið mun betur en þess franska. Gremja Hollendinganna náði hámarki á síðasta ári þegar þáverandi forstjóri móðurfélagsins, hinn franski Jean-Marc Janaillac, neyddist til þess að segja starfi sínu lausu eftir að kjaraviðræður félagsins við franska flugmenn þess fóru út um þúfur. Wopke Hoekstra, fjármálaráðherra Hollands, skaut föstum skotum á stjórnendur franska dótturfélagsins í liðinni viku þegar hann sagðist ætla að leita leiða til þess að „bæta rekstur“ félagsins. Hollensk stjórnvöld íhuguðu það fyrst fyrir um tveimur árum að eignast hlut í Air France-KLM til þess að mynda mótvægi við völd Frakkanna innan flugfélagsins. Lagði Jeroen Dijsselbloem, þáverandi fjármálaráðherra Hollands, meira að segja til við franska fjármálaráðherrann Le Maire á haustmánuðum 2017 að hollenska ríkið keypti hluta af eignarhlut franska ríkisins í félaginu. Þær þreifingar báru ekki árangur. Að sögn þeirra sem þekkja vel til mála snúa áhyggjur hollenskra stjórnvalda fyrst og fremst að því að þeim takist ekki að vernda Schipol-alþjóðaflugvöllinn í Amsterdam en völlurinn, sem er aðalflugvöllur KLM, skapar um 65 þúsund störf og er flogið frá honum til meira en 300 áfangastaða víða um heim. „Við viljum sitja við borðið og ekki láta koma okkur á óvart,“ segir Cora van Nieuwenhuizen, ráðherra innviðamála í Hollandi. Fregnir síðustu viku auka, að mati greinenda og stjórnmálaskýrenda, líkurnar á því að stjórnmálamenn fari að hafa afskipti af daglegum rekstri Air France-KLM. Roeska hjá Bernstein segist jafnframt óttast að aukin átök á vettvangi stjórnar flugfélagsins, en hollenska ríkið hyggst fá fulltrúa sinn kjörinn í stjórnina, muni gera forstjóranum Ben Smith erfiðara fyrir að marka félaginu skýra stefnu til framtíðar. Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Fréttir af flugi Holland Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Það kom flatt upp á franska forsetann Emmanuel Macron þegar hollenski forsætisráðherrann Mark Rutte lét þess getið í lok símtals þeirra þriðjudagskvöldið í síðustu viku að hollenska ríkið hefði keypt hlutabréf Air France-KLM og hygðist eignast jafn stóran hlut, um fjórtán prósent, og franska ríkið fer með í fransk-hollenska flugfélaginu. Klukkutíma síðar var tilkynnt opinberlega um hlutabréfakaupin. Óhætt er að segja að fregnunum hafi verið illa tekið í Parísarborg. Bruno Le Maire, fjármála- og efnahagsráðherra Frakklands, sagði kaupin „óskiljanleg“ og Macron sagðist ætla að krefjast útskýringa á þeim. Ýmis fúkyrði voru látin falla af hálfu franskra embættismanna og þá sagði pistlahöfundur franska dagblaðsins Le Monde aðgerðir hollenskra yfirvalda jafngilda „stríðsyfirlýsingu“. „Þetta eru milliríkjasamskipti sem við höfum aldrei séð áður,“ sagði ráðgjafi í franska fjármálaráðuneytinu í samtali við Financial Times. Kaup hollenska ríkisins á eignarhlut í þessari næststærstu flugfélagasamstæðu í Evrópu, sé miðað við farþegafjölda, lögðust ekki aðeins illa í franska embættis- og stjórnmálamenn, heldur jafnframt í fjárfesta en til marks um það hríðféllu hlutabréf í flugfélaginu um allt að fimmtán prósent í verði daginn eftir að tilkynnt var um kaupin. Óttast greinendur og fjárfestar að átök geti skapast á milli stjórnvalda í Frakklandi og Hollandi um eignarhaldið á flugfélaginu með neikvæðum áhrifum á rekstur og samkeppnisstöðu félagsins. „Við höfum áhyggjur af því að ólíkir hagsmunir ríkjanna muni minnka líkurnar á því að félaginu takist að komast í gegnum nauðsynlega endurskipulagningu,“ segir Daniel Roeska, greinandi hjá Bernstein.Vilja verja mikilvæg fyrirtæki Áform hollensku ríkisstjórnarinnar um að eignast svo stóran hlut, að virði um 700 milljónir evra, í Air France-KLM kemur ekki hvað síst á óvart í ljósi þess hve mikla áherslu ríkisstjórnir landsins hafa lagt á einkavæðingu ríkisfyrirtækja síðustu árin. Viðmælendur Financial Times benda hins vegar á að áform Hollendinga séu í ágætu samræmi við áherslubreytingar á meðal stjórnmálamanna víðs vegar um Evrópu sem tala nú í auknum mæli fyrir meiri ríkisafskiptum af fyrirtækjum sem talin eru kerfislega eða jafnvel samfélagslega mikilvæg. Aðeins eru fáeinar vikur síðan stjórnvöld í Frakklandi og Þýskalandi kölluðu eftir því að evrópskum samkeppnislögum yrði umbylt til þess að hægt yrði að búa til „evrópskan iðnaðarrisa“ til þess að sporna gegn vaxandi umsvifum kínverskra ríkisfyrirtækja í Evrópu. Pepijn Bergsen, pólitískur ráðgjafi hjá Flint Global, segir það ólíkt hollenskum stjórnvöldum að kaupa hlutabréf í einkafyrirtæki. Það sé eitthvað sem tíðkist fremur í Frakklandi. Hollendingar, sem hafi áður verið „dyggir varðmenn“ frjálsra markaða, kjósi nú hins vegar fremur að „standa vörð um þeirra mikilvægu atvinnuvegi og fyrirtæki“. Viðmælendur Financial Times í hollenska stjórnkerfinu taka fram að þarlend stjórnvöld hafi, án þess að hafa hátt um það, breytt á undanförnum misserum stefnu sinni þegar komi að kerfislega mikilvægum atvinnugreinum. „Við getum ekki lengur verið einfeldningsleg,“ segir hollenskur embættismaður. Hollensk stjórnvöld eru efins um þau áform franskra og þýskra stjórnvalda að breyta evrópskum samkeppnislögum í kjölfar þess að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ógilti í síðasta mánuði samruna lestaframleiðendanna Siemens og Alstom. Þau taka hins vegar undir með frönskum stjórnvöldum að Evrópusambandið verði að vera „ákveðnara“ þegar komi að því að verja atvinnuvegi sína og störf, að sögn embættismannsins.Vaxandi spenna Nokkur spenna hefur verið í samskiptum stjórnenda Air France annars vegar og KLM hins vegar eftir að félögin voru sameinuð árið 2004. Þrátt fyrir sameininguna eru félögin eftir sem áður rekin undir eigin merkjum. Hollenskir stjórnendur KLM hafa lengi kvartað yfir vaxandi áhrifum hinna frönsku stjórnenda Air France á mikilvægar ákvarðanir innan samstæðunnar. Það skjóti skökku við í ljósi þess að rekstur hollenska dótturfélagsins hafi gengið mun betur en þess franska. Gremja Hollendinganna náði hámarki á síðasta ári þegar þáverandi forstjóri móðurfélagsins, hinn franski Jean-Marc Janaillac, neyddist til þess að segja starfi sínu lausu eftir að kjaraviðræður félagsins við franska flugmenn þess fóru út um þúfur. Wopke Hoekstra, fjármálaráðherra Hollands, skaut föstum skotum á stjórnendur franska dótturfélagsins í liðinni viku þegar hann sagðist ætla að leita leiða til þess að „bæta rekstur“ félagsins. Hollensk stjórnvöld íhuguðu það fyrst fyrir um tveimur árum að eignast hlut í Air France-KLM til þess að mynda mótvægi við völd Frakkanna innan flugfélagsins. Lagði Jeroen Dijsselbloem, þáverandi fjármálaráðherra Hollands, meira að segja til við franska fjármálaráðherrann Le Maire á haustmánuðum 2017 að hollenska ríkið keypti hluta af eignarhlut franska ríkisins í félaginu. Þær þreifingar báru ekki árangur. Að sögn þeirra sem þekkja vel til mála snúa áhyggjur hollenskra stjórnvalda fyrst og fremst að því að þeim takist ekki að vernda Schipol-alþjóðaflugvöllinn í Amsterdam en völlurinn, sem er aðalflugvöllur KLM, skapar um 65 þúsund störf og er flogið frá honum til meira en 300 áfangastaða víða um heim. „Við viljum sitja við borðið og ekki láta koma okkur á óvart,“ segir Cora van Nieuwenhuizen, ráðherra innviðamála í Hollandi. Fregnir síðustu viku auka, að mati greinenda og stjórnmálaskýrenda, líkurnar á því að stjórnmálamenn fari að hafa afskipti af daglegum rekstri Air France-KLM. Roeska hjá Bernstein segist jafnframt óttast að aukin átök á vettvangi stjórnar flugfélagsins, en hollenska ríkið hyggst fá fulltrúa sinn kjörinn í stjórnina, muni gera forstjóranum Ben Smith erfiðara fyrir að marka félaginu skýra stefnu til framtíðar.
Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Fréttir af flugi Holland Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira