Vantaði töluvert upp á grunngildin hjá okkur Hjörvar Ólafsson skrifar 5. mars 2019 09:45 Dagný Brynjarsdóttir í leiknum í gær. vísir/getty Íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu var kippt niður á jörðina þegar liðið mætti Skotlandi í vináttulandsleik á Algarve-mótinu á Portúgal í gær. Lokatölur í leiknum urðu 4-1 Skotlandi í vil en skoska liðið hafði 2-0 forystu í hálfleik. Það var Sara Björk Gunnarsdóttir sem skoraði mark íslenska liðsins með góðu skoti eftir fínan undirbúning frá Svövu Rós Guðmundsdóttur sem fékk tækifæri í framlínu íslenska liðsins í leiknum. Jón Þór Hauksson og Ian David Jeffs gerðu sex breytingar á byrjunarliði sínu frá jafntef linu við Kanada í fyrsta leik mótsins. Þá gerðu þeir sömuleiðis sex skiptingar í leiknum, tvær í hálfleik og fjórar í seinni hálfleik. Þeir hyggjast halda áfram að skipta mínútum milli leikmannahópsins, eins og planið var fyrir ferðina, í leiknum um sæti á mótinu á morgun. „Við vorum bara ekki að spila vel sem lið í þessum leik. Frammistaðan var bara eins og úrslitin gefa til kynna. Við náðum ekki að kalla fram þau einkenni sem hafa einkennt liðið undanfarin ár. Það er grimmd í návígjum, varnarskipulag og þá vörðumst við illa í föstum leikatriðum,“ sagði Jón Þór í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. „Við erum svo að freista þess að halda boltanum betur innan liðsins og vera hugrakkari í að spila boltanum út úr erfiðum stöðum. Það gekk ekki nógu vel í þessum leik og við vorum að missa boltann klaufalega trekk í trekk og senda hann til þeirra jafnvel þótt við værum ekki undir pressu. Þær refsuðu nokkrum sinnum fyrir þau mistök,“ sagði Jón Þór enn fremur um spilamennsku íslenska liðsins í leiknum. „Það er meðvituð stefna bæði hjá yngri landsliðum og A-landsliðinu að vera betri í því að spila boltanum á milli línanna og þora að fá boltann í erfiðum stöðum og leysa á annan hátt en að beita löngum sendingum. Við hvikum ekkert frá þeirri stefnu þrátt fyrir að hafa tapað illa í þessum leik og það hafi gengið brösuglega í þetta skiptið. Nú er bara að bretta upp ermar og halda áfram að vinna í því að koma leikmönnum út úr skelinni og bæta þær í því að losa pressu með þeim hætti sem við viljum innleiða. Það er gömul saga og ný hjá íslenskum landsliðum að þetta er vandamál og við hyggjumst tækla vandamálið í staðinn fyrir að fela það,“ segir hann um lærdóminn sem liðið tekur af leiknum. „Þetta var einnig þörf áminning fyrir okkur að ef að við erum ekki með grunnatriðin á hreinu þá fer illa. Það er ekki nóg að ætla að bæta sóknarleikinn og vinna leiki út frá því að spila boltanum vel á milli sín. Það þarf alltaf að berjast, spila skipulagðan varnarleik og vera fastar fyrir í návígi alls staðar á vellinum ef vel á að fara,“ sagði Jón Þór enn fremur um það sem hann tekur út úr leiknum. Margrét Lára Viðarsdóttir lék sinn fyrsta landsleik í tæp tvö ár og Dagný Brynjarsdóttir spilaði aftur í tíu mínútur eftir að hafa verið fjarverandi frá haustinu 2017. Jón Þór segir að þessir leikmenn séu töluvert frá sínu besta formi en jákvætt sé að undankeppni EM 2021 hefjist ekki fyrr en næsta haust. „Við bindum vonir við það að Dagný komist á skrið á undirbúningstímabilinu í Bandaríkjunum og leiki stórt hlutverk hjá Portland Thorns í framhaldinu. Sömuleiðis vonum við að Margrét Lára standi sig vel með Val í sumar. Þær eru báðar mikilvægar í okkar framtíðarplönum og það væri óskandi að þær væru komnar í sitt besta form þegar undankeppnin hefst um mánaðamótin ágúst og september síðar á þessu ári,“ segir þjálfarinn um framhaldið. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fyrsta tap stelpnanna undir stjórn Jóns Þórs var skellur á móti Skotum Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu steinlá 4-1 á móti Skotum í öðrum leik sínum i Algarve-bikarnum í dag. 4. mars 2019 15:58 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu var kippt niður á jörðina þegar liðið mætti Skotlandi í vináttulandsleik á Algarve-mótinu á Portúgal í gær. Lokatölur í leiknum urðu 4-1 Skotlandi í vil en skoska liðið hafði 2-0 forystu í hálfleik. Það var Sara Björk Gunnarsdóttir sem skoraði mark íslenska liðsins með góðu skoti eftir fínan undirbúning frá Svövu Rós Guðmundsdóttur sem fékk tækifæri í framlínu íslenska liðsins í leiknum. Jón Þór Hauksson og Ian David Jeffs gerðu sex breytingar á byrjunarliði sínu frá jafntef linu við Kanada í fyrsta leik mótsins. Þá gerðu þeir sömuleiðis sex skiptingar í leiknum, tvær í hálfleik og fjórar í seinni hálfleik. Þeir hyggjast halda áfram að skipta mínútum milli leikmannahópsins, eins og planið var fyrir ferðina, í leiknum um sæti á mótinu á morgun. „Við vorum bara ekki að spila vel sem lið í þessum leik. Frammistaðan var bara eins og úrslitin gefa til kynna. Við náðum ekki að kalla fram þau einkenni sem hafa einkennt liðið undanfarin ár. Það er grimmd í návígjum, varnarskipulag og þá vörðumst við illa í föstum leikatriðum,“ sagði Jón Þór í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. „Við erum svo að freista þess að halda boltanum betur innan liðsins og vera hugrakkari í að spila boltanum út úr erfiðum stöðum. Það gekk ekki nógu vel í þessum leik og við vorum að missa boltann klaufalega trekk í trekk og senda hann til þeirra jafnvel þótt við værum ekki undir pressu. Þær refsuðu nokkrum sinnum fyrir þau mistök,“ sagði Jón Þór enn fremur um spilamennsku íslenska liðsins í leiknum. „Það er meðvituð stefna bæði hjá yngri landsliðum og A-landsliðinu að vera betri í því að spila boltanum á milli línanna og þora að fá boltann í erfiðum stöðum og leysa á annan hátt en að beita löngum sendingum. Við hvikum ekkert frá þeirri stefnu þrátt fyrir að hafa tapað illa í þessum leik og það hafi gengið brösuglega í þetta skiptið. Nú er bara að bretta upp ermar og halda áfram að vinna í því að koma leikmönnum út úr skelinni og bæta þær í því að losa pressu með þeim hætti sem við viljum innleiða. Það er gömul saga og ný hjá íslenskum landsliðum að þetta er vandamál og við hyggjumst tækla vandamálið í staðinn fyrir að fela það,“ segir hann um lærdóminn sem liðið tekur af leiknum. „Þetta var einnig þörf áminning fyrir okkur að ef að við erum ekki með grunnatriðin á hreinu þá fer illa. Það er ekki nóg að ætla að bæta sóknarleikinn og vinna leiki út frá því að spila boltanum vel á milli sín. Það þarf alltaf að berjast, spila skipulagðan varnarleik og vera fastar fyrir í návígi alls staðar á vellinum ef vel á að fara,“ sagði Jón Þór enn fremur um það sem hann tekur út úr leiknum. Margrét Lára Viðarsdóttir lék sinn fyrsta landsleik í tæp tvö ár og Dagný Brynjarsdóttir spilaði aftur í tíu mínútur eftir að hafa verið fjarverandi frá haustinu 2017. Jón Þór segir að þessir leikmenn séu töluvert frá sínu besta formi en jákvætt sé að undankeppni EM 2021 hefjist ekki fyrr en næsta haust. „Við bindum vonir við það að Dagný komist á skrið á undirbúningstímabilinu í Bandaríkjunum og leiki stórt hlutverk hjá Portland Thorns í framhaldinu. Sömuleiðis vonum við að Margrét Lára standi sig vel með Val í sumar. Þær eru báðar mikilvægar í okkar framtíðarplönum og það væri óskandi að þær væru komnar í sitt besta form þegar undankeppnin hefst um mánaðamótin ágúst og september síðar á þessu ári,“ segir þjálfarinn um framhaldið.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fyrsta tap stelpnanna undir stjórn Jóns Þórs var skellur á móti Skotum Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu steinlá 4-1 á móti Skotum í öðrum leik sínum i Algarve-bikarnum í dag. 4. mars 2019 15:58 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Sjá meira
Fyrsta tap stelpnanna undir stjórn Jóns Þórs var skellur á móti Skotum Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu steinlá 4-1 á móti Skotum í öðrum leik sínum i Algarve-bikarnum í dag. 4. mars 2019 15:58