Versnandi samband Kanada og Kína Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. mars 2019 08:00 Deila Kanadamanna og Kínverja snýst að mestu um Huawei. Nordicphotos/Getty Yfirvöld í Kína hafa ákært Kanadamennina Michael Kovrig, fyrrverandi erindreka, og Michael Spavor athafnamann fyrir njósnir. Ákærurnar eru hluti af versnandi samskiptum ríkjanna tveggja en Kovrig og Spavor voru handteknir í desember eftir að Kanadamenn handtóku Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei. Kovrig er nánar tiltekið sakaður um „njósnir og að stela ríkisleyndarmálum fyrir erlenda aðila“ og Spavor á að hafa „gefið Kovrig upplýsingar“. Einnig dró til tíðinda á hinni hlið málsins í gær. Greint var frá því að Meng hefði á föstudag höfðað einkamál gegn kanadísku ríkisstjórninni, landamæragæslu og lögreglu fyrir „alvarleg brot“ á grundvallarmannréttindum sínum. Hún sakar yfirvöld um að hafa leitað á sér og yfirheyrt undir fölsku yfirskini. Meng var handtekin að beiðni Bandaríkjamanna en þar sætir hún, líkt og fyrirtækið, ákæru fyrir meðal annars bankasvindl. Hún er enn í Kanada, var látin laus gegn tryggingu, en mætir fyrir dóm á morgun þar sem til stendur að kveða upp úrskurð um hvort Kanadamenn megi framselja hana suður til Bandaríkjanna. Ef svo er mun dómsmálaráðherra Kanada taka endanlega ákvörðun um hvort hún verður framseld. Kínverjar hafa lagst gegn framsalinu. Samkvæmt BBC hafa þeir sagt að um sé að ræða „misnotkun á tvíhliða framsalssamningi“ og tjáð Kanadamönnum alvarlegar áhyggjur sínar af stöðunni. Einnig hafa þeir líkt ásökununum gegn Huawei við nornaveiðar. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Kína Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Yfirvöld í Kína hafa ákært Kanadamennina Michael Kovrig, fyrrverandi erindreka, og Michael Spavor athafnamann fyrir njósnir. Ákærurnar eru hluti af versnandi samskiptum ríkjanna tveggja en Kovrig og Spavor voru handteknir í desember eftir að Kanadamenn handtóku Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei. Kovrig er nánar tiltekið sakaður um „njósnir og að stela ríkisleyndarmálum fyrir erlenda aðila“ og Spavor á að hafa „gefið Kovrig upplýsingar“. Einnig dró til tíðinda á hinni hlið málsins í gær. Greint var frá því að Meng hefði á föstudag höfðað einkamál gegn kanadísku ríkisstjórninni, landamæragæslu og lögreglu fyrir „alvarleg brot“ á grundvallarmannréttindum sínum. Hún sakar yfirvöld um að hafa leitað á sér og yfirheyrt undir fölsku yfirskini. Meng var handtekin að beiðni Bandaríkjamanna en þar sætir hún, líkt og fyrirtækið, ákæru fyrir meðal annars bankasvindl. Hún er enn í Kanada, var látin laus gegn tryggingu, en mætir fyrir dóm á morgun þar sem til stendur að kveða upp úrskurð um hvort Kanadamenn megi framselja hana suður til Bandaríkjanna. Ef svo er mun dómsmálaráðherra Kanada taka endanlega ákvörðun um hvort hún verður framseld. Kínverjar hafa lagst gegn framsalinu. Samkvæmt BBC hafa þeir sagt að um sé að ræða „misnotkun á tvíhliða framsalssamningi“ og tjáð Kanadamönnum alvarlegar áhyggjur sínar af stöðunni. Einnig hafa þeir líkt ásökununum gegn Huawei við nornaveiðar.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Kína Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira