Solskjær vill upplifa Tórínó 1999 í París á miðvikudaginn Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2019 09:00 Ole Gunnar Solskjær með Andy Cole og Nicky Butt eftir sigurinn fræga í Tórínó 1999. vísir/getty Ole Gunnar Solskjær, bráðabirgðastjóri Manchester United, er aðeins búinn að tapa einum leik af sextán eftir að hann tók við liðinu í desember en það var í Meistaradeildinni á heimavelli gegn Paris Saint-Germain. Parísarliðið fór illa með United á Old Trafford og vann, 2-0, en seinni leikur liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar fer fram á Prinsavöllum í París á miðvikudagskvöldið. United þarf að töfra fram ævintýralega frammistöðu þar til að komast áfram en liðið verður án Paul Pogba sem fékk rautt spjald í fyrri leiknum og tekur út bann. Þá eru tæplega tíu leikmenn liðsins meiddir. „Ég verð að segja að leikmennirnir hafa fulla trúa á verkefninu þrátt fyrir að við séum 2-0 undir. Við vitum að þetta verður erfitt. Við spiluðum við þá heima og þeir eru með gott lið auk þess erum við með marga meidda,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi eftir sigurinn á Southampton um helgina. „Við verðum bara að láta reyna á þetta. Þetta er fjall sem við þurfum að klífa en við erum með góða leikmenn. Við skulum bara sjá til hversu margir verða klárir í slaginn en meiðslin eru kannski það stærsta í þessu.“ Ole Gunnar átti stóran þátt í Meistaradeildarsigri United fyrir 20 árum síðan en liðið vann þá ótrúlegan 3-2 sigur á Juventus í Tórínó í seinni leik liðanna í undanúrslitum keppninnar eftir að lenda snemma 2-0 undir. Hann vill sjá aðra eins frammistöðu á miðvikudaginn. „Við gerðum 1-1 jafntefli heima og lentum svo 2-0 undir á fyrstu tíu mínútunum og þá héldu allir að við værum úr leik. En, síðan skorar maður eitt mark á útivelli og allt í einu var staðan orðin 2-2. Þá vorum við komnir áfram og þeir fóru að stressast upp. Við verðum að skora í París en ef við skorum snemma eigum við séns,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, bráðabirgðastjóri Manchester United, er aðeins búinn að tapa einum leik af sextán eftir að hann tók við liðinu í desember en það var í Meistaradeildinni á heimavelli gegn Paris Saint-Germain. Parísarliðið fór illa með United á Old Trafford og vann, 2-0, en seinni leikur liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar fer fram á Prinsavöllum í París á miðvikudagskvöldið. United þarf að töfra fram ævintýralega frammistöðu þar til að komast áfram en liðið verður án Paul Pogba sem fékk rautt spjald í fyrri leiknum og tekur út bann. Þá eru tæplega tíu leikmenn liðsins meiddir. „Ég verð að segja að leikmennirnir hafa fulla trúa á verkefninu þrátt fyrir að við séum 2-0 undir. Við vitum að þetta verður erfitt. Við spiluðum við þá heima og þeir eru með gott lið auk þess erum við með marga meidda,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi eftir sigurinn á Southampton um helgina. „Við verðum bara að láta reyna á þetta. Þetta er fjall sem við þurfum að klífa en við erum með góða leikmenn. Við skulum bara sjá til hversu margir verða klárir í slaginn en meiðslin eru kannski það stærsta í þessu.“ Ole Gunnar átti stóran þátt í Meistaradeildarsigri United fyrir 20 árum síðan en liðið vann þá ótrúlegan 3-2 sigur á Juventus í Tórínó í seinni leik liðanna í undanúrslitum keppninnar eftir að lenda snemma 2-0 undir. Hann vill sjá aðra eins frammistöðu á miðvikudaginn. „Við gerðum 1-1 jafntefli heima og lentum svo 2-0 undir á fyrstu tíu mínútunum og þá héldu allir að við værum úr leik. En, síðan skorar maður eitt mark á útivelli og allt í einu var staðan orðin 2-2. Þá vorum við komnir áfram og þeir fóru að stressast upp. Við verðum að skora í París en ef við skorum snemma eigum við séns,“ sagði Ole Gunnar Solskjær.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Sjá meira