Lífið

Þetta höfðu landsmenn að segja um frammistöðu keppenda í Söngvakeppninni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fimm atriði keppa um eitt sæti.
Fimm atriði keppa um eitt sæti. Mynd/RÚV
Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöll í kvöld en líkt og fyrri ár hafa áhorfendur farið á kostum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. Útsendingin hófst á langri ræðu sjónvarpsmannsins Gísla Marteins Baldurssonar þar sem hann skartaði stórum heyrnartólum með hljóðnema.

Gísli Marteinn hóf ræðuna á því að telja upp nöfn bæja og þorpa á Íslandi. Anna Margrét Pálsdóttir kom með nokkuð góðan punkt í tengslum við það.

Notandi að nafi Sexygeir gat þó tengt upptalningu Gísla Marteins við sjónvarpssöguna, hún er upprunin úr Áramótaskaupinu frá 1985.

Friðrik Ómar reið á vaðið með lagi sínu Hvað ef ég get ekki elskað. Alhvítur klæðnaðir hans vakti athygli tístara. Og líka sönghæfileikar hans.

Kristín Bærendsen steig næst á svið með laginu Mama Said. Að mati tístara var ákveðið James Bond þema í laginu. Þá vakti gítar hennar talsverða athygli.

Næst steig á svið Tara Mobee með lagið Fighting for Love. Tístarar voru sammála um að hún ætti framtíðina fyrir sér.

Þá var röðin komin að Eurovision-reynsluboltanum Heru Björk með lagið Move on. Þar þótti tísturum Bond-þemað einnig koma við sögu.

Hatari lokaði kvöldinu og líklega vakti kökugerð þeirra í atriðinu áður en þeir stigu á svið mesta athygli enda virtist hún sótt í smiðju Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins.

Landsmenn greiða nú atkvæði um hvaða tvö atriði fara áfram í Einvígið. Hér að neðan má sjá brot af því besta úr umræðunni á #12stig á Twitter.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×