Handbolti

Tap hjá Vigni og félögum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Vignir í eldlínunni.
Vignir í eldlínunni. vísir/getty
Vignir Svavarsson skoraði þrjú mörk fyrir Hostebro í þriggja marka tapi fyrir Porto í EHF bikarnum í handbolta í dag.

Heimamenn í portúgalska liðinu skoruðu fyrsta mark leiksins og voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn. Það var hins vegar mjótt á mununum og aðeins munaði einu marki í hálfleik 13-12.

Seinni hálfleikur spilaðist eins og sá fyrri til að byrja með, Porto var með yfirhöndina en dönsku gestirnir aldrei langt undan. Þegar seinni hálfleikur var um hálfnaður náðu heimamenn að keyra upp muninn og fóru að lokum með þægilegan 32-29 sigur.

Liðin spila í C-riðli og er Porto eftir leikinn enn með fullt hús eftir fjórar umferðir og trónir á toppnum. Holstebro var fyrir leikinn með tvö stig, líkt og Dobrogea og Liberbank sem mætast á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×