Dr. Siggú bjargar körlum í krísu Þórarinn Þórarinsson skrifar 19. mars 2019 08:15 Sigrún Mjöll hefur verið kölluð Siggú frá því hún var krakki. "Og ég er með doktorsgráðu þannig að ég er alveg lögleg,“ segir hún um tilurð þess að hún varð Dr. Siggú, matvælafræðingur og markþjálfi. Fréttablaðið/Stefán Sigrún Mjöll Halldórsdóttir er matvælafræðingur og markþjálfi sem fer sínar eigin leiðir þegar hún leiðbeinir fólki sem leitar leiða til þess að breyta sjálfu sér og lífi sínu til hins betra. Sigrún, sem kallar sig Doctor Siggú, notar markþjálfun til þess að leiðbeina fólki og byggir einnig á innsæi og eigin reynslu og sigrum sem hún hefur unnið í baráttunni við sjálfa sig. „Hugmyndafræði mín gengur út á einstaklingsmiðaða ráðgjöf og ég sérsníð meðferðina að hverjum og einum. Ég er náttúrlega alger lífsstílsgúru þannig að ég horfi á lífsstílinn og nota markþjálfunina með,“ segir Siggú. „Fólk er svo ofboðslega ólíkt og með svo ólíkar þarfir og það er svo erfitt að ætla bara að breyta öllu strax. Það gengur ekki að segja fólki að fara bara og kaupa sér kotasælu og brokkólí ef það hefur aldrei gert það áður.“ Fólk sem leitar til Siggúar gerir það þó af innri þörf fyrir breytingar og þá fer hún yfir lífsstílinn, sem hún telur grunninn að öllu, með því. Hún segir algengt að fólk vilji léttast, hætta óhóflegu skyndibitaáti og laga svefninn sem oft er í tómu rugli.Karlar í kreppu Siggú segir aðspurð að alls konar fólk leiti til hennar en allir eigi þó sameiginlegt að finnast þeir vera komnir í öngstræti og þrái breytingu og betra líf. „Karlmenn, svona frá þrítugu til fimmtugs, leita mikið til mín. Þeir eru oft einhleypir, borða mikinn skyndibita, vaka lengi fram eftir. Þeim finnst þeir þurfa einhvern veginn að taka til í lífsstílnum en vita ekki alveg hvar þeir eiga að byrja,“ segir Siggú. „Þeir finna bara þörfina til þess að gera breytingar og mér finnst bara æðislegt að geta náð til þessa hóps vegna þess að þeir týnast stundum svolítið,“ segir Siggú og nefnir sem dæmi að þunglyndi sé algengt hjá körlum á þessum aldri. Fólk er oft rótfast í neikvæðum lífsstíl en Siggú segir aðspurð að öllum sé viðbjargandi. „Já, já, það er alveg klárt en viljinn verður að vera fyrir hendi. Maður þarf alltaf að byrja sjálfur á sjálfum sér. Ég eða einhver annar er ekki að fara að breyta þér. Það ert þú sem breytir þér en þú getur fengið aðstoð og þeir sem vilja leita til mín geta fundið mig á Facebook þar sem ég kalla mig Doctor Siggù Life Coach.“Mögnuð markþjálfun Siggú segir að fólk viti stundum ekkert hvað það vilji í raun og veru og byrji oft á því að „nöldra og kvarta“ og hún fari þá í gegnum þann harmagrát með þeim. „Síðan sér maður hvernig það bara kviknar eitthvað innra með því og það fær raunverulega löngun til breytinga. Markþjálfunin er svo mögnuð. Þetta er svolítið eins og að fara til sálfræðings nema þú ert ekki að skoða fortíðina heldur framtíðina og þetta er bara jákvætt. Ég hef horft á fólk ná alls konar markmiðum sem það hefur talað um í tímum. Stundum er þetta bara eins og fyrir einhverja töfra.“Fertug í fitness Siggú notar stundum heitan pott fyrir samtöl sín við fólk. Hún segir það óneitanlega svolítið öðruvísi en skila oft góðum árangri. „Það er náttúrlega æðislegt að vera bara í heitum potti í fallegu umhverfi og njóta þess að tala um sjálfan sig. Margir fíla sig einhvern veginn betur þegar þeir eru slakir í pottinum og opna sig jafnvel enn frekar. Ég komst samt fljótt að því að ég get eðlilega ekki verið í pottinum með kúnna allan daginn. Þannig að þetta er svona eitt og eitt viðtal sem ég tek í pottinum.“ Siggú segist sjálf hafa reynt ýmislegt í lífinu og hún hafi tekið nokkrar orrustur við sjálfa sig og haft sigur. „Ég er alkóhólisti og er búin að vera edrú í fimmtán ár í sumar og ég reykti í tíu ár en er búin að vera reyklaus í fjórtán. Og ég borða nánast engan sykur. Þannig að ég þekki þetta alveg. Ég þekki fíknina og er búin að sigrast á þessu öllu saman,“ segir Siggú, hokin af lífsreynslu sem hún nýtir sér í starfi. „Ég varð fertug í fyrra og ákvað að komast í besta form lífs míns og ákvað að taka þátt í fitness-móti í nóvember. Ég leit á það sem hvatningu um leið og ég gæti sýnt fólki fram á að það er allt hægt. Núna er ég bara að vinna að því að vera í rosa góðu formi, hafa lífsstílinn flottan, vera bara góð fyrirmynd og vinna í því að hjálpa öðrum að ná árangri.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Sjá meira
Sigrún Mjöll Halldórsdóttir er matvælafræðingur og markþjálfi sem fer sínar eigin leiðir þegar hún leiðbeinir fólki sem leitar leiða til þess að breyta sjálfu sér og lífi sínu til hins betra. Sigrún, sem kallar sig Doctor Siggú, notar markþjálfun til þess að leiðbeina fólki og byggir einnig á innsæi og eigin reynslu og sigrum sem hún hefur unnið í baráttunni við sjálfa sig. „Hugmyndafræði mín gengur út á einstaklingsmiðaða ráðgjöf og ég sérsníð meðferðina að hverjum og einum. Ég er náttúrlega alger lífsstílsgúru þannig að ég horfi á lífsstílinn og nota markþjálfunina með,“ segir Siggú. „Fólk er svo ofboðslega ólíkt og með svo ólíkar þarfir og það er svo erfitt að ætla bara að breyta öllu strax. Það gengur ekki að segja fólki að fara bara og kaupa sér kotasælu og brokkólí ef það hefur aldrei gert það áður.“ Fólk sem leitar til Siggúar gerir það þó af innri þörf fyrir breytingar og þá fer hún yfir lífsstílinn, sem hún telur grunninn að öllu, með því. Hún segir algengt að fólk vilji léttast, hætta óhóflegu skyndibitaáti og laga svefninn sem oft er í tómu rugli.Karlar í kreppu Siggú segir aðspurð að alls konar fólk leiti til hennar en allir eigi þó sameiginlegt að finnast þeir vera komnir í öngstræti og þrái breytingu og betra líf. „Karlmenn, svona frá þrítugu til fimmtugs, leita mikið til mín. Þeir eru oft einhleypir, borða mikinn skyndibita, vaka lengi fram eftir. Þeim finnst þeir þurfa einhvern veginn að taka til í lífsstílnum en vita ekki alveg hvar þeir eiga að byrja,“ segir Siggú. „Þeir finna bara þörfina til þess að gera breytingar og mér finnst bara æðislegt að geta náð til þessa hóps vegna þess að þeir týnast stundum svolítið,“ segir Siggú og nefnir sem dæmi að þunglyndi sé algengt hjá körlum á þessum aldri. Fólk er oft rótfast í neikvæðum lífsstíl en Siggú segir aðspurð að öllum sé viðbjargandi. „Já, já, það er alveg klárt en viljinn verður að vera fyrir hendi. Maður þarf alltaf að byrja sjálfur á sjálfum sér. Ég eða einhver annar er ekki að fara að breyta þér. Það ert þú sem breytir þér en þú getur fengið aðstoð og þeir sem vilja leita til mín geta fundið mig á Facebook þar sem ég kalla mig Doctor Siggù Life Coach.“Mögnuð markþjálfun Siggú segir að fólk viti stundum ekkert hvað það vilji í raun og veru og byrji oft á því að „nöldra og kvarta“ og hún fari þá í gegnum þann harmagrát með þeim. „Síðan sér maður hvernig það bara kviknar eitthvað innra með því og það fær raunverulega löngun til breytinga. Markþjálfunin er svo mögnuð. Þetta er svolítið eins og að fara til sálfræðings nema þú ert ekki að skoða fortíðina heldur framtíðina og þetta er bara jákvætt. Ég hef horft á fólk ná alls konar markmiðum sem það hefur talað um í tímum. Stundum er þetta bara eins og fyrir einhverja töfra.“Fertug í fitness Siggú notar stundum heitan pott fyrir samtöl sín við fólk. Hún segir það óneitanlega svolítið öðruvísi en skila oft góðum árangri. „Það er náttúrlega æðislegt að vera bara í heitum potti í fallegu umhverfi og njóta þess að tala um sjálfan sig. Margir fíla sig einhvern veginn betur þegar þeir eru slakir í pottinum og opna sig jafnvel enn frekar. Ég komst samt fljótt að því að ég get eðlilega ekki verið í pottinum með kúnna allan daginn. Þannig að þetta er svona eitt og eitt viðtal sem ég tek í pottinum.“ Siggú segist sjálf hafa reynt ýmislegt í lífinu og hún hafi tekið nokkrar orrustur við sjálfa sig og haft sigur. „Ég er alkóhólisti og er búin að vera edrú í fimmtán ár í sumar og ég reykti í tíu ár en er búin að vera reyklaus í fjórtán. Og ég borða nánast engan sykur. Þannig að ég þekki þetta alveg. Ég þekki fíknina og er búin að sigrast á þessu öllu saman,“ segir Siggú, hokin af lífsreynslu sem hún nýtir sér í starfi. „Ég varð fertug í fyrra og ákvað að komast í besta form lífs míns og ákvað að taka þátt í fitness-móti í nóvember. Ég leit á það sem hvatningu um leið og ég gæti sýnt fólki fram á að það er allt hægt. Núna er ég bara að vinna að því að vera í rosa góðu formi, hafa lífsstílinn flottan, vera bara góð fyrirmynd og vinna í því að hjálpa öðrum að ná árangri.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Sjá meira