KA/Þór vann tveggja marka sigur á Íslandsmeisturum Fram í KA heimilinu á Akureyri í kvöld. Fram var með eins marks forskot í hálfleik.
Heimakonur byrjuðu leikinn betur og voru 8-5 yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Fram komst hins vegar betur inn í leikinn eftir því sem leið á og komu gestirnir sér yfir 15-14 í hálfleik.
Í seinni hálfleik varði Olgica Andrijasevic vel í marki KA/Þórs og þær komust yfir um miðjan seinni hálfleik 23-22.
KA/Þór hélt forskotinu út leikinn og vann sterkan sigur á meisturunum.
Martha Hermannsdóttir var frábær í liði KA/Þórs og skoraði 10 mörk.
KA/Þór lagði Íslandsmeistarana
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti

Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn



Valur marði Fram í framlengingu
Íslenski boltinn

Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum
Íslenski boltinn
