Mikil vonbrigði fyrir Inter sem ætlaði sér mikla hluti en fyrsta og eina mark leiksins kom strax á sjöttu mínútu er framherjinn Luka Jovic skoraði. Fimmtán þúsund stuðningsmenn fylgdu Frankfurt til Mílanó í kvöld.
Villareal er einnig komið áfram eftir nokkuð þægilegt einvígi gegn Zenit frá Pétursborg. Gerard Moreno og Carlos Bacca skoruðu mörk Villareal í kvöld en varnarmaðurinn reyndi Branislav Ivanovic, minnkaði muninn fyrir Zenit í uppbótartíma.
Slavia Prague gerði sér lítið fyrir og sló út Sevilla í ótrúlegum knattspyrnuleik. Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma en þrjú mörk voru skoruð í framlengingunni.
Benfica kláraði svo Dinamo Zagreb einnig í framlengingu.
Úrslit kvöldsins:
Arsenal - Rennes 3-0 (4-3 samanlagt)
Benfica - Dinamo Zagreb 3-0 (3-1 samanlagt - eftir framlengingu)
Inter - Eintracht Frankfurt 0-1 (0-1 samanlagt)
Slavia Prague - Sevilla 4-3 (6-5 samanlagt - eftir framlengingu)
Villareal - Zenit 2-1 (5-2 samanlagt)
Komin í átta liða úrslitin:
Chelsea
Valencia
Napoli
Arsenal
Benfica
Eintracht Frankfurt
Slavia Prague
Villareal
6 – Six English teams will appear in the quarter-finals of major European competitions this season for only the second time ever, after 1970-71. Union.
— OptaJoe (@OptaJoe) March 14, 2019