Umfjöllun og viðtöl: KR - Breiðablik 103-68 | Mjög auðvelt hjá KR Árni Jóhannsson skrifar 14. mars 2019 21:15 vísir/bára KR og Breiðablik léku síðasta leik sinn í deildarkeppni Dominos deildar karla í kvöld og fyrirfram var búist við miklum yfirburðum KR-inga enda þeir að berjast um heimavallarrétt og Blikar fallnir með tvö stig úr deildinni. Það stóðst og á endanum vann KR með 35 stigum, 103-68. KR þurfti ekki skipta upp um marga gíra til að vinna þennan leik en eftir jafnar fyrstu mínútur þá sigur þeir fram úr og jafnt og þétt juku muninn þegar leið á leikinn. Þeir þurftu ekki mikinn ákafa í vörninni enda voru Blikar oft á tíðum með mikið óðagot í sóknarleik sínum og hentu ýmist boltanum í hendurnar á heimamönnum, út af eða skutu skotum sem voru ekki nógu vel ígrunduð. KR steig þó upp varnarleikinn ef á þurfti að halda og spiluðu á sínum styrkleikum í sókninni og fengu mörg auðveld stig bæði utan teigs sem og innan hans.Afhverju vann KR? KR er töluvert betra í körfubolta og reynslumeira en Blikar og það sýndi sig best í því hvað þessi sigur leit út fyrir að vera auðveldur. Þá eru KR-ingar með fleiri góða og reynslumikla menn í sínum hóp en þeir fengu t.a.m. 56 af bekknum í kvöld. Blikar náðu stundum að sýna að þeir eru efnilegir í körfubolta en eins og Pétur þjálfari þeirra benti á í viðtali þá eru hans leikmenn rétt að skríða yfir tvítugt á meðan margir leikmenn KR eru að skríða í áttina að fertugu.Hvað gekk vel?KR gekk vel að halda haus í leik sem fyrirfram var líklegast gefins fyrir þá. Oft á tíðum þegar vanmatið læðist aftan að manni þá getur það haft hrikalega afleiðingar og sérstaklega ef andstæðingurinn hittir á góðan dag. Björn Kristjánsson kom inn á það í viðtali eftir leik að Ingi Þór hafi viljað að enn héldu einbeitingu allan leikinn og gekk það eftir. Það er kannski leiðinlegt fyrir KR að fá ekki erfiðari leik en þennan rétt fyrir úrslitakeppni.Hvað gekk illa?Leikur Blika gekk illa en það er kannski ekki við þá að sakast því lið spila ekki betur en andstæðingurinn leyfir þeim. KR leyfði þeim hreinlega ekki að spila betur en þeir gerðu í dag. Hvað næst?Blikar eru komnir í frí og geta hafið vinnu við að skipuleggja lið sitt fyrir 1. deildina á næsta tímabili. Það býr mikið í þessu og ef leikmennirnir halda áfram þá getur þetta orðið hörkulið þegar þeir koma næst upp í úrvalsdeild. KR endar deildarkeppnina í fimmta sæti og mun leika við Keflvíkinga í átta liða úrslitum Íslandsmótsins. Þeir hafa ekki heimavallarréttinn en það gæti skipt engu máli enda eru þeir komnir í fínan takt og eru eins og áður segir vel mannaðir. Ingi Þór: Seinast þegar ég gerði KR að Íslandsmeisturum þá vorum við í fimmta sætiÞjálfari KR var sæmilega sáttur með leik sinna manna eftir að hafa burstað lið Breiðabliks fyrr í kvöld í seinustu umferð deildarkeppni Dominos deildar karla í körfuknattleik. „Við fengum jafnt framlag frá öllu liðinu, Julian skoraði t.d. mikið en var kannski ekki að einbeita sér of mikið af vörninni. Það var ánægjulegt að sjá Bjössa [Björn Kristjánsson] spila vel og að sjá Jón Arnór í kontakt og að reyna spila sig í gang eftir meiðsli. Við vorum bara að spila menn í stöðu og vissum að við þurftum að vinna og mér fannst Blikarnir gefa þetta full auðveldlega í dag og ég hefði viljað sjá aðeins meiri baráttu frá þeim og fá betri leik fyrir okkur fyrir úrslitakeppnina“. Ingi var spurður hvort hann hafi séð eitthvað í leik sinna manna sem þyrfti að laga fyrir úrslitakeppnina og var hann á því að það væri erfitt að dæma það eftir þennan leik. „Við settum upp sóknirnar okkar en það vantaði meiri aga í það sem við ætluðum að gera og meiri ákafa. Það er það sem við höfum verið að gera í seinustu leikjum, við höfum verið að berjast og við þurfum að taka neistann áfram en það var ekki nógu mikill neisti í dag. Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með sigurinn í dag en svona frammistaða mun ekki fleyta okkur langt í úrslitakeppninni“. KR náði ekki að hækka sig í töflunni og enda í fimmta sæti. Ingi Þór var spurður þá að því hvernig honum litist á að mæta Keflavík í fyrstu umferð. Það er rétt að taka það fram að þegar Ingi Þór hefur gert lið að Íslandsmeisturum þá hafa þau lið ekki verið með heimavallarrétt í úrslitakeppninni en það var árið 2000 með KR sem endaði í fimmta sæti og Snæfell sem endaði í sjötta sæti árið 2010. „Síðast þegar ég gerði KR að Íslandsmeisturum þá enduðum við í fimmta sæti þannig að mér líst vel á það“. Pétur: Áttuðum okkur ekki á því hvað önnur lið voru tilbúin að eyða á mánuði í liðin sín„Þetta eru lið sem eru á gerólíkum stað á þessum tímapunkti og þannig lagað lítið hægt að segja um þetta. Við erum nýskriðnir yfir tvítugt á meðan flestir af þeim eru að skríða í fertugt. Það er svolítill munur þar á“, sagði þjálfari Breiðabliks um leikinn sem fram fór fyrr í kvöld í DHL höllinni þar sem hans menn lutu í gras fyrir margreyndum KR-ingum. Pétur talaði því næst um að Breiðablik hafi ekki gert sér almennilega grein fyrir því hvernig þeir hefður þurft að koma inn í úrvalsdeildina en metnaðurinn hafi verið meiri en að falla beint niður. „Það sem hægt er að taka neikvætt út úr þessu tímabili er náttúrlega að hafa fallið, væntingarnar voru meiri en það en á jákvæðu nótunum þá sjáum við hvað við þurfum að gera til að vera hérna í efstu deild. Við fórum kannski svolítið blautir á bakvið eyrun í þetta verkefni og gerðum okkur ekki grein fyrir því hvað aðrir voru tilbúnir að eyða í þetta á mánuði“. Pétur var svo að lokum spurður að því hvað framtíðin bæri í skauti sér fyrir hann og hvort hann ætlaði að halda áfram með Blika eða halda á önnur mið. „Það er kannski ekki í mínum höndum hvort ég haldi áfram hérna, það er stjórnin sem tekur þá ákvörðun. Ég er með tveggja ára samning og ég reikna með því að við höldum þessu starfi áfram þó svo að við höfum fallið þá eru þetta ekki gamlir leikmenn og ég held að árið 2020 verði þetta lið töluvert öflugra heldur en það er í dag. Það er einfaldlega út af því að þeir verða tveimur árum eldri og ég reyndar líka“. Dominos-deild karla
KR og Breiðablik léku síðasta leik sinn í deildarkeppni Dominos deildar karla í kvöld og fyrirfram var búist við miklum yfirburðum KR-inga enda þeir að berjast um heimavallarrétt og Blikar fallnir með tvö stig úr deildinni. Það stóðst og á endanum vann KR með 35 stigum, 103-68. KR þurfti ekki skipta upp um marga gíra til að vinna þennan leik en eftir jafnar fyrstu mínútur þá sigur þeir fram úr og jafnt og þétt juku muninn þegar leið á leikinn. Þeir þurftu ekki mikinn ákafa í vörninni enda voru Blikar oft á tíðum með mikið óðagot í sóknarleik sínum og hentu ýmist boltanum í hendurnar á heimamönnum, út af eða skutu skotum sem voru ekki nógu vel ígrunduð. KR steig þó upp varnarleikinn ef á þurfti að halda og spiluðu á sínum styrkleikum í sókninni og fengu mörg auðveld stig bæði utan teigs sem og innan hans.Afhverju vann KR? KR er töluvert betra í körfubolta og reynslumeira en Blikar og það sýndi sig best í því hvað þessi sigur leit út fyrir að vera auðveldur. Þá eru KR-ingar með fleiri góða og reynslumikla menn í sínum hóp en þeir fengu t.a.m. 56 af bekknum í kvöld. Blikar náðu stundum að sýna að þeir eru efnilegir í körfubolta en eins og Pétur þjálfari þeirra benti á í viðtali þá eru hans leikmenn rétt að skríða yfir tvítugt á meðan margir leikmenn KR eru að skríða í áttina að fertugu.Hvað gekk vel?KR gekk vel að halda haus í leik sem fyrirfram var líklegast gefins fyrir þá. Oft á tíðum þegar vanmatið læðist aftan að manni þá getur það haft hrikalega afleiðingar og sérstaklega ef andstæðingurinn hittir á góðan dag. Björn Kristjánsson kom inn á það í viðtali eftir leik að Ingi Þór hafi viljað að enn héldu einbeitingu allan leikinn og gekk það eftir. Það er kannski leiðinlegt fyrir KR að fá ekki erfiðari leik en þennan rétt fyrir úrslitakeppni.Hvað gekk illa?Leikur Blika gekk illa en það er kannski ekki við þá að sakast því lið spila ekki betur en andstæðingurinn leyfir þeim. KR leyfði þeim hreinlega ekki að spila betur en þeir gerðu í dag. Hvað næst?Blikar eru komnir í frí og geta hafið vinnu við að skipuleggja lið sitt fyrir 1. deildina á næsta tímabili. Það býr mikið í þessu og ef leikmennirnir halda áfram þá getur þetta orðið hörkulið þegar þeir koma næst upp í úrvalsdeild. KR endar deildarkeppnina í fimmta sæti og mun leika við Keflvíkinga í átta liða úrslitum Íslandsmótsins. Þeir hafa ekki heimavallarréttinn en það gæti skipt engu máli enda eru þeir komnir í fínan takt og eru eins og áður segir vel mannaðir. Ingi Þór: Seinast þegar ég gerði KR að Íslandsmeisturum þá vorum við í fimmta sætiÞjálfari KR var sæmilega sáttur með leik sinna manna eftir að hafa burstað lið Breiðabliks fyrr í kvöld í seinustu umferð deildarkeppni Dominos deildar karla í körfuknattleik. „Við fengum jafnt framlag frá öllu liðinu, Julian skoraði t.d. mikið en var kannski ekki að einbeita sér of mikið af vörninni. Það var ánægjulegt að sjá Bjössa [Björn Kristjánsson] spila vel og að sjá Jón Arnór í kontakt og að reyna spila sig í gang eftir meiðsli. Við vorum bara að spila menn í stöðu og vissum að við þurftum að vinna og mér fannst Blikarnir gefa þetta full auðveldlega í dag og ég hefði viljað sjá aðeins meiri baráttu frá þeim og fá betri leik fyrir okkur fyrir úrslitakeppnina“. Ingi var spurður hvort hann hafi séð eitthvað í leik sinna manna sem þyrfti að laga fyrir úrslitakeppnina og var hann á því að það væri erfitt að dæma það eftir þennan leik. „Við settum upp sóknirnar okkar en það vantaði meiri aga í það sem við ætluðum að gera og meiri ákafa. Það er það sem við höfum verið að gera í seinustu leikjum, við höfum verið að berjast og við þurfum að taka neistann áfram en það var ekki nógu mikill neisti í dag. Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með sigurinn í dag en svona frammistaða mun ekki fleyta okkur langt í úrslitakeppninni“. KR náði ekki að hækka sig í töflunni og enda í fimmta sæti. Ingi Þór var spurður þá að því hvernig honum litist á að mæta Keflavík í fyrstu umferð. Það er rétt að taka það fram að þegar Ingi Þór hefur gert lið að Íslandsmeisturum þá hafa þau lið ekki verið með heimavallarrétt í úrslitakeppninni en það var árið 2000 með KR sem endaði í fimmta sæti og Snæfell sem endaði í sjötta sæti árið 2010. „Síðast þegar ég gerði KR að Íslandsmeisturum þá enduðum við í fimmta sæti þannig að mér líst vel á það“. Pétur: Áttuðum okkur ekki á því hvað önnur lið voru tilbúin að eyða á mánuði í liðin sín„Þetta eru lið sem eru á gerólíkum stað á þessum tímapunkti og þannig lagað lítið hægt að segja um þetta. Við erum nýskriðnir yfir tvítugt á meðan flestir af þeim eru að skríða í fertugt. Það er svolítill munur þar á“, sagði þjálfari Breiðabliks um leikinn sem fram fór fyrr í kvöld í DHL höllinni þar sem hans menn lutu í gras fyrir margreyndum KR-ingum. Pétur talaði því næst um að Breiðablik hafi ekki gert sér almennilega grein fyrir því hvernig þeir hefður þurft að koma inn í úrvalsdeildina en metnaðurinn hafi verið meiri en að falla beint niður. „Það sem hægt er að taka neikvætt út úr þessu tímabili er náttúrlega að hafa fallið, væntingarnar voru meiri en það en á jákvæðu nótunum þá sjáum við hvað við þurfum að gera til að vera hérna í efstu deild. Við fórum kannski svolítið blautir á bakvið eyrun í þetta verkefni og gerðum okkur ekki grein fyrir því hvað aðrir voru tilbúnir að eyða í þetta á mánuði“. Pétur var svo að lokum spurður að því hvað framtíðin bæri í skauti sér fyrir hann og hvort hann ætlaði að halda áfram með Blika eða halda á önnur mið. „Það er kannski ekki í mínum höndum hvort ég haldi áfram hérna, það er stjórnin sem tekur þá ákvörðun. Ég er með tveggja ára samning og ég reikna með því að við höldum þessu starfi áfram þó svo að við höfum fallið þá eru þetta ekki gamlir leikmenn og ég held að árið 2020 verði þetta lið töluvert öflugra heldur en það er í dag. Það er einfaldlega út af því að þeir verða tveimur árum eldri og ég reyndar líka“.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti