Sakamálarannsókn á samningum Facebook við tæknirisa Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2019 11:03 Við höfuðstöðvar Facebook í Kaliforníu. Vísir/EPA Bandarískir alríkissaksóknarar rannsaka nú hvort að Facebook hafi brotið lög með samningum sem samfélagsmiðlarisinn gerði við nokkur stærstu tæknifyrirtæki heims. Samningarnir gáfu tæknifyrirtækjunum aðgang að miklu magni persónuupplýsinga um Facebook-notendur án vitundar þeirra. Amazon, Apple, Microsoft og Sony eru á meðal fleiri en 150 fyrirtækja sem Facebook samdi við um aðgang að upplýsingum um notendur samfélagsmiðilsins, þar á meðal um vini þeirra, skráningu þeirra og fleira, að sögn New York Times. Blaðið segir að fulltrúar tveggja stórra snjalltækjaframleiðenda hafi verið kallaðir fyrir ákærudómstól í New York vegna rannsóknarinnar. Bæði fyrirtæki höfðu gert samstarfssamninga við Facebook. „Við vinnum með rannsakendum og tökum þessar rannsóknir alvarlega,“ sagði talsmaður Facebook í yfirlýsingu. Fulltrúar bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkissaksóknara í austurumdæmi New York neituðu að tjá sig um rannsóknina. Greint var frá samsstarfssamningum Facebook við stór tæknifyrirtæki í fyrra. Samfélagsmiðlarisinn hefði veitt fyrirtækjunum aðgang að persónuupplýsingum notenda sinna á hátt sem hafi í raun farið í kringum persónuverndarstillingar notendanna. Á móti hafi Facebook getað gert notendum sínum kleift að eiga samskipti þvert á samfélagsmiðla og smáforrit. New York Times sagði frá því að samningarnir hafi meðal annars gert Bing-leitarvél Microsoft kleift að safna upplýsingum um vini nær allra Facebook-notenda án samþykkis þeirra, Amazon að safna nöfnum og samskiptaupplýsingum notenda í gegnum vini þeirra og Apple að fela fyrir Facebook-notendum að fyrirtækið safnaði upplýsingum um þá. Facebook hefur sagt að fyrirtækið hafi látið flesta samstarfssamningana renna út undanfarin tvö ár. Fyrirtækið sætir skoðun fleiri opinberra eftirlitsaðila vestanhafs, þar á meðal Viðskiptastofnunar Bandaríkjanna (FTC), Verðbréfa og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) og skuldabréfasvikadeildar dómsmálaráðuneytisins. Þær rannsóknir beinast meðal annars að því að breska ráðgjafarfyrirtækið Cambridge Analytica hafi komist yfir persónuupplýsingar tuga milljóna Facebook-notenda á ólögmætan hátt. Bandaríkin Facebook Tengdar fréttir Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Bandarískir alríkissaksóknarar rannsaka nú hvort að Facebook hafi brotið lög með samningum sem samfélagsmiðlarisinn gerði við nokkur stærstu tæknifyrirtæki heims. Samningarnir gáfu tæknifyrirtækjunum aðgang að miklu magni persónuupplýsinga um Facebook-notendur án vitundar þeirra. Amazon, Apple, Microsoft og Sony eru á meðal fleiri en 150 fyrirtækja sem Facebook samdi við um aðgang að upplýsingum um notendur samfélagsmiðilsins, þar á meðal um vini þeirra, skráningu þeirra og fleira, að sögn New York Times. Blaðið segir að fulltrúar tveggja stórra snjalltækjaframleiðenda hafi verið kallaðir fyrir ákærudómstól í New York vegna rannsóknarinnar. Bæði fyrirtæki höfðu gert samstarfssamninga við Facebook. „Við vinnum með rannsakendum og tökum þessar rannsóknir alvarlega,“ sagði talsmaður Facebook í yfirlýsingu. Fulltrúar bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkissaksóknara í austurumdæmi New York neituðu að tjá sig um rannsóknina. Greint var frá samsstarfssamningum Facebook við stór tæknifyrirtæki í fyrra. Samfélagsmiðlarisinn hefði veitt fyrirtækjunum aðgang að persónuupplýsingum notenda sinna á hátt sem hafi í raun farið í kringum persónuverndarstillingar notendanna. Á móti hafi Facebook getað gert notendum sínum kleift að eiga samskipti þvert á samfélagsmiðla og smáforrit. New York Times sagði frá því að samningarnir hafi meðal annars gert Bing-leitarvél Microsoft kleift að safna upplýsingum um vini nær allra Facebook-notenda án samþykkis þeirra, Amazon að safna nöfnum og samskiptaupplýsingum notenda í gegnum vini þeirra og Apple að fela fyrir Facebook-notendum að fyrirtækið safnaði upplýsingum um þá. Facebook hefur sagt að fyrirtækið hafi látið flesta samstarfssamningana renna út undanfarin tvö ár. Fyrirtækið sætir skoðun fleiri opinberra eftirlitsaðila vestanhafs, þar á meðal Viðskiptastofnunar Bandaríkjanna (FTC), Verðbréfa og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) og skuldabréfasvikadeildar dómsmálaráðuneytisins. Þær rannsóknir beinast meðal annars að því að breska ráðgjafarfyrirtækið Cambridge Analytica hafi komist yfir persónuupplýsingar tuga milljóna Facebook-notenda á ólögmætan hátt.
Bandaríkin Facebook Tengdar fréttir Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent