Fær draumastarfið hjá félaginu sem hann var skráður í áður en hann fékk nafn Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2019 14:30 Sigursteinn Arndal tekur við uppeldisfélaginu í sumar. vísir/baldur Sigursteinn Arndal var í dag kynntur sem leiks sem nýr þjálfari FH í Olís-deild karla í handbolta en hann tekur við starfinu af Halldóri Jóhanni Sigfússyni sem gerði liðið að bikarmeisturum um síðustu helgi. Sigursteinn spilaði um 300 meistaraflokksleiki fyrir FH og var einnig í atvinnumennsku í Danmörku og Þýskalandi en hann hefur þjálfað eða verið í kringum þjálfun og afreksstarf FH í tvo áratugi. Hann hefur þjálfað bæði U19 og U21 árs lið Íslands og var spilandi aðstoðarþjálfari hjá FH þegar að hinn margfrægi 89 og 90-árangar FH voru að koma upp með Aron Pálmarsson, Ólaf Gústafsson og Ólaf Guðmundsson sem sína helstu menn. „Ég er búinn að vera lengi í þjálfun, meðal annars með góðum mönnum hjá HSÍ, þannig að auðvitað hefur þetta verið einhversstaðar í hausnum,“ segir Sigursteinn sem nú hellir sér út í meistaraflokksþjálfun sem aðalþjálfari í fyrsta sinn.Sigursteinn Arndal tekur við uppeldisfélaginu sínu. Hér er hann með Ásgeiri Jónssyni, formanni FH, á blaðamannafundinum í dag.Vísir/TOM„Mig hefur langað að henda mér út í þetta og það er ekkert leyndarmál að mér hefur boðist að þjálfa annars staðar. En, það er hér sem langar að vera og ég er því gríðarlega stoltur að fá þetta tækifæri,“ segir Sigursteinn. Halldór Jóhann Sigfússon hefur unnið frábært starf með FH-liðið undanfarin fimm ár en félagið hefur verið duglegt að finna alltaf næstu stjörnur. Það hefur, undir stjórn Halldórs, komist í lokaúrslitin undanfarin tvö ár og varð svo bikarmeistari á laugardaginn. Það verða því engar svakalegar breytingar hjá Sigursteini. „Alls ekki. Það væri óðs manns æði að breyta of miklu hjá FH því hér hefur verið unnið gott starf síðustu ár. Ég vil bara nýta tækifærið og hrósa Halldóri fyrir algjörlega geggjað starf undanfarin fimm ár. Sú vinna endurspeglaðist í titli um síðustu helgi og því verkefni er ekki lokið,“ segir Sigursteinn. „Ég verð ekki með neinar framúrstefnulegar breytingar að það er klárt mál að ég hef mínar hugmyndir um handbolta og bæti þeim ofan á þann góða leik sem spilaður er hér í dag. Svo kem ég bara sem annar karakter inn í þetta og með nýja rödd í klefann,“ segir hann.Halldór Jóhann Sigfússon kveður í lok tímabilsins.VÍSIR/DANÍEL„Hér er allt til alls til þess að ná árangri. Það er ekki alltaf horft til þess hvernig liðið er en krafan er að ná góðum árangri. Þetta er bara FH og hér ætlast menn til þess að ná góðum árangri,“ segir Sigursteinn. Sigursteinn Arndal er eins mikill FH-ingur og menn verða en faðir hans, Helgi Ragnarsson, er goðsögn í lifanda lífi í Kaplakrika. Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, sagði á blaðamannafundinum í dag að Helgi og Sædís Arndal, móðir Sigursteins, skráðu hann í FH áður en hann fékk nafn og var því óskírður Helgason mættur sem félagsmaður í FH skömmu eftir fæðingu. „Það er engin spurning að mitt hjarta slær í Kaplakrika og því mun ég leggja mikið upp úr því að ná góðum árangri og stefni að því,“ segir Sigursteinn Arndal. Olís-deild karla Tengdar fréttir Sigursteinn Arndal tekur við FH Sigursteinn Arndal verður eftirmaður Halldórs Jóhanns Sigfússonar hjá FH í Olís-deildinni. 13. mars 2019 13:00 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Sigursteinn Arndal var í dag kynntur sem leiks sem nýr þjálfari FH í Olís-deild karla í handbolta en hann tekur við starfinu af Halldóri Jóhanni Sigfússyni sem gerði liðið að bikarmeisturum um síðustu helgi. Sigursteinn spilaði um 300 meistaraflokksleiki fyrir FH og var einnig í atvinnumennsku í Danmörku og Þýskalandi en hann hefur þjálfað eða verið í kringum þjálfun og afreksstarf FH í tvo áratugi. Hann hefur þjálfað bæði U19 og U21 árs lið Íslands og var spilandi aðstoðarþjálfari hjá FH þegar að hinn margfrægi 89 og 90-árangar FH voru að koma upp með Aron Pálmarsson, Ólaf Gústafsson og Ólaf Guðmundsson sem sína helstu menn. „Ég er búinn að vera lengi í þjálfun, meðal annars með góðum mönnum hjá HSÍ, þannig að auðvitað hefur þetta verið einhversstaðar í hausnum,“ segir Sigursteinn sem nú hellir sér út í meistaraflokksþjálfun sem aðalþjálfari í fyrsta sinn.Sigursteinn Arndal tekur við uppeldisfélaginu sínu. Hér er hann með Ásgeiri Jónssyni, formanni FH, á blaðamannafundinum í dag.Vísir/TOM„Mig hefur langað að henda mér út í þetta og það er ekkert leyndarmál að mér hefur boðist að þjálfa annars staðar. En, það er hér sem langar að vera og ég er því gríðarlega stoltur að fá þetta tækifæri,“ segir Sigursteinn. Halldór Jóhann Sigfússon hefur unnið frábært starf með FH-liðið undanfarin fimm ár en félagið hefur verið duglegt að finna alltaf næstu stjörnur. Það hefur, undir stjórn Halldórs, komist í lokaúrslitin undanfarin tvö ár og varð svo bikarmeistari á laugardaginn. Það verða því engar svakalegar breytingar hjá Sigursteini. „Alls ekki. Það væri óðs manns æði að breyta of miklu hjá FH því hér hefur verið unnið gott starf síðustu ár. Ég vil bara nýta tækifærið og hrósa Halldóri fyrir algjörlega geggjað starf undanfarin fimm ár. Sú vinna endurspeglaðist í titli um síðustu helgi og því verkefni er ekki lokið,“ segir Sigursteinn. „Ég verð ekki með neinar framúrstefnulegar breytingar að það er klárt mál að ég hef mínar hugmyndir um handbolta og bæti þeim ofan á þann góða leik sem spilaður er hér í dag. Svo kem ég bara sem annar karakter inn í þetta og með nýja rödd í klefann,“ segir hann.Halldór Jóhann Sigfússon kveður í lok tímabilsins.VÍSIR/DANÍEL„Hér er allt til alls til þess að ná árangri. Það er ekki alltaf horft til þess hvernig liðið er en krafan er að ná góðum árangri. Þetta er bara FH og hér ætlast menn til þess að ná góðum árangri,“ segir Sigursteinn. Sigursteinn Arndal er eins mikill FH-ingur og menn verða en faðir hans, Helgi Ragnarsson, er goðsögn í lifanda lífi í Kaplakrika. Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, sagði á blaðamannafundinum í dag að Helgi og Sædís Arndal, móðir Sigursteins, skráðu hann í FH áður en hann fékk nafn og var því óskírður Helgason mættur sem félagsmaður í FH skömmu eftir fæðingu. „Það er engin spurning að mitt hjarta slær í Kaplakrika og því mun ég leggja mikið upp úr því að ná góðum árangri og stefni að því,“ segir Sigursteinn Arndal.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Sigursteinn Arndal tekur við FH Sigursteinn Arndal verður eftirmaður Halldórs Jóhanns Sigfússonar hjá FH í Olís-deildinni. 13. mars 2019 13:00 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Sigursteinn Arndal tekur við FH Sigursteinn Arndal verður eftirmaður Halldórs Jóhanns Sigfússonar hjá FH í Olís-deildinni. 13. mars 2019 13:00