Með 15 til 20 prósenta hlutdeild á markaði fyrir eignastýringu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. mars 2019 07:30 Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka. Í kjölfar kaupa Kviku banka á GAMMA Capital Management verður sameinað félag með 15 til 20 prósenta hlutdeild, eða áþekka hlutdeild og samstæða Landsbankans, á eignastýringarmarkaði. Eftir sem áður mun samstæða Arion banka tróna yfir keppinautum sínum með 35 til 40 prósenta hlutdeild. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem lagði í síðustu viku blessun sína yfir kaup fjárfestingarbankans á GAMMA. Um er að ræða tölulegt mat eftirlitsins á markaðshlutdeild á grundvelli verðmætis eigna í stýringu. Er það mat eftirlitsins að samruninn muni ekki raska samkeppni á mörkuðum með neinum umtalsverðum hætti. Samkeppniseftirlitið rannsakaði sérstaklega markaðinn fyrir eignastýringu og undirmarkaði hans í ljósi þess að samruninn tekur nær eingöngu til eignastýringar þar sem umsvif GAMMA á öðrum sviðum fjármálaþjónustu, sem Kvika býður einnig upp á, eru afar lítil. Samanlagðar eignir í stýringu hjá Kviku og rekstrarfélögum í eigu bankans verða um 400 milljarðar króna í kjölfar kaupanna. Var það niðurstaða eftirlitsins að í heild leiddu kaupin til þess að hlutdeild fyrirtækjanna tveggja á heildarmarkaðinum fyrir eignastýringu styrktist nokkuð. Kaupin hefðu hins vegar lítil áhrif á hlutdeild á smásölusjóðamarkaði en samþjöppun ykist nokkuð á fagfjárfestasjóðamarkaði. „Það skiptir verulegu máli í þessu sambandi að á þeim markaði, jafnt sem smásölusjóðamarkaði, etur sameinað félag kappi við öfluga keppinauta sem búa yfir miklum fjárhagslegum styrkleika, þ.e. við stóru viðskiptabankana þrjá,“ segir í ákvörðun eftirlitsins. Jafnframt búi sameinað félag við öflugt kaupendaaðhald frá almennu lífeyrissjóðunum. Í umsögnum til Samkeppniseftirlitsins kom almennt fram það mat hjá keppinautum á eignastýringarmarkaði, jafnt stórum sem smáum, að samkeppnin væri hörð á markaðinum. Virtust fyrirtækin á markaðinum ekki telja að samruninn myndi hafa neikvæð áhrif á samkeppni. Ekki væri ólíklegt að aukin stærðarhagkvæmni sameinaðs félags Kviku og GAMMA myndi leiða til aukinnar verðsamkeppni. Slík aukin verðsamkeppni myndi þó geta gert smærri fyrirtækjum erfiðara um vik á markaðinum en þar sem smærri fyrirtækin einbeittu sér fremur að óhefðbundnari fjárfestingarkimum markaðarins, þá ætti það hins vegar ekki við um öll smærri fyrirtækin. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Í kjölfar kaupa Kviku banka á GAMMA Capital Management verður sameinað félag með 15 til 20 prósenta hlutdeild, eða áþekka hlutdeild og samstæða Landsbankans, á eignastýringarmarkaði. Eftir sem áður mun samstæða Arion banka tróna yfir keppinautum sínum með 35 til 40 prósenta hlutdeild. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem lagði í síðustu viku blessun sína yfir kaup fjárfestingarbankans á GAMMA. Um er að ræða tölulegt mat eftirlitsins á markaðshlutdeild á grundvelli verðmætis eigna í stýringu. Er það mat eftirlitsins að samruninn muni ekki raska samkeppni á mörkuðum með neinum umtalsverðum hætti. Samkeppniseftirlitið rannsakaði sérstaklega markaðinn fyrir eignastýringu og undirmarkaði hans í ljósi þess að samruninn tekur nær eingöngu til eignastýringar þar sem umsvif GAMMA á öðrum sviðum fjármálaþjónustu, sem Kvika býður einnig upp á, eru afar lítil. Samanlagðar eignir í stýringu hjá Kviku og rekstrarfélögum í eigu bankans verða um 400 milljarðar króna í kjölfar kaupanna. Var það niðurstaða eftirlitsins að í heild leiddu kaupin til þess að hlutdeild fyrirtækjanna tveggja á heildarmarkaðinum fyrir eignastýringu styrktist nokkuð. Kaupin hefðu hins vegar lítil áhrif á hlutdeild á smásölusjóðamarkaði en samþjöppun ykist nokkuð á fagfjárfestasjóðamarkaði. „Það skiptir verulegu máli í þessu sambandi að á þeim markaði, jafnt sem smásölusjóðamarkaði, etur sameinað félag kappi við öfluga keppinauta sem búa yfir miklum fjárhagslegum styrkleika, þ.e. við stóru viðskiptabankana þrjá,“ segir í ákvörðun eftirlitsins. Jafnframt búi sameinað félag við öflugt kaupendaaðhald frá almennu lífeyrissjóðunum. Í umsögnum til Samkeppniseftirlitsins kom almennt fram það mat hjá keppinautum á eignastýringarmarkaði, jafnt stórum sem smáum, að samkeppnin væri hörð á markaðinum. Virtust fyrirtækin á markaðinum ekki telja að samruninn myndi hafa neikvæð áhrif á samkeppni. Ekki væri ólíklegt að aukin stærðarhagkvæmni sameinaðs félags Kviku og GAMMA myndi leiða til aukinnar verðsamkeppni. Slík aukin verðsamkeppni myndi þó geta gert smærri fyrirtækjum erfiðara um vik á markaðinum en þar sem smærri fyrirtækin einbeittu sér fremur að óhefðbundnari fjárfestingarkimum markaðarins, þá ætti það hins vegar ekki við um öll smærri fyrirtækin.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira