Klopp: Þurfum að sýna hugrekki og spila okkar besta fótbolta Anton Ingi Leifsson skrifar 13. mars 2019 08:00 Klopp á blaðamannafundinum. vísir/getty Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að liðið þurfi að sýna hugrekki er liðið mætir Bayern Munchen í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikur liðanna var ekki fjörugur og endaði með markalausu jafntefli. Það er því ljóst að það verður háspenna lífshætta á Allianz-leikvanginum í kvöld en flautað verður til leiks klukkan 20.00. „Þetta er áskorun. Við þurfum að vera í takt og þurfum að gera rétta hluti á ákveðnum augnablikum. Bayern er heimsklassalið og það vita allir. Þeir eru með frábæra leikmenn og við þurfum að verjast í hæsta klassa,“ sagði Klopp um leik kvöldsins. „Þegar við erum með boltann verðum við að hafa sjálfstraust og það er erfitt gegn heimsklassaliði. Við verðum að vera hugaðir og spila okkar besta fótbolta. Við þurfum að sýna það í kvöld.“ „Það munu vera augnablik í leiknum þar sem við getum tekið yfir leikinn. Það koma augnablik þar sem Bayern mun stjórna leiknum. Í báðum augnablikum geturu nýtt aðstæðurnar en þetta snýst um jafnvægi.“ Mikið hefur verið rætt og ritað um hvort að það sé gott fyrir Liverpool að fara áfram í Meistaradeildinni því liðið er að berjast á toppi úrvalsdeildarinnar. Klopp segir að leikur kvöldsins breyti engu hvað ensku deildina varðar. „Þessi leikur hefur enga tengingu við neitt annað. Ef við förum áfram í keppninni, ef við vinnum í kvöld, ef við eigum skilið að fara áfram, ef við spilum góðan fótbolta, þá gæti það breytt heiminum fyrir okkur.“ „Ef ekki þá segjum við á fimmtudagsmorguninn: Þetta er búið og nú einbeitum við okkur að leiknum gegn Fulham. Þetta er einungis einn leikur. Mikilvægur leikur. Eins og leikurinn gegn Fulham á sunnudaginn og gegn Tottenham og sá næsti en í kvöld spilum við einn stóran leik og hann er gegn Bayern,“ sagði Klopp. Meistaradeild Evrópu Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Sjá meira
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að liðið þurfi að sýna hugrekki er liðið mætir Bayern Munchen í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikur liðanna var ekki fjörugur og endaði með markalausu jafntefli. Það er því ljóst að það verður háspenna lífshætta á Allianz-leikvanginum í kvöld en flautað verður til leiks klukkan 20.00. „Þetta er áskorun. Við þurfum að vera í takt og þurfum að gera rétta hluti á ákveðnum augnablikum. Bayern er heimsklassalið og það vita allir. Þeir eru með frábæra leikmenn og við þurfum að verjast í hæsta klassa,“ sagði Klopp um leik kvöldsins. „Þegar við erum með boltann verðum við að hafa sjálfstraust og það er erfitt gegn heimsklassaliði. Við verðum að vera hugaðir og spila okkar besta fótbolta. Við þurfum að sýna það í kvöld.“ „Það munu vera augnablik í leiknum þar sem við getum tekið yfir leikinn. Það koma augnablik þar sem Bayern mun stjórna leiknum. Í báðum augnablikum geturu nýtt aðstæðurnar en þetta snýst um jafnvægi.“ Mikið hefur verið rætt og ritað um hvort að það sé gott fyrir Liverpool að fara áfram í Meistaradeildinni því liðið er að berjast á toppi úrvalsdeildarinnar. Klopp segir að leikur kvöldsins breyti engu hvað ensku deildina varðar. „Þessi leikur hefur enga tengingu við neitt annað. Ef við förum áfram í keppninni, ef við vinnum í kvöld, ef við eigum skilið að fara áfram, ef við spilum góðan fótbolta, þá gæti það breytt heiminum fyrir okkur.“ „Ef ekki þá segjum við á fimmtudagsmorguninn: Þetta er búið og nú einbeitum við okkur að leiknum gegn Fulham. Þetta er einungis einn leikur. Mikilvægur leikur. Eins og leikurinn gegn Fulham á sunnudaginn og gegn Tottenham og sá næsti en í kvöld spilum við einn stóran leik og hann er gegn Bayern,“ sagði Klopp.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Sjá meira