Vilja vinna fernuna fyrir City stuðningsmanninn sem varð fyrir fólskulegri árás Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2019 16:45 Stuðningsmaður Manchester City sem slasaðist var fjölskyldumaður eins og þessi. Getty/Clive Mason Stuðningsmenn Manchester City vilja að sínir leikmenn heiðri slasaðan stuðningsmann félagsins með því að vinna fernuna á þessu tímabili. Umræddur stuðningsmaður Manchester City varð fyrir fólskulegri árás í Gelsenkirchen í Þýskalandi þegar hann var mættur til að fylgjast með fyrri leik Schalke og Manchester City í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Stuðningsmaður þessi var 32 ára gamall og hann varð fyrir miklum höfuðáverkum í árásinni. Hann lenti þarna í tveimur „ultra“ stuðningsmönnum Schalke liðsins. Mark Rogers, einn af stuðningsmönnum Manchester City, hefur sett af stað söfnun fyrir fórnarlambið og fjölskyldu hans. Stuðningsfólk Schalke er meðal þeirra sem hafa gefið í þessa söfnun."Let's do the quadruple for the lad"#MCFC fans have called on the club to bring home all four trophies in honour of the supporter who was attacked following their #UCL win over Schalke. Full Story: https://t.co/lAQKnmE3cepic.twitter.com/BdadEleiBI — BBC Sport (@BBCSport) March 12, 2019„Við fengum góð viðbrögð og nú skulum við vinna fernuna fyrir strákinn,“ sagði Mark Rogers í viðtali við BBC. „City er fjölskylda. Þú býst við reiði en það var engin. Þetta snýst allt um að vona að hann nái sér að fullu og að allt verði í lagi,“ sagði Rogers. „Þarna var fjölskylda á leiðinni á fótboltaleik, móðir, faðir og dóttir. Þau voru í fjölskylduferð og urðu fyrir áras. Þetta á ekki að gerast, ekki á neinum íþróttavelli,“ sagði Mark Rogers. Hinn slasaði hefur ekki verið nefndur á nafn en hann var í dái eftir árásina. Hann hefur vaknað úr dáinu en getur ekki talað þar sem hann er í öndunarvél. Manchester City vann fyrri leikinn 3-2 á útivelli og er því í fínum málum fyrir heimaleikinn í kvöld. City hefur þegar tryggt sér enska deildabikarinn en liðið er síðan í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar og komið alla leið í átta liða úrslit enska bikarsins. Leikur Manchester City og Schalke hefst klukkan 20.00 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meistaradeildarupphitunin hefst klukkan 19.30 og Meistaradeildarmörkin verða eftir báða leiki kvöldsins. Leikur Juventus og Atletico Madrid hefst líka klukkan 20.00 og er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Sjá meira
Stuðningsmenn Manchester City vilja að sínir leikmenn heiðri slasaðan stuðningsmann félagsins með því að vinna fernuna á þessu tímabili. Umræddur stuðningsmaður Manchester City varð fyrir fólskulegri árás í Gelsenkirchen í Þýskalandi þegar hann var mættur til að fylgjast með fyrri leik Schalke og Manchester City í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Stuðningsmaður þessi var 32 ára gamall og hann varð fyrir miklum höfuðáverkum í árásinni. Hann lenti þarna í tveimur „ultra“ stuðningsmönnum Schalke liðsins. Mark Rogers, einn af stuðningsmönnum Manchester City, hefur sett af stað söfnun fyrir fórnarlambið og fjölskyldu hans. Stuðningsfólk Schalke er meðal þeirra sem hafa gefið í þessa söfnun."Let's do the quadruple for the lad"#MCFC fans have called on the club to bring home all four trophies in honour of the supporter who was attacked following their #UCL win over Schalke. Full Story: https://t.co/lAQKnmE3cepic.twitter.com/BdadEleiBI — BBC Sport (@BBCSport) March 12, 2019„Við fengum góð viðbrögð og nú skulum við vinna fernuna fyrir strákinn,“ sagði Mark Rogers í viðtali við BBC. „City er fjölskylda. Þú býst við reiði en það var engin. Þetta snýst allt um að vona að hann nái sér að fullu og að allt verði í lagi,“ sagði Rogers. „Þarna var fjölskylda á leiðinni á fótboltaleik, móðir, faðir og dóttir. Þau voru í fjölskylduferð og urðu fyrir áras. Þetta á ekki að gerast, ekki á neinum íþróttavelli,“ sagði Mark Rogers. Hinn slasaði hefur ekki verið nefndur á nafn en hann var í dái eftir árásina. Hann hefur vaknað úr dáinu en getur ekki talað þar sem hann er í öndunarvél. Manchester City vann fyrri leikinn 3-2 á útivelli og er því í fínum málum fyrir heimaleikinn í kvöld. City hefur þegar tryggt sér enska deildabikarinn en liðið er síðan í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar og komið alla leið í átta liða úrslit enska bikarsins. Leikur Manchester City og Schalke hefst klukkan 20.00 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meistaradeildarupphitunin hefst klukkan 19.30 og Meistaradeildarmörkin verða eftir báða leiki kvöldsins. Leikur Juventus og Atletico Madrid hefst líka klukkan 20.00 og er sýndur á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti