Pressa á Ronaldo fyrir leik kvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 12. mars 2019 13:00 Cristiano Ronaldo í leik með Juventus á dögunum. Getty/Salvatore Laporta Seinni leikirnir í einvígjum Juventus og Atletico Madrid annars vegar og Manchester City og Schalke 04 hins vegar í Meistaradeild Evrópu fara fram í kvöld áður en sextán liða úrslitunum lýkur á morgun. Staðan er ansi vænleg fyrir leikmenn Atletico og City eftir fyrri leiki liðanna en það skyldi enginn afskrifa Juventus þegar kemur að þessari keppni. Juventus siglir lygnan sjó þegar kemur að ítölsku úrvalsdeildinni með átján stiga forskot þegar ellefu umferðir eru eftir og stefnir hraðbyri að áttunda meistaratitlinum í röð. Það dugar hins vegar ekki til fyrir forráðamenn Juventus sem stefna hærra. Með kaupum félagsins á Cristiano Ronaldo átti liðið að komast yfir þröskuldinn og vinna þriðja Meistaradeildartitilinn í sögu félagsins. Það eru 23 ár liðin í vor síðan Juventus hóf Evrópubikarinn á loft eftir sigur gegn Ajax í vítaspyrnukeppni í Róm í fyrstu ferð Juventus af þremur í úrslitaleikinn á þremur árum. Síðan þá hefur Juventus tapað fimm sinnum í úrslitum, þar af tvisvar á síðustu fjórum árum gegn Ronaldo og þáverandi liðsfélögum í Real Madrid. Til þess að komast áfram verður Juventus að komast fram hjá ógnarsterkum varnarmúr Atletico Madrid sem hefur haldið hreinu í síðustu fimm leikjum og aðeins hleypt inn sautján mörkum í 27 leikjum í deildinni. Ronaldo átti sjálfur góðu gengi að fagna sem leikmaður Real gegn nágrönnum þeirra í Atletico því hann kom að þrjátíu mörkum í 31 leik og skoraði 22 þeirra. Eftir 2-0 sigur Atletico í fyrri leik liðanna er það ljóst að mark frá Atletico á morgun gerir svo gott sem út um einvígið. Fari svo að Atletico nái að slá Juventus út er það í fyrsta sinn síðan árið 2010 sem Cristiano Ronaldo fellur úr leik í keppninni í 16-liða úrslitunum. Seinni leikur kvöldsins ætti að vera formsatriði fyrir lærisveina Pep Guardiola þrátt fyrir að hafa lent í vandræðum í fyrri leik liðanna í Þýskalandi. Manchester City náði að setja þrjú mörk í Gelsenkirchen og Schalke, sem er tveimur sætum frá fallsæti í þýsku deildinni, ætti ekki að valda Manchester City vandræðum. Fernandinho, Kevin de Bruyne og Nicolas Otamendi eru fjarverandi hjá City en Aymeric Laporte mun snúa aftur í lið Englandsmeistaranna. Sagan er Schalke ekki hliðholl fyrir leikinn í kvöld enda hefur Schalke ekki tekist að vinna Manchester City þegar liðin hafa mæst til þessa. Þetta verður fjórða viðureign liðanna , 49 árum eftir þá fyrstu. Þá hefur Pep Guardiola átt góðu gengi að fagna gegn Schalke á ferli sínum sem knattspyrnustjóri. Lið undir hans stjórn hafa aldrei tapað gegn Schalke í sjö leikjum til þessa. Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira
Seinni leikirnir í einvígjum Juventus og Atletico Madrid annars vegar og Manchester City og Schalke 04 hins vegar í Meistaradeild Evrópu fara fram í kvöld áður en sextán liða úrslitunum lýkur á morgun. Staðan er ansi vænleg fyrir leikmenn Atletico og City eftir fyrri leiki liðanna en það skyldi enginn afskrifa Juventus þegar kemur að þessari keppni. Juventus siglir lygnan sjó þegar kemur að ítölsku úrvalsdeildinni með átján stiga forskot þegar ellefu umferðir eru eftir og stefnir hraðbyri að áttunda meistaratitlinum í röð. Það dugar hins vegar ekki til fyrir forráðamenn Juventus sem stefna hærra. Með kaupum félagsins á Cristiano Ronaldo átti liðið að komast yfir þröskuldinn og vinna þriðja Meistaradeildartitilinn í sögu félagsins. Það eru 23 ár liðin í vor síðan Juventus hóf Evrópubikarinn á loft eftir sigur gegn Ajax í vítaspyrnukeppni í Róm í fyrstu ferð Juventus af þremur í úrslitaleikinn á þremur árum. Síðan þá hefur Juventus tapað fimm sinnum í úrslitum, þar af tvisvar á síðustu fjórum árum gegn Ronaldo og þáverandi liðsfélögum í Real Madrid. Til þess að komast áfram verður Juventus að komast fram hjá ógnarsterkum varnarmúr Atletico Madrid sem hefur haldið hreinu í síðustu fimm leikjum og aðeins hleypt inn sautján mörkum í 27 leikjum í deildinni. Ronaldo átti sjálfur góðu gengi að fagna sem leikmaður Real gegn nágrönnum þeirra í Atletico því hann kom að þrjátíu mörkum í 31 leik og skoraði 22 þeirra. Eftir 2-0 sigur Atletico í fyrri leik liðanna er það ljóst að mark frá Atletico á morgun gerir svo gott sem út um einvígið. Fari svo að Atletico nái að slá Juventus út er það í fyrsta sinn síðan árið 2010 sem Cristiano Ronaldo fellur úr leik í keppninni í 16-liða úrslitunum. Seinni leikur kvöldsins ætti að vera formsatriði fyrir lærisveina Pep Guardiola þrátt fyrir að hafa lent í vandræðum í fyrri leik liðanna í Þýskalandi. Manchester City náði að setja þrjú mörk í Gelsenkirchen og Schalke, sem er tveimur sætum frá fallsæti í þýsku deildinni, ætti ekki að valda Manchester City vandræðum. Fernandinho, Kevin de Bruyne og Nicolas Otamendi eru fjarverandi hjá City en Aymeric Laporte mun snúa aftur í lið Englandsmeistaranna. Sagan er Schalke ekki hliðholl fyrir leikinn í kvöld enda hefur Schalke ekki tekist að vinna Manchester City þegar liðin hafa mæst til þessa. Þetta verður fjórða viðureign liðanna , 49 árum eftir þá fyrstu. Þá hefur Pep Guardiola átt góðu gengi að fagna gegn Schalke á ferli sínum sem knattspyrnustjóri. Lið undir hans stjórn hafa aldrei tapað gegn Schalke í sjö leikjum til þessa.
Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira