Tengsl og tengslaleysi mannsins Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. mars 2019 10:15 Ég held það sé alltaf af hinu góða þegar maður kemur hreint fram og segir hlutina eins heiðarlega og manni er unnt. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Kristín Gunnlaugsdóttir sýnir verk sín í Listasafninu á Akureyri ásamt Margréti Jónsdóttur leirlistakonu, en yfirskrift sýningarinnar er SuperBlack. Kristín sýnir þar 15 málverk. „Sýningin er framhald á sýningu okkar Margrétar í Nesstofu á Seltjarnarnesi árið 2015 en þar unnum við með svört verk sem tengdust sögu hússins sem er eitt elsta steinhús á landinu, byggt 1770. Út frá þeirri hugmynd þróaðist sýningin SuperBlack, þar sem við unnum báðar út frá svörtum lit og margvíslegri merkingu hans. Liturinn SuperBlack eða vantablack er vísindaleg uppfinning og sýnir algert tóm, augað greinir ekki litbrigði. Sýningin fór til Kaupmannahafnar og var sýnd á Norðurbryggju, þaðan til Þórshafnar, Færeyjum, þar sem hún var í Norðurlandahúsinu og lýkur nú ferðalagi sínu á Listasafninu á Akureyri. Margrét fæst í leirinnsetningu sinni við samband manns og náttúru og veltir fyrir sér spurningum um hvort manneskjan umgangist líffæri sín á sama hátt og náttúruna. Ég fjalla um samband mannsins við sjálfan sig og umhverfi sitt. Verkin fjalla um þessi tengsl og tengslaleysi mannsins, þrá eftir einhverju betra og hvernig sagan endurtekur sig. Þar vísa ég meðal annars til barokktímabilsins, uppstillinga portrettmynda þess tíma og hversu lítið það sagði um raunverulegt líf og líðan fólks. Ég nota líka mikið glimmer sem er skemmtilegt efni en viðkvæmt í myndlist. En fyrir mér fellur það vel að lífsháskaverkum. Í flestum verkum mínum gegnum tíðina hef ég eina manneskju, gjarnan konu og þá miðjusetta. Maðurinn er alltaf að fást við einsemd sem virðist aukast.“ Þrátt fyrir alla tækni og þrátt fyrir að hann sé sítengdur, eða kannski vegna þess? „Vegna þess. Ég held að honum hætti til að loka sig af og flóttaleiðirnar eru orðnar fleiri og auðveldari.“ Og svarti flöturinn býður upp á að þú sýnir þetta í verkum þínum. „Algjörlega. Hann getur átt við tóm og nýtt upphaf. Hann getur endurspeglað margt í sálarlífi fólks, allt frá hinu óttalega til skjóls. Hann er líka heillandi eins og myrkrið í móðurkviði eða næturhiminn. En það er líka rokk og ról í þessum verkum, glimmer og spenna.“Ekkert hvítt kurteisisbil Verkin eru flest um 2x2 metrar. „Ég ákvað að koma þeim öllum inn í þetta ferkantaða rými, á tvo veggi fyrir utan eitt verk. Þau eru hvert og eitt talsvert krefjandi og hlaðin og mér fannst fara þeim vel að liggja svona þétt saman og mynda tvo massa á sitt hvorum vegg. Það var gaman að sleppa hvíta kurteisisbilinu milli verkanna og láta þau öll kalla í einu. Hafa nógu mikið af öllu. Persónulega finnst mér þessi uppsetning takast mjög vel. Það er best að setja saman sýningu þegar rýmið er hannað fyrir myndlist og ekkert sem truflar. Lofthæðin er góð og reyndar eru öll rýmin hér í Listasafninu á Akureyri spennandi þótt þau séu ólík. Þetta er einstaklega fallegt og vel búið safn og mjög gefandi að sýna og vinna hér. Eitt afar mikilvægt er að Listasafn Akureyrar og Listasafn Reykjavíkur eru fyrstu opinberu listasöfnin sem borga listamönnum fyrir að vera með sýningu. Það hefur verið hefð fyrir því að allir sem vinna í kringum listamanninn séu á sínum taxta en listamaðurinn sem þrátt fyrir allt allt hverfist um, á að láta sér nægja heiðurinn og lifa af honum. Þótt myndlist sé til sölu, hentar hún misvel í hýbýli fólks eða stofnana. Listamenn reikna ekki með því að selja.“„Mér fannst fara þeim vel að liggja svona þétt saman,“ segir Kristín.Sköpunarverkið er í lagi Talað berst að þróuninni í list Kristínar. Hún hefur verið þekkt fyrir gerð helgimynda og notar tækni miðalda enn, en á nýjan hátt. Hún sýnir blaðamanni verk unnið með blaðgulli, af konu sem er búin að ganga í gegnum krabbameinsmeðferð og hefur misst brjóst. „Hér er mannkynið í sársaukanum, þetta er í rauninni Kristsmynd nútímans,“ segir hún. Saumuð veggteppi og blaðgullsverk af kvensköpum vöktu athygli og ekki síst vegna breytinganna sem list Kristínar tók um 2008. „Einhverjir hneyksluðust en ég fékk eiginlega bara jákvæð viðbrögð. Það var eins og margir upplifðu létti. Ég held það sé alltaf af hinu góða þegar maður kemur hreint fram og segir hlutina eins heiðarlega og manni er unnt. Mér var engin reiði í hug með píkumyndunum. Sköpunarverkið er í lagi, kynhvöt er í lagi, við erum í lagi. Hvernig við svo förum með þessi mál er allt annað. En verk af sköpum geta orðið trúarleg upplifun vegna þess að sköpunarverkið er í lagi, ekki satt? Allt er gott. Í kapellu Grafarvogskirkju er einmitt búið að hengja upp stórt skapaverk sem ég nefni „Móðirin“ og er mikilvægt innlegg í þessa umræðu. Ég er afar ánægð og sátt við framtak presta og sóknarnefndar þar. Í myndlist minni er þráður sem er einnig stór hluti af sjálfri mér og snýr að undirvitund, eðlishvöt eins og trú og kynhvöt, dauða og ekki síst tabúum. Í SuperBlack er umfangsefnið dauðinn og þráin. Og tabúin liggja mjög nálægt í okkar daglega lífi. Til dæmis í okkar æskudýrkandi samfélagi er eins og það sé vandræðalegt að eldast. Og er guð orðinn tabú?“ Það er nóg fram undan hjá Kristínu. Í byrjun júní verður opnuð sýning í Galleríi Kaktus á Akureyri, viku síðar í Galleríi Kompu á Siglufirði og þann 17. júní í Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, Egilsstöðum. Í september er sýning í Genf og í Vínarborg í október. „Það er mikilvægt að vera á staðnum og fylgja sýningum eftir, ef það er hægt. Umræðan um verkin er mikilvæg og maður hefur gott af henni. En best er þegar verkið lifir af sem slíkt og gefur af sér í þögninni,“ segir listakonan. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Kristín Gunnlaugsdóttir sýnir verk sín í Listasafninu á Akureyri ásamt Margréti Jónsdóttur leirlistakonu, en yfirskrift sýningarinnar er SuperBlack. Kristín sýnir þar 15 málverk. „Sýningin er framhald á sýningu okkar Margrétar í Nesstofu á Seltjarnarnesi árið 2015 en þar unnum við með svört verk sem tengdust sögu hússins sem er eitt elsta steinhús á landinu, byggt 1770. Út frá þeirri hugmynd þróaðist sýningin SuperBlack, þar sem við unnum báðar út frá svörtum lit og margvíslegri merkingu hans. Liturinn SuperBlack eða vantablack er vísindaleg uppfinning og sýnir algert tóm, augað greinir ekki litbrigði. Sýningin fór til Kaupmannahafnar og var sýnd á Norðurbryggju, þaðan til Þórshafnar, Færeyjum, þar sem hún var í Norðurlandahúsinu og lýkur nú ferðalagi sínu á Listasafninu á Akureyri. Margrét fæst í leirinnsetningu sinni við samband manns og náttúru og veltir fyrir sér spurningum um hvort manneskjan umgangist líffæri sín á sama hátt og náttúruna. Ég fjalla um samband mannsins við sjálfan sig og umhverfi sitt. Verkin fjalla um þessi tengsl og tengslaleysi mannsins, þrá eftir einhverju betra og hvernig sagan endurtekur sig. Þar vísa ég meðal annars til barokktímabilsins, uppstillinga portrettmynda þess tíma og hversu lítið það sagði um raunverulegt líf og líðan fólks. Ég nota líka mikið glimmer sem er skemmtilegt efni en viðkvæmt í myndlist. En fyrir mér fellur það vel að lífsháskaverkum. Í flestum verkum mínum gegnum tíðina hef ég eina manneskju, gjarnan konu og þá miðjusetta. Maðurinn er alltaf að fást við einsemd sem virðist aukast.“ Þrátt fyrir alla tækni og þrátt fyrir að hann sé sítengdur, eða kannski vegna þess? „Vegna þess. Ég held að honum hætti til að loka sig af og flóttaleiðirnar eru orðnar fleiri og auðveldari.“ Og svarti flöturinn býður upp á að þú sýnir þetta í verkum þínum. „Algjörlega. Hann getur átt við tóm og nýtt upphaf. Hann getur endurspeglað margt í sálarlífi fólks, allt frá hinu óttalega til skjóls. Hann er líka heillandi eins og myrkrið í móðurkviði eða næturhiminn. En það er líka rokk og ról í þessum verkum, glimmer og spenna.“Ekkert hvítt kurteisisbil Verkin eru flest um 2x2 metrar. „Ég ákvað að koma þeim öllum inn í þetta ferkantaða rými, á tvo veggi fyrir utan eitt verk. Þau eru hvert og eitt talsvert krefjandi og hlaðin og mér fannst fara þeim vel að liggja svona þétt saman og mynda tvo massa á sitt hvorum vegg. Það var gaman að sleppa hvíta kurteisisbilinu milli verkanna og láta þau öll kalla í einu. Hafa nógu mikið af öllu. Persónulega finnst mér þessi uppsetning takast mjög vel. Það er best að setja saman sýningu þegar rýmið er hannað fyrir myndlist og ekkert sem truflar. Lofthæðin er góð og reyndar eru öll rýmin hér í Listasafninu á Akureyri spennandi þótt þau séu ólík. Þetta er einstaklega fallegt og vel búið safn og mjög gefandi að sýna og vinna hér. Eitt afar mikilvægt er að Listasafn Akureyrar og Listasafn Reykjavíkur eru fyrstu opinberu listasöfnin sem borga listamönnum fyrir að vera með sýningu. Það hefur verið hefð fyrir því að allir sem vinna í kringum listamanninn séu á sínum taxta en listamaðurinn sem þrátt fyrir allt allt hverfist um, á að láta sér nægja heiðurinn og lifa af honum. Þótt myndlist sé til sölu, hentar hún misvel í hýbýli fólks eða stofnana. Listamenn reikna ekki með því að selja.“„Mér fannst fara þeim vel að liggja svona þétt saman,“ segir Kristín.Sköpunarverkið er í lagi Talað berst að þróuninni í list Kristínar. Hún hefur verið þekkt fyrir gerð helgimynda og notar tækni miðalda enn, en á nýjan hátt. Hún sýnir blaðamanni verk unnið með blaðgulli, af konu sem er búin að ganga í gegnum krabbameinsmeðferð og hefur misst brjóst. „Hér er mannkynið í sársaukanum, þetta er í rauninni Kristsmynd nútímans,“ segir hún. Saumuð veggteppi og blaðgullsverk af kvensköpum vöktu athygli og ekki síst vegna breytinganna sem list Kristínar tók um 2008. „Einhverjir hneyksluðust en ég fékk eiginlega bara jákvæð viðbrögð. Það var eins og margir upplifðu létti. Ég held það sé alltaf af hinu góða þegar maður kemur hreint fram og segir hlutina eins heiðarlega og manni er unnt. Mér var engin reiði í hug með píkumyndunum. Sköpunarverkið er í lagi, kynhvöt er í lagi, við erum í lagi. Hvernig við svo förum með þessi mál er allt annað. En verk af sköpum geta orðið trúarleg upplifun vegna þess að sköpunarverkið er í lagi, ekki satt? Allt er gott. Í kapellu Grafarvogskirkju er einmitt búið að hengja upp stórt skapaverk sem ég nefni „Móðirin“ og er mikilvægt innlegg í þessa umræðu. Ég er afar ánægð og sátt við framtak presta og sóknarnefndar þar. Í myndlist minni er þráður sem er einnig stór hluti af sjálfri mér og snýr að undirvitund, eðlishvöt eins og trú og kynhvöt, dauða og ekki síst tabúum. Í SuperBlack er umfangsefnið dauðinn og þráin. Og tabúin liggja mjög nálægt í okkar daglega lífi. Til dæmis í okkar æskudýrkandi samfélagi er eins og það sé vandræðalegt að eldast. Og er guð orðinn tabú?“ Það er nóg fram undan hjá Kristínu. Í byrjun júní verður opnuð sýning í Galleríi Kaktus á Akureyri, viku síðar í Galleríi Kompu á Siglufirði og þann 17. júní í Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, Egilsstöðum. Í september er sýning í Genf og í Vínarborg í október. „Það er mikilvægt að vera á staðnum og fylgja sýningum eftir, ef það er hægt. Umræðan um verkin er mikilvæg og maður hefur gott af henni. En best er þegar verkið lifir af sem slíkt og gefur af sér í þögninni,“ segir listakonan.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira