Ölþingi Lára G. Sigurðardóttir skrifar 11. mars 2019 07:30 Það er þá satt sem þú hefur bent á – maður drekkur meira áfengi þegar það er svona auðvelt að kaupa það,“ sagði maðurinn minn um daginn. Við höfum nú dvalið í Kaliforníu þar sem áfengi er selt víða í verslunum. Mér varð hugsað til þessara orða nú þegar áfengisfrumvarpið er til umræðu í ellefta sinn á Ölþingi okkar Íslendinga. Rökstuðningur flutningsmanna frumvarpsins um að einkavæða áfengissölu og að leyfa áfengisauglýsingar er alls ekki með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Hér eru nokkur af þeim atriðum sem Ölþingismenn nefndu: íslenskir bjórframleiðendur þurfa að græða meira; aðgengi er svo mikið að við getum alveg eins aukið það meira; fyrst sumir brjóta áfengislögin þá skulum við bara afnema þau; leggjum áherslu á áfengisforvarnir næstu fimm árin því áfengisvandinn mun aukast með frumvarpinu; „áfengismenningin“ þarf að komast á hærra plan; svo skulum við ekki hafa vit fyrir öðrum, og síðast en ekki síst; þá mun fræðsla til almennings leysa öll vandamál. Ef frumvarpsmenn hefðu lesið sér til þá vissu þeir að fræðsla dugar skammt í áfengisforvörnum og að það eru einmitt aðgerðir stjórnvalda eins og að takmarka aðgengi og sýnileika sem skila mestum árangri. Er þetta ekki komið gott eða þurfum við að setja áfengisfrumvarpsbann á Ölþingi? Sjálf get ég þulið upp neikvæðar afleiðingar áfengisneyslu en samt drekk ég meira en skynsemin segir mér. Ég skammast mín fyrir að segja það en svona getur maður verið ófullkominn. Ég leyfi mér samt að segja þetta því ég veit að ég er ekki ein um að fara ekki alltaf eftir því sem ég veit að er mér fyrir bestu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun
Það er þá satt sem þú hefur bent á – maður drekkur meira áfengi þegar það er svona auðvelt að kaupa það,“ sagði maðurinn minn um daginn. Við höfum nú dvalið í Kaliforníu þar sem áfengi er selt víða í verslunum. Mér varð hugsað til þessara orða nú þegar áfengisfrumvarpið er til umræðu í ellefta sinn á Ölþingi okkar Íslendinga. Rökstuðningur flutningsmanna frumvarpsins um að einkavæða áfengissölu og að leyfa áfengisauglýsingar er alls ekki með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Hér eru nokkur af þeim atriðum sem Ölþingismenn nefndu: íslenskir bjórframleiðendur þurfa að græða meira; aðgengi er svo mikið að við getum alveg eins aukið það meira; fyrst sumir brjóta áfengislögin þá skulum við bara afnema þau; leggjum áherslu á áfengisforvarnir næstu fimm árin því áfengisvandinn mun aukast með frumvarpinu; „áfengismenningin“ þarf að komast á hærra plan; svo skulum við ekki hafa vit fyrir öðrum, og síðast en ekki síst; þá mun fræðsla til almennings leysa öll vandamál. Ef frumvarpsmenn hefðu lesið sér til þá vissu þeir að fræðsla dugar skammt í áfengisforvörnum og að það eru einmitt aðgerðir stjórnvalda eins og að takmarka aðgengi og sýnileika sem skila mestum árangri. Er þetta ekki komið gott eða þurfum við að setja áfengisfrumvarpsbann á Ölþingi? Sjálf get ég þulið upp neikvæðar afleiðingar áfengisneyslu en samt drekk ég meira en skynsemin segir mér. Ég skammast mín fyrir að segja það en svona getur maður verið ófullkominn. Ég leyfi mér samt að segja þetta því ég veit að ég er ekki ein um að fara ekki alltaf eftir því sem ég veit að er mér fyrir bestu.