Frekari uppsagnir í ferðaþjónustu ekki ólíklegar Kjartan Kjartansson skrifar 29. mars 2019 15:55 Búast má við að afbókanir vegna falls Wow air komi fram á næstu dögum og vikum. Vísir/Hanna Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir ekki ólíklegt að til frekari uppsagna komi á næstunni í kjölfar gjaldþrots Wow air og fleiri neikvæðra þátta. Of snemmt sé að segja til um afbókanir ferðamanna sem áttu bókaðar ferðir með fallna flugfélaginu. Tilkynnt var um gjaldþrot Wow air í gær eftir að stjórnendur fyrirtækisins höfðu háð margra mánaða baráttu við rekstri flugfélagsins. Wow air hefur flutt stóran hluta þeirra erlendu ferðamanna sem komið hafa til landsins undanfarin ár. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa þegar orðið vör við afbókanir gesta í dag en Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir of snemmt að segja til um umfang þeirra. „Gististaðir sem fá bókanir í gegnum bókunarvélar eins og Booking vita ekki endilega hvernig fólkið kemur til landsins þannig að það er erfitt að átta sig á stöðunni. Þetta á allt eftir að koma í ljós á næstu dögum,“ segir hún í samtali við Vísi.Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Verkalýðsfélögin aflýsi frekari verkfallsaðgerðum Óvissan með skort á framboði á ferðum til Íslands og mögulegar afbókanir leggst ofan á versnandi afkomu ferðaþjónustufyrirtækja í kjölfar gengisstyrkingar krónunnar frá 2016 og kjaradeilur með verkföllum í ferðaþjónustunni. Mörg fyrirtæki séu í vandræðum sem sjáist á uppsögnum, samþjöppun og hagræðingu í greininni undanfarin misseri. Þegar hefur verið tilkynnt um fjöldauppsagnir hjá Airport Associates og Kynnisferðum eftir að fréttirnar um fall Wow air bárust. Bjarnheiður segist að frekari uppsagna gæti verið að vænta á næstunni. „Það er ekkert ólíklegt að það fylgi fleiri í kjölfarið, sama hvort það verða fjöldauppsagnir eða litlar uppsagnir hjá mörgum fyrirtækjum þar sem margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Bjarnheiður.Sjá einnig: Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Enn vofa frekari verkfallsaðgerðir yfir ferðaþjónustunni. Þótt tveggja daga verkfalli sem átti að hefjast í gær og standa fram á daginn í dag hafi verið aflýst er enn boðað þriggja daga verkfall sem á að hefjast á miðvikudag. „Við vonumst til þess að verkalýðshreyfingin sjái sóma sinn í að aflýsa frekari verkföllum í ljósi stöðunnar sem er grafalvarleg,“ segir Bjarnheiður. Ferðamennska á Íslandi Verkföll 2019 Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir 59 sagt upp hjá Kynnisferðum Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri, segir það hafa verið erfiða ákvörðun en rekstarumhverfi hafi breyst mikið að undanförnu. 28. mars 2019 16:39 Uppsagnir hjá Gray Line: Hafa ekki lengur efni á að vera með starfsmenn á lager Þremur starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line hefur verið sagt upp. 29. mars 2019 12:07 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43 Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir ekki ólíklegt að til frekari uppsagna komi á næstunni í kjölfar gjaldþrots Wow air og fleiri neikvæðra þátta. Of snemmt sé að segja til um afbókanir ferðamanna sem áttu bókaðar ferðir með fallna flugfélaginu. Tilkynnt var um gjaldþrot Wow air í gær eftir að stjórnendur fyrirtækisins höfðu háð margra mánaða baráttu við rekstri flugfélagsins. Wow air hefur flutt stóran hluta þeirra erlendu ferðamanna sem komið hafa til landsins undanfarin ár. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa þegar orðið vör við afbókanir gesta í dag en Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir of snemmt að segja til um umfang þeirra. „Gististaðir sem fá bókanir í gegnum bókunarvélar eins og Booking vita ekki endilega hvernig fólkið kemur til landsins þannig að það er erfitt að átta sig á stöðunni. Þetta á allt eftir að koma í ljós á næstu dögum,“ segir hún í samtali við Vísi.Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Verkalýðsfélögin aflýsi frekari verkfallsaðgerðum Óvissan með skort á framboði á ferðum til Íslands og mögulegar afbókanir leggst ofan á versnandi afkomu ferðaþjónustufyrirtækja í kjölfar gengisstyrkingar krónunnar frá 2016 og kjaradeilur með verkföllum í ferðaþjónustunni. Mörg fyrirtæki séu í vandræðum sem sjáist á uppsögnum, samþjöppun og hagræðingu í greininni undanfarin misseri. Þegar hefur verið tilkynnt um fjöldauppsagnir hjá Airport Associates og Kynnisferðum eftir að fréttirnar um fall Wow air bárust. Bjarnheiður segist að frekari uppsagna gæti verið að vænta á næstunni. „Það er ekkert ólíklegt að það fylgi fleiri í kjölfarið, sama hvort það verða fjöldauppsagnir eða litlar uppsagnir hjá mörgum fyrirtækjum þar sem margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Bjarnheiður.Sjá einnig: Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Enn vofa frekari verkfallsaðgerðir yfir ferðaþjónustunni. Þótt tveggja daga verkfalli sem átti að hefjast í gær og standa fram á daginn í dag hafi verið aflýst er enn boðað þriggja daga verkfall sem á að hefjast á miðvikudag. „Við vonumst til þess að verkalýðshreyfingin sjái sóma sinn í að aflýsa frekari verkföllum í ljósi stöðunnar sem er grafalvarleg,“ segir Bjarnheiður.
Ferðamennska á Íslandi Verkföll 2019 Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir 59 sagt upp hjá Kynnisferðum Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri, segir það hafa verið erfiða ákvörðun en rekstarumhverfi hafi breyst mikið að undanförnu. 28. mars 2019 16:39 Uppsagnir hjá Gray Line: Hafa ekki lengur efni á að vera með starfsmenn á lager Þremur starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line hefur verið sagt upp. 29. mars 2019 12:07 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43 Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
59 sagt upp hjá Kynnisferðum Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri, segir það hafa verið erfiða ákvörðun en rekstarumhverfi hafi breyst mikið að undanförnu. 28. mars 2019 16:39
Uppsagnir hjá Gray Line: Hafa ekki lengur efni á að vera með starfsmenn á lager Þremur starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line hefur verið sagt upp. 29. mars 2019 12:07
Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00
Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43