Flugvélar sem reðurtákn Jakob Bjarnar skrifar 29. mars 2019 13:29 Nú eru uppi þær umdeildu kenningar að eigendur flugfélaga séu upp til hópa ábyrgðarlausir karlmenn og því sé nú svo illa komið með flugrekstur. Á samfélagsmiðlum og víðar leita menn nú dyrum og dyngjum eftir mögulegum ástæðum fyrir því hvernig á því stóð að svo illa fór sem raun ber vitni með WOW air og fall þess. Meðal þess sem menn hafa fitjað uppá er að eigendur flugfélaganna séu ábyrgðarlausir hvítir karlmenn. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, reið á vaðið í gær og kallað fram nokkra reiði með skoðun sem hún setti fram á Twittersíðu sinni. Hún vildi meina að ófarir fyrirtækisins mætti rekja til þess að eigandi fyrirtækisins væri áhættusækinn karlmaður sem nú skildi eftir sig slóðina; saklaust fólk sem sæti eftir með sárt ennið.Meðal þeirra sem gefur það til kynna með "læki" að Sóley eigi kollgátuna er alþingismaðurinn Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Viðbrögðin létu ekki á sér standa en ekki varð það til þess að Sóley rifaði seglin með þetta sjónarmið, nema síður sé.Björn Ingi Hrafnsson, eiganda vefsíðunnar Viljinn, er einn þeirra sem telja þessar bollaleggingar afar ósmekklegar í pistli þar sem hann vildi benda á að konur hafi síður en svo verið áhrifalausar innan veggja WOW air. Björn Ingi bryddaði uppá því sjónarmiði að Sóley væri með þessu að gera lítið úr konum og þeirra hlut. Sóley hefur hins vegar borist liðsauki í þessum vangaveltum. Gunnar Smári Egilsson blaðamaður telur engum blöðum um það að fletta að djúpstæðan vanda við flugrekstur síðustu ára megi einmitt rekja til þessarar manngerðar. „Það þarf bara að skoða myndir af eigendum flugfélaga og hvernig þeir birtast almenningi,“ segir Gunnar Smári sem lagðist í rannsóknarvinnu og fann til myndir af eigendum flugfélaga. „Flugvélar virðast vera einskonar reðurtákn og rekstur flugfélaga karlmennskuvígsla. Og flugfreyjurnar svo auðvitað verðlaunin.“ Og hér fyrir neðan getur að líta myndir af eigendum ýmissa flugfélaga, eins og þeir birtast Gunnari Smára.Björn Kos eigandi Norwegian.Michael O´Leary, eigandi Ryanair.Steven Greenway eigandi Swoop Airlines. Samfélagsmiðlar WOW Air Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Á samfélagsmiðlum og víðar leita menn nú dyrum og dyngjum eftir mögulegum ástæðum fyrir því hvernig á því stóð að svo illa fór sem raun ber vitni með WOW air og fall þess. Meðal þess sem menn hafa fitjað uppá er að eigendur flugfélaganna séu ábyrgðarlausir hvítir karlmenn. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, reið á vaðið í gær og kallað fram nokkra reiði með skoðun sem hún setti fram á Twittersíðu sinni. Hún vildi meina að ófarir fyrirtækisins mætti rekja til þess að eigandi fyrirtækisins væri áhættusækinn karlmaður sem nú skildi eftir sig slóðina; saklaust fólk sem sæti eftir með sárt ennið.Meðal þeirra sem gefur það til kynna með "læki" að Sóley eigi kollgátuna er alþingismaðurinn Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Viðbrögðin létu ekki á sér standa en ekki varð það til þess að Sóley rifaði seglin með þetta sjónarmið, nema síður sé.Björn Ingi Hrafnsson, eiganda vefsíðunnar Viljinn, er einn þeirra sem telja þessar bollaleggingar afar ósmekklegar í pistli þar sem hann vildi benda á að konur hafi síður en svo verið áhrifalausar innan veggja WOW air. Björn Ingi bryddaði uppá því sjónarmiði að Sóley væri með þessu að gera lítið úr konum og þeirra hlut. Sóley hefur hins vegar borist liðsauki í þessum vangaveltum. Gunnar Smári Egilsson blaðamaður telur engum blöðum um það að fletta að djúpstæðan vanda við flugrekstur síðustu ára megi einmitt rekja til þessarar manngerðar. „Það þarf bara að skoða myndir af eigendum flugfélaga og hvernig þeir birtast almenningi,“ segir Gunnar Smári sem lagðist í rannsóknarvinnu og fann til myndir af eigendum flugfélaga. „Flugvélar virðast vera einskonar reðurtákn og rekstur flugfélaga karlmennskuvígsla. Og flugfreyjurnar svo auðvitað verðlaunin.“ Og hér fyrir neðan getur að líta myndir af eigendum ýmissa flugfélaga, eins og þeir birtast Gunnari Smára.Björn Kos eigandi Norwegian.Michael O´Leary, eigandi Ryanair.Steven Greenway eigandi Swoop Airlines.
Samfélagsmiðlar WOW Air Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira