Einar Rafn Eiðsson, hægri skytta bikarmeistara FH í Olís-deild karla í handbolta, er búinn að skrifa undir nýjan þriggja ára samning við Hafnafjarðarliðið en þetta kemur fram í fréttatilkynningu.
Einar Rafn hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar undanfarin ár og er lykilmaður í FH-liðinu sem spilaði til úrslita í Olís-deildinni 2017 og 2018 og varð bikarmeistari á þessu ári.
Hann var valinn besta hægri skyttan í Olís-deild karla á síðustu leiktíð en þá skoraði hann 6,5 mörk að meðaltali í leik og gaf fjórar stoðsendingar. Hann hefur verið mikið meiddur á þessari leiktíð en er að ná sér heilum rétt fyrir úrslitakeppnina.
„Við FH-ingar erum gríðarlega ánægðir með að hafa náð samkomulagi við Einar Rafn um nýjan þriggja ára samning. Einar Rafn hefur verið einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins undanfarin ár og á stóran þátt í því góða gengi sem liðið hefur náð síðustu tímabil,“ segir Sigurgeir Árni Ægisson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar FH.
„Við FH-ingar ætlum okkur að sjálfsögðu að halda áfram að berjast um alla titla á næstu árum og lítum á Einar Rafn sem lykilleikmann í þeirri vegferð.“
Einar Rafn og félagar í FH fá nýjan þjálfara í sumar þegar að Sigursteinn Arndal tekur við liðinu af Halldóri Jóhanni Sigfússyni.
Einar Rafn framlengir um þrjú ár í Krikanum
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn


FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn



Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

Valur tímabundið á toppinn
Handbolti

