Flugfreyjur og þjónar WOW kveðja á Instagram

WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst.
Öllu flugi félagsins var aflýst í nótt en seinasta flugferð WOW air var frá Keflavík til Detroit í gær samkvæmt Flight radar.
Ljóst er að fall WOW mun hafa afleiðingar hér á landi en ellefu hundruð manns munu missa vinnuna hjá WOW air eftir að flugfélagið tilkynnti að það hefði hætt starfsemi að fullu.
Flugfreyjur- og flugþjónar fyrirtækisins kveðja flugfélagið með söknuði á Instagram og tala allir um að tími þeirra hjá félaginu hafi verið lærdómsríkur og skemmtilegur eins og sjá má hér að neðan.