Enginn leikmaður enska liðsins var fæddur þegar liðið náði þessu síðast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2019 11:30 Bryan Robson fagnar þrennu sinni þegar England skoraði síðasta fimm mörk í tveimur landsleikjum í röð. Getty/Mark Leech Enska landsliðið er til alls líklegt í framtíðinni eftir tíu mörk á þremur dögum í undankeppni EM alls staðar 2020. Enska landsliðið hefur byrjað undankeppni Evrópumóts landsliða með frábærum hætti en liðið vann 5-1 útisigur á Svartfjallalandi í gærkvöldi. Þessi stórsigur kemur aðeins þremur dögum eftir að enska landsliðið vann 5-0 sigur á Tékkum á Wembley. Svartfjallaland og Tékkland eru engar smáþjóðir á fótboltavellinum og úrslitin gefa því sterk skilaboð. Enska landsliðið er því með 6 stig og markatöluna 10-1 eftir fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2020. Raheem Sterling skoraði þrennu í fyrri leiknum og kom síðan að þremur mörkum í gær með einu marki og tveimur stoðsendingum. Harry Kane skoraði í báðum leikjum og Ross Barkley var með tvö mörk í gær. Fimmta markið í fyrri leiknum var sjálfsmark en fimmta markið í gær skoraði miðvörðurinn Michael Keane. Það er ekki á hverjum degi sem enska landsliðið nær þessu því liðið hafði ekki náð tveimur fimm marka leikjum í röð síðan í nóvember 1984 eða í 34 og hálft ár.5 - England have scored 5+ goals in consecutive matches for the first time since November 1984. Rout. pic.twitter.com/sgO6AIggZC — OptaJoe (@OptaJoe) March 25, 2019Síðasta náði enska landsliðið þessu þegar liðið vann 5-0 sigur á Finnlandi 17. október 1984 og svo 8-0 útisigur á Tyrklandi 14. nóvember 1984. Báðir leikirnir voru í undankeppni HM 1986. Mörkin í fyrri leiknum skoruðu þeir Mark Hateley (2), Tony Woodcock, Bryan Robson og Kenny Sansom en leikurinn fór fram á gamla Wembley. Bryan Robson skoraði þrennu í seinni leiknum en hin mörkin skoruðu John Barnes (2), Tony Woodcock (2) og Viv Anderson. Það merkilega er að svo langt er síðan að þetta náðist síðast hjá enska landsliðinu að enginn leikmaður enska landsliðsins í dag var fæddur í nóvember 1984. Elsti leikmaður hópsins er varamarkvörðurinn Tom Heaton sem fæddist í apríl 1986. Af þeim sem tóku þátt í sigurleikjunum tveimur var Kyle Walker elstur en hann fæddist þó ekki fyrr en í maímánuði 1990.Mar 22: 5-0 Mar 25: 5-1 10 goals in the space of four days for the Three Lions. https://t.co/P1YyTPozS9 — Squawka Football (@Squawka) March 25, 2019 EM 2020 í fótbolta Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Sjá meira
Enska landsliðið er til alls líklegt í framtíðinni eftir tíu mörk á þremur dögum í undankeppni EM alls staðar 2020. Enska landsliðið hefur byrjað undankeppni Evrópumóts landsliða með frábærum hætti en liðið vann 5-1 útisigur á Svartfjallalandi í gærkvöldi. Þessi stórsigur kemur aðeins þremur dögum eftir að enska landsliðið vann 5-0 sigur á Tékkum á Wembley. Svartfjallaland og Tékkland eru engar smáþjóðir á fótboltavellinum og úrslitin gefa því sterk skilaboð. Enska landsliðið er því með 6 stig og markatöluna 10-1 eftir fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2020. Raheem Sterling skoraði þrennu í fyrri leiknum og kom síðan að þremur mörkum í gær með einu marki og tveimur stoðsendingum. Harry Kane skoraði í báðum leikjum og Ross Barkley var með tvö mörk í gær. Fimmta markið í fyrri leiknum var sjálfsmark en fimmta markið í gær skoraði miðvörðurinn Michael Keane. Það er ekki á hverjum degi sem enska landsliðið nær þessu því liðið hafði ekki náð tveimur fimm marka leikjum í röð síðan í nóvember 1984 eða í 34 og hálft ár.5 - England have scored 5+ goals in consecutive matches for the first time since November 1984. Rout. pic.twitter.com/sgO6AIggZC — OptaJoe (@OptaJoe) March 25, 2019Síðasta náði enska landsliðið þessu þegar liðið vann 5-0 sigur á Finnlandi 17. október 1984 og svo 8-0 útisigur á Tyrklandi 14. nóvember 1984. Báðir leikirnir voru í undankeppni HM 1986. Mörkin í fyrri leiknum skoruðu þeir Mark Hateley (2), Tony Woodcock, Bryan Robson og Kenny Sansom en leikurinn fór fram á gamla Wembley. Bryan Robson skoraði þrennu í seinni leiknum en hin mörkin skoruðu John Barnes (2), Tony Woodcock (2) og Viv Anderson. Það merkilega er að svo langt er síðan að þetta náðist síðast hjá enska landsliðinu að enginn leikmaður enska landsliðsins í dag var fæddur í nóvember 1984. Elsti leikmaður hópsins er varamarkvörðurinn Tom Heaton sem fæddist í apríl 1986. Af þeim sem tóku þátt í sigurleikjunum tveimur var Kyle Walker elstur en hann fæddist þó ekki fyrr en í maímánuði 1990.Mar 22: 5-0 Mar 25: 5-1 10 goals in the space of four days for the Three Lions. https://t.co/P1YyTPozS9 — Squawka Football (@Squawka) March 25, 2019
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Sjá meira