Sterling: Kominn tími til þess að fólkið sem ræður taki á kynþáttaníði Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. mars 2019 08:30 Sterling fagnar marki sínu í gærkvöld vísir/getty Sigur Englands á Svartfjallalandi í undankeppni EM 2020 stendur í skugganum af kynþáttaníði sem leikmenn Englands sátu undir frá stuðningsmönnum Svartfjallalands. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, varð sjálfur vitni af því þegar stuðningsmenn heimamanna í Svartfjallalandi nýddust á Danny Rose. Þá sagði Callum Hudson-Odoi frá því að hann hafi orðið var við kynþáttaníð úr stúkunni og Raheem Sterling setti á Twitter í gærkvöldi mynd af sér þar sem hann er með hendurnar á eyrunum og sagði „besta leiðin til þess að slökkva í höturunum, og já ég á við rasista.“ Sterling hefur áður orðið fyrir kynþáttaníði í vetur, þar á meðal heima fyrir í Englandi. Eftir leikinn í gærkvöld, sem England vann 5-1 og Sterling var á meðal markaskorara, var hann spurður að því hvort refsa ætti fyrir hegðun stuðningsmannanna með því að spila næstu leiki fyrir luktum dyrum. „Já. Það þarf að refsa þeim alvarlega til þess að þeir hugsi sig um áður en þeir gera þetta aftur,“ sagði Sterling.Best way to silence the haters (and yeah I mean racists) #2019 #getsomeeducationpic.twitter.com/ohhkOJtdey — Raheem Sterling (@sterling7) March 25, 2019 „Það er kominn tími til þess að fólkið sem ræður seti alvöru stimpil á þetta. Hversu mikið gerir það að sekta bara?“ „Það verður að refsa harðar, refsa öllum stuðningsmönnunum og banna þeim að fara á leiki. Ef liðið þeirra þarf að spila án stuðningsmanna þá verður það erfiðara fyrir liðið og stuðningsmennirnir munu hugsa sig tvisvar um.“ Regluverk UEFA segir að kynþáttaníði frá stuðningsmönnum skuli refsa með að minnsta kosti hluta af stúkunni lokaðri í næstu leikjum. Sterling sagði þó eftir leikinn að hann hafi sjálfur ekki heyrt neitt í þessum tiltekna leik, en hann heyrði af því frá Danny Rose. Spurður út í fagnið þar sem hann setti hendurnar á eyrun sagði Sterling: „Ég vildi bara sýna þeim að þeir þurfa að gera meira en þetta til þess að koma okkur úr jafnvægi og stoppa okkur. Við vitum allir hver húðlitur okkar er, svo ég veit ekki afhverju þetta er svona mikið mál, það er ekki eins og þeir séu að segja okkur eitthvað nýtt.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Danny Rose varð fyrir kynþáttaníði í kvöld: „Þetta er ekki boðlegt“ Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, staðfesti eftir leik Englands gegn Svartfjallalandi í kvöld að Danny Rose, bakvörður Englands, hafi orðið fyrir kynþáttaníði. 25. mars 2019 22:19 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sjá meira
Sigur Englands á Svartfjallalandi í undankeppni EM 2020 stendur í skugganum af kynþáttaníði sem leikmenn Englands sátu undir frá stuðningsmönnum Svartfjallalands. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, varð sjálfur vitni af því þegar stuðningsmenn heimamanna í Svartfjallalandi nýddust á Danny Rose. Þá sagði Callum Hudson-Odoi frá því að hann hafi orðið var við kynþáttaníð úr stúkunni og Raheem Sterling setti á Twitter í gærkvöldi mynd af sér þar sem hann er með hendurnar á eyrunum og sagði „besta leiðin til þess að slökkva í höturunum, og já ég á við rasista.“ Sterling hefur áður orðið fyrir kynþáttaníði í vetur, þar á meðal heima fyrir í Englandi. Eftir leikinn í gærkvöld, sem England vann 5-1 og Sterling var á meðal markaskorara, var hann spurður að því hvort refsa ætti fyrir hegðun stuðningsmannanna með því að spila næstu leiki fyrir luktum dyrum. „Já. Það þarf að refsa þeim alvarlega til þess að þeir hugsi sig um áður en þeir gera þetta aftur,“ sagði Sterling.Best way to silence the haters (and yeah I mean racists) #2019 #getsomeeducationpic.twitter.com/ohhkOJtdey — Raheem Sterling (@sterling7) March 25, 2019 „Það er kominn tími til þess að fólkið sem ræður seti alvöru stimpil á þetta. Hversu mikið gerir það að sekta bara?“ „Það verður að refsa harðar, refsa öllum stuðningsmönnunum og banna þeim að fara á leiki. Ef liðið þeirra þarf að spila án stuðningsmanna þá verður það erfiðara fyrir liðið og stuðningsmennirnir munu hugsa sig tvisvar um.“ Regluverk UEFA segir að kynþáttaníði frá stuðningsmönnum skuli refsa með að minnsta kosti hluta af stúkunni lokaðri í næstu leikjum. Sterling sagði þó eftir leikinn að hann hafi sjálfur ekki heyrt neitt í þessum tiltekna leik, en hann heyrði af því frá Danny Rose. Spurður út í fagnið þar sem hann setti hendurnar á eyrun sagði Sterling: „Ég vildi bara sýna þeim að þeir þurfa að gera meira en þetta til þess að koma okkur úr jafnvægi og stoppa okkur. Við vitum allir hver húðlitur okkar er, svo ég veit ekki afhverju þetta er svona mikið mál, það er ekki eins og þeir séu að segja okkur eitthvað nýtt.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Danny Rose varð fyrir kynþáttaníði í kvöld: „Þetta er ekki boðlegt“ Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, staðfesti eftir leik Englands gegn Svartfjallalandi í kvöld að Danny Rose, bakvörður Englands, hafi orðið fyrir kynþáttaníði. 25. mars 2019 22:19 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sjá meira
Danny Rose varð fyrir kynþáttaníði í kvöld: „Þetta er ekki boðlegt“ Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, staðfesti eftir leik Englands gegn Svartfjallalandi í kvöld að Danny Rose, bakvörður Englands, hafi orðið fyrir kynþáttaníði. 25. mars 2019 22:19