Gylfi: Frakkar 3-4 númerum of stórir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. mars 2019 22:20 „Þetta var erfiður leikur eins og við vissum. Við vorum örugglega að spila á móti besta liði heims. Þeir búa yfir miklum gæðum og þeir spila vel saman. Sóknin þeirra er frábær,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Vísi eftir 4-0 tap fyrir Frakklandi á Stade de France í kvöld. Frakkar komust yfir á 12. mínútu og staðan var 1-0 þar til 22 mínútur voru til leiksloka. Þá skoraði Olivier Giroud annað mark heimamanna og þeir bættu svo tveimur mörkum við undir lokin. „Það var mjög svekkjandi að fá á sig mark eftir fast leikatriði. Við erum mjög ósáttir við það en þeir fengu það mörg færi að þeir hefðu getað skorað á annan hátt,“ sagði Gylfi. „Staðan var 1-0 og við ætluðum að reyna að halda henni þannig. Í stöðunni 2-0 þurftum við að taka áhættu og þeir eru duglegir að refsa.“ Frakkar einokuðu boltann í leiknum og þegar Íslendingar unnu hann töpuðu þeir honum fljótt aftur. „Mjög illa,“ sagði Gylfi, aðspurður um hvernig íslenska liðinu hefði gengið að halda boltanum í leiknum. „Við vorum mjög aftarlega og þegar við unnum boltann voru fáir frammi. Við vorum ekki með neina kantmenn í dag og það var því erfitt fyrir mig og Albert [Guðmundsson] að halda boltanum. Spilið var langt frá því að vera nógu gott.“ Gylfi lék í fremstu víglínu í leiknum í dag. En hefði hann viljað leika á miðjunni? „Já og nei. Ég er sáttur í báðum stöðum. Ég hefði kannski verið meira í boltanum ef ég hefði verið aftar. En við vorum það lítið með boltann að ég held að það hafi ekki skipt máli,“ sagði Gylfi. Hann segir að franska liðið hafi einfaldlega verið miklu sterkara í leiknum í dag. „Þeir voru svona 3-4 númerum of stórir. Þeir eru örugglega besta lið heims í dag ásamt Belgum. Þetta var kannski ekki leikurinn sem við bjuggumst við að fá þrjú stig en heimaleikurinn gegn þeim skiptir meira máli. Við erum mjög svekktir með úrslitin og frammistöðuna,“ sagði Gylfi að lokum. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Strákarnir sáu aldrei til sólar Ísland átti sér aldrei viðreisnar von gegn heimsmeisturunum. 25. mars 2019 21:35 Aron Einar: Illa tapað hjá okkur Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld og sagði íslenska liðið hafa tapað illa. 25. mars 2019 21:58 Hamren: Þeir skoruðu of mikið Landsliðsþjálfari Íslands, Erik Hamrén, hrósaði Frökkum fyrir góða frammistöðu í 4-0 sigri á Íslandi í undankeppni EM 2020 í kvöld. Hann sagði hausinn hafa farið hjá íslenska liðinu eftir annað mark Frakka. 25. mars 2019 22:12 Leik lokið: Frakkland - Ísland 4-0│Heimsmeistararnir of sterkir fyrir íslensku strákana Heimsmeistarar Frakka sýndu allar sínu bestu hliðar í dag og fóru illa með Íslendinga á Stade de France. 25. mars 2019 22:45 Albert: Maður ber kannski ómeðvitað of mikla virðingu fyrir þeim Albert var með sprækari mönnum í kvöld. 25. mars 2019 22:07 Twitter yfir Frakkaleiknum: Gítarleikarinn Birkir Már, Isak úr Skam og nunnur Íslenska þjóðin tjáði sig á Twitter. 25. mars 2019 21:53 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
„Þetta var erfiður leikur eins og við vissum. Við vorum örugglega að spila á móti besta liði heims. Þeir búa yfir miklum gæðum og þeir spila vel saman. Sóknin þeirra er frábær,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Vísi eftir 4-0 tap fyrir Frakklandi á Stade de France í kvöld. Frakkar komust yfir á 12. mínútu og staðan var 1-0 þar til 22 mínútur voru til leiksloka. Þá skoraði Olivier Giroud annað mark heimamanna og þeir bættu svo tveimur mörkum við undir lokin. „Það var mjög svekkjandi að fá á sig mark eftir fast leikatriði. Við erum mjög ósáttir við það en þeir fengu það mörg færi að þeir hefðu getað skorað á annan hátt,“ sagði Gylfi. „Staðan var 1-0 og við ætluðum að reyna að halda henni þannig. Í stöðunni 2-0 þurftum við að taka áhættu og þeir eru duglegir að refsa.“ Frakkar einokuðu boltann í leiknum og þegar Íslendingar unnu hann töpuðu þeir honum fljótt aftur. „Mjög illa,“ sagði Gylfi, aðspurður um hvernig íslenska liðinu hefði gengið að halda boltanum í leiknum. „Við vorum mjög aftarlega og þegar við unnum boltann voru fáir frammi. Við vorum ekki með neina kantmenn í dag og það var því erfitt fyrir mig og Albert [Guðmundsson] að halda boltanum. Spilið var langt frá því að vera nógu gott.“ Gylfi lék í fremstu víglínu í leiknum í dag. En hefði hann viljað leika á miðjunni? „Já og nei. Ég er sáttur í báðum stöðum. Ég hefði kannski verið meira í boltanum ef ég hefði verið aftar. En við vorum það lítið með boltann að ég held að það hafi ekki skipt máli,“ sagði Gylfi. Hann segir að franska liðið hafi einfaldlega verið miklu sterkara í leiknum í dag. „Þeir voru svona 3-4 númerum of stórir. Þeir eru örugglega besta lið heims í dag ásamt Belgum. Þetta var kannski ekki leikurinn sem við bjuggumst við að fá þrjú stig en heimaleikurinn gegn þeim skiptir meira máli. Við erum mjög svekktir með úrslitin og frammistöðuna,“ sagði Gylfi að lokum.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Strákarnir sáu aldrei til sólar Ísland átti sér aldrei viðreisnar von gegn heimsmeisturunum. 25. mars 2019 21:35 Aron Einar: Illa tapað hjá okkur Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld og sagði íslenska liðið hafa tapað illa. 25. mars 2019 21:58 Hamren: Þeir skoruðu of mikið Landsliðsþjálfari Íslands, Erik Hamrén, hrósaði Frökkum fyrir góða frammistöðu í 4-0 sigri á Íslandi í undankeppni EM 2020 í kvöld. Hann sagði hausinn hafa farið hjá íslenska liðinu eftir annað mark Frakka. 25. mars 2019 22:12 Leik lokið: Frakkland - Ísland 4-0│Heimsmeistararnir of sterkir fyrir íslensku strákana Heimsmeistarar Frakka sýndu allar sínu bestu hliðar í dag og fóru illa með Íslendinga á Stade de France. 25. mars 2019 22:45 Albert: Maður ber kannski ómeðvitað of mikla virðingu fyrir þeim Albert var með sprækari mönnum í kvöld. 25. mars 2019 22:07 Twitter yfir Frakkaleiknum: Gítarleikarinn Birkir Már, Isak úr Skam og nunnur Íslenska þjóðin tjáði sig á Twitter. 25. mars 2019 21:53 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Einkunnir Íslands: Strákarnir sáu aldrei til sólar Ísland átti sér aldrei viðreisnar von gegn heimsmeisturunum. 25. mars 2019 21:35
Aron Einar: Illa tapað hjá okkur Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld og sagði íslenska liðið hafa tapað illa. 25. mars 2019 21:58
Hamren: Þeir skoruðu of mikið Landsliðsþjálfari Íslands, Erik Hamrén, hrósaði Frökkum fyrir góða frammistöðu í 4-0 sigri á Íslandi í undankeppni EM 2020 í kvöld. Hann sagði hausinn hafa farið hjá íslenska liðinu eftir annað mark Frakka. 25. mars 2019 22:12
Leik lokið: Frakkland - Ísland 4-0│Heimsmeistararnir of sterkir fyrir íslensku strákana Heimsmeistarar Frakka sýndu allar sínu bestu hliðar í dag og fóru illa með Íslendinga á Stade de France. 25. mars 2019 22:45
Albert: Maður ber kannski ómeðvitað of mikla virðingu fyrir þeim Albert var með sprækari mönnum í kvöld. 25. mars 2019 22:07
Twitter yfir Frakkaleiknum: Gítarleikarinn Birkir Már, Isak úr Skam og nunnur Íslenska þjóðin tjáði sig á Twitter. 25. mars 2019 21:53