Enski boltinn

Hefur ekki byrjað leik í ensku úrvalsdeildinni en byrjaði inná hjá Englandi í gær

Anton Ingi Leifsson skrifar
Callum Hudson-Odoi var glaður.
Callum Hudson-Odoi var glaður. vísir/getty
Callum Hudson-Odoi var í byrjunarliði Englands í gær sem vann nokkuð auðveldan sigur á Svartfjallalandi í undankeppni EM 2020.

England hefur farið vel af stað í undankeppninni. Þeir skoruðu fimm mörk gegn Tékkum í leik liðanna á laugardagskvöldið og unnu svo Svartfellinga í gærkvöldi.







Hudson-Odoi fékk tækifæri í byrjunarliði Englands en hann er á mála hjá Chelsea. Hann hefur enn ekki byrjað leik í ensku úrvalsdeildinni og byrjaði því leik með A-landsliði Englands á undan því að hann byrjar leik í ensku úrvalsdeildinni.

Þessi átján ára gamli piltur hefur vakið mikla athygli í vetur og Bayern Munchen vildi fá hann í janúar en fékk ekki. Nú hefur hann byrjað A-landsleik og spurning hvort að hann fari að byrja leik hjá Sarri og félögum í deildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×