30 milljóna skuld WOW ekkert aðalatriði í stóra samhenginu Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. mars 2019 13:30 Steinþór Jónsson hefur starfað við hótelrekstur í rúmlega 30 ár. Hann segir Hótel Keflavík hafa þegar gripið til aðgerða vegna stöðunnar sem upp sé kominn í ferðaþjónustunni, engu að síður leyfir hann sér að vera bjartsýnn á að öll él stytti upp um síðir. Vísir „Ég er búinn að vera í þessum rekstri í 33 ár og ég segi alltaf: Það koma góð ár og það koma slæm ár. Ég hef alltaf haft þetta ofarlega í huga og þannig reynt að búa mig undir það slæma, meðan góðu árin standa yfir. Það hafi ekki allir viljað hlusta en sem betur hef ég alltaf haft það á bak við eyrað að fara ekki fram úr mér þó að allt líti vel út. Gera þetta örugglega og eiga fyrir því sem maður gerir.“ Þetta segir Steinþór Jónsson, hótelstjóri Hótel Keflavíkur, sem, eins og margir, glímir við breytta tíma eftir uppgang ferðaþjónustunnar síðustu ár. Suðurnesin eru eðli máls samkvæmt nátengd gangi mála á Keflavíkurflugvelli og finna þau því vel fyrir sveiflum í rekstri íslensku flugfélaganna. Líklega sé ekkert landssvæði sem er jafn næmt á breytingar í þessum geira að mati Steinþórs. Á það bæði við gagnvart ferðamönnum ekki síður en allri afleiddu þjónustunni sem flugrekstrinum fylgir. „Auðvitað er fólk uggandi og allir að hugsa um sitt,“ segir Steinþór og nefnir í því samhengi að ekki sé nema rúmt ár síðan þrjú íslensk flugfélög hafi nokkurn veginn verið í blóma; Icelandair, WOW og Primera. Þau séu í dag ýmist gjaldþrota eða berjist í bökkum, rétt eins og fjöldamörg önnur flugfélög í álfunni. Gjaldþrot eins þeirra, Air Berlin, hafi til að mynda haft töluverð áhrif á rekstur hótelsins að sögn Steinþórs.WOW skuldi sér tugi milljóna Hótel Keflavík hefur staðið í málarekstri við WOW air vegna þjónustu sem hótelið telur sig hafa veitt flugfélaginu án þess að hafa fengið greitt fyrir. Alls er um að ræða 13 reikninga sem allir voru gefnir út á árinu 2016 og nemur heildarfjárhæð þeirra rúmlega 31 milljón króna auk dráttarvaxta. Fram kemur í dómi Landsréttar, þegar beiðni WOW um að fá dómskvadda matsmenn að borðinu var hafnað, að reikningarnir séu tilkomnir vegna hótelgistingar, fæðiskostnaðar og aksturs farþega WOW. Steinþór segir til útskýringar að flugfélagið hafi beint þessum farþegum til hótelsins þegar flug þeirra féll niður eða brottför þeirra dróst óeðlilega lengi.Anderson Cooper, fréttamaður 60 mínútna, ásamt Steinþóri Jónssyni hótelstjóra þegar CBS sótti Hótel Keflavík heim í fyrra.STEINÞÓR JÓNSSONMálið sé hins vegar enn á borði dómstóla og með öllu óvíst hvort og þá hvenær það verður tekið fyrir. „Við erum auðvitað eins og margir að leitast eftir að fá greiðslur en vorum líklega byrjuð á undan öðrum að leita okkar réttar í þessum efnum,“ segir Steinþór. Hann tekur þó fram að umrædd 31 milljón sem WOW er með útistandandi við hótelið sé ekki heildarfjárhæð viðskiptanna þeirra á milli, flestir reikningar hafi fengist greiddir og því aðeins um „restina“ að ræða. „Ágætis tala samt sem áður.“ Steinþór segist þó ekki vilja líta aðeins á sína skuld í umræðunni um þann vanda sem WOW stendur frammi fyrir. Heildaráhrif af brotthvarfi flugfélagsins skipti hann meira máli. „Hvaða áhrif mun það hafa á rekstur hótelsins, og aðra ferðaþjónustuaðila, á næstu mánuðum og árum?“ spyr Steinþór sem segir Hótel Keflavík þegar farið að grípa til ýmissa sparnaðaraðgerða til að bregðast við þeirri stöðu sem upp sé komin. Til að mynda muni hótelið horfa til þess að höfða til markhópa sem það hafi áður gefið lítinn gaum. Steinþór vill þó ekki fara nánar í saumana á þeim aðgerðum í samtali við Vísi.Styttir upp um síðir Steinþór segist muna tímana tvenna í ferðaþjónustu, ekki aðeins hafi hann staðið í hótelrekstri í rúma þrjá áratugi heldur hafði hann einnig veg og vanda af komu flugfélagsins Canada 3000 til landsins á tíunda áratugnum. Hann hafi því töluverð sambönd í þessum geira, ekki síst í flugrekstri, og segist hann ætla að hvetja sína tengiliði til að fljúga í auknum mæli til Íslands á næstunni. Fylla sem allra fyrst í skörðin sem kunna að myndast. Hver afraksturinn verður sé erfitt að fullyrða, en það saki ekki að reyna. Steinþór segist engu að síður óttast offramboð á hótelrými, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Fleiri hótelherbergi þýði aukið framboð sem ætti að að verða til þess að keyra niður verðið. Minni hagnaður af hverju herbergi verði eflaust ekki til þess að hjálpa hóteleigendum, sem margir standi nú þegar í ströngu. „Ef þessar framkvæmdir væru ekki framundan í Reykjavík þá myndirðu samt spyrja mig hvernig mér lítist á stöðuna í ferðaþjónustunni,“ segir Steinþór. Hann telur því rétt að allir; stjórnvöld, sveitarfélög, atvinnurekendur og launþegar, setjist niður og reyni að afstýra sem flestum þeirra hremminga sem framundan eru. Steinþór segist hafa fulla trú á því að það sé hægt, það sé aðeins spurning um tíma - sem þó vinni gegn mörgum. „Fólk í þessum geira er mismunandi statt. Þau sem eru nýbyrjuð eiga eðlilega erfiðara með að taka áföllum heldur en þau okkar sem höfum verið hér í 33 ár, þó svo að við finnum auðvitað fyrir þessari stöðu,“ segir Steinþór. Bökin séu misbreið. Hann sé engu að síður bjartsýnn miðað við aðstæður. Það stytti alltaf upp um síðir. „Við verðum bara að vona það besta, rigningin hættir einhvern tímann. Síðan kemur alltaf eitthvað nýtt og jákvætt.“ Ferðamennska á Íslandi Reykjanesbær WOW Air Tengdar fréttir Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. 23. mars 2019 20:15 Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54 Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
„Ég er búinn að vera í þessum rekstri í 33 ár og ég segi alltaf: Það koma góð ár og það koma slæm ár. Ég hef alltaf haft þetta ofarlega í huga og þannig reynt að búa mig undir það slæma, meðan góðu árin standa yfir. Það hafi ekki allir viljað hlusta en sem betur hef ég alltaf haft það á bak við eyrað að fara ekki fram úr mér þó að allt líti vel út. Gera þetta örugglega og eiga fyrir því sem maður gerir.“ Þetta segir Steinþór Jónsson, hótelstjóri Hótel Keflavíkur, sem, eins og margir, glímir við breytta tíma eftir uppgang ferðaþjónustunnar síðustu ár. Suðurnesin eru eðli máls samkvæmt nátengd gangi mála á Keflavíkurflugvelli og finna þau því vel fyrir sveiflum í rekstri íslensku flugfélaganna. Líklega sé ekkert landssvæði sem er jafn næmt á breytingar í þessum geira að mati Steinþórs. Á það bæði við gagnvart ferðamönnum ekki síður en allri afleiddu þjónustunni sem flugrekstrinum fylgir. „Auðvitað er fólk uggandi og allir að hugsa um sitt,“ segir Steinþór og nefnir í því samhengi að ekki sé nema rúmt ár síðan þrjú íslensk flugfélög hafi nokkurn veginn verið í blóma; Icelandair, WOW og Primera. Þau séu í dag ýmist gjaldþrota eða berjist í bökkum, rétt eins og fjöldamörg önnur flugfélög í álfunni. Gjaldþrot eins þeirra, Air Berlin, hafi til að mynda haft töluverð áhrif á rekstur hótelsins að sögn Steinþórs.WOW skuldi sér tugi milljóna Hótel Keflavík hefur staðið í málarekstri við WOW air vegna þjónustu sem hótelið telur sig hafa veitt flugfélaginu án þess að hafa fengið greitt fyrir. Alls er um að ræða 13 reikninga sem allir voru gefnir út á árinu 2016 og nemur heildarfjárhæð þeirra rúmlega 31 milljón króna auk dráttarvaxta. Fram kemur í dómi Landsréttar, þegar beiðni WOW um að fá dómskvadda matsmenn að borðinu var hafnað, að reikningarnir séu tilkomnir vegna hótelgistingar, fæðiskostnaðar og aksturs farþega WOW. Steinþór segir til útskýringar að flugfélagið hafi beint þessum farþegum til hótelsins þegar flug þeirra féll niður eða brottför þeirra dróst óeðlilega lengi.Anderson Cooper, fréttamaður 60 mínútna, ásamt Steinþóri Jónssyni hótelstjóra þegar CBS sótti Hótel Keflavík heim í fyrra.STEINÞÓR JÓNSSONMálið sé hins vegar enn á borði dómstóla og með öllu óvíst hvort og þá hvenær það verður tekið fyrir. „Við erum auðvitað eins og margir að leitast eftir að fá greiðslur en vorum líklega byrjuð á undan öðrum að leita okkar réttar í þessum efnum,“ segir Steinþór. Hann tekur þó fram að umrædd 31 milljón sem WOW er með útistandandi við hótelið sé ekki heildarfjárhæð viðskiptanna þeirra á milli, flestir reikningar hafi fengist greiddir og því aðeins um „restina“ að ræða. „Ágætis tala samt sem áður.“ Steinþór segist þó ekki vilja líta aðeins á sína skuld í umræðunni um þann vanda sem WOW stendur frammi fyrir. Heildaráhrif af brotthvarfi flugfélagsins skipti hann meira máli. „Hvaða áhrif mun það hafa á rekstur hótelsins, og aðra ferðaþjónustuaðila, á næstu mánuðum og árum?“ spyr Steinþór sem segir Hótel Keflavík þegar farið að grípa til ýmissa sparnaðaraðgerða til að bregðast við þeirri stöðu sem upp sé komin. Til að mynda muni hótelið horfa til þess að höfða til markhópa sem það hafi áður gefið lítinn gaum. Steinþór vill þó ekki fara nánar í saumana á þeim aðgerðum í samtali við Vísi.Styttir upp um síðir Steinþór segist muna tímana tvenna í ferðaþjónustu, ekki aðeins hafi hann staðið í hótelrekstri í rúma þrjá áratugi heldur hafði hann einnig veg og vanda af komu flugfélagsins Canada 3000 til landsins á tíunda áratugnum. Hann hafi því töluverð sambönd í þessum geira, ekki síst í flugrekstri, og segist hann ætla að hvetja sína tengiliði til að fljúga í auknum mæli til Íslands á næstunni. Fylla sem allra fyrst í skörðin sem kunna að myndast. Hver afraksturinn verður sé erfitt að fullyrða, en það saki ekki að reyna. Steinþór segist engu að síður óttast offramboð á hótelrými, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Fleiri hótelherbergi þýði aukið framboð sem ætti að að verða til þess að keyra niður verðið. Minni hagnaður af hverju herbergi verði eflaust ekki til þess að hjálpa hóteleigendum, sem margir standi nú þegar í ströngu. „Ef þessar framkvæmdir væru ekki framundan í Reykjavík þá myndirðu samt spyrja mig hvernig mér lítist á stöðuna í ferðaþjónustunni,“ segir Steinþór. Hann telur því rétt að allir; stjórnvöld, sveitarfélög, atvinnurekendur og launþegar, setjist niður og reyni að afstýra sem flestum þeirra hremminga sem framundan eru. Steinþór segist hafa fulla trú á því að það sé hægt, það sé aðeins spurning um tíma - sem þó vinni gegn mörgum. „Fólk í þessum geira er mismunandi statt. Þau sem eru nýbyrjuð eiga eðlilega erfiðara með að taka áföllum heldur en þau okkar sem höfum verið hér í 33 ár, þó svo að við finnum auðvitað fyrir þessari stöðu,“ segir Steinþór. Bökin séu misbreið. Hann sé engu að síður bjartsýnn miðað við aðstæður. Það stytti alltaf upp um síðir. „Við verðum bara að vona það besta, rigningin hættir einhvern tímann. Síðan kemur alltaf eitthvað nýtt og jákvætt.“
Ferðamennska á Íslandi Reykjanesbær WOW Air Tengdar fréttir Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. 23. mars 2019 20:15 Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54 Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. 23. mars 2019 20:15
Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54
Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45