Duke mætti UCF í gær í 32-liða úrslitum og var ótrúlega heppið að komast áfram.
Leikur liðanna var æsispennandi og Duke var með eins stigs forskot fyrir lokasókn UCF. UCF komst eins nálægt því og hægt var að stela sigrinum af Duke og senda þá úr mótinu.
DUKE HANGS ON #MarchMadnesspic.twitter.com/JegO2wFY2q
— NCAA March Madness (@marchmadness) March 24, 2019
Zion Williamson skoraði 32 stig fyrir Duke og tók 11 fráköst. Duke mætir Virginia Tech eða Liberty í næstu umferð.