Aron: Fleiri tilfinningar um leikinn gegn Austurríki Eiríkur Stefán Ásgeirsson í París skrifar 25. mars 2019 09:00 Aron Einar Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu mæta Frökkum á þjóðarleikvanginum Stade de France í kvöld. Margir af þeim sem eru í landsliðinu í dag voru á EM 2016 en Ísland lék tvívegis á sama leikvangi í þeirri keppni. Aron viðurkennir fúslega að það séu ýmsar tilfinningar sem hafi komið upp þegar hann kom á leikvanginn á ný í gær, þegar Ísland æfði þar síðdegis. „Það eru bæði skemmtilegar tilfinningar og svekkjandi. Það stendur þó upp úr að ég man meira eftir leiknum gegn Austurríki. Maður er búinn að grafa hitt niður einhversstaðar,“ sagði Aron og hló. Í umræddum leik gegn Austurríki tryggðu okkar menn sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar með því að vinna 2-1 sigur en Arnór Ingvi Traustason skoraði þá frægt mark á lokamínútum leiksins. Strákarnir fóru svo aftur til Parísar til að spila við Frakka í fjórðungsúrslitum en þar urðu heimamenn betur, 5-2. Frakkar töpuðu svo fyrir Portúgal í úrslitaleik mótsins en bættu upp fyrir það síðasta sumar er þeir urðu heimsmeistarar. Aron er eins og aðrir spenntur fyrir því að mæta besta landsliði heims. „Maður er í þessu til að spila við þessi lið og þessa leiki. Við höfum staðið í þeim áður þannig að það er kominn tími á okkur að halda því ferli áfram. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur og finna áfram sem lið. Þetta verður erfiður leikur á morgun þar sem við verðum mikið í varnarvinnu en okkur líður vel þar,“ sagði fyrirliðinn. Frakkland er með marga af bestu leikmenn heims í sínu liði og Aron Einar segir að það sé skemmtileg áskorun að fá að glíma við þá. „Maður sér hvar maður stendur þegar maður spilar við svona gæja. Þeir eru óvægir, halda áfram þó svo að þeim mistakist og koma aftur og aftur. Maður þarf því að vera á tánum allan leikinn ef maður ætlar að stoppa þessa gæja.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Birkir hefur skorað í þremur landsleikjum í röð gegn Frökkum Birki Bjarnasyni virðist líða vel í leikjum gegn heimsmeisturum Frakka. Hann hefur skorað í öllum þremur landsleikum sínum gegn þeim. 24. mars 2019 12:00 Strákarnir æfa á Stade de France í kvöld Íslenska landsliðið í fótbolta eru komnir til Parísar eftir að hafa sótt þrjú stig til Andorra á föstudag. 24. mars 2019 08:00 Aron Einar: Sviðsskrekkur það síðasta sem við höfum áhyggjur af Landsliðsfyrirliðinn er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 á morgun. 24. mars 2019 22:30 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu mæta Frökkum á þjóðarleikvanginum Stade de France í kvöld. Margir af þeim sem eru í landsliðinu í dag voru á EM 2016 en Ísland lék tvívegis á sama leikvangi í þeirri keppni. Aron viðurkennir fúslega að það séu ýmsar tilfinningar sem hafi komið upp þegar hann kom á leikvanginn á ný í gær, þegar Ísland æfði þar síðdegis. „Það eru bæði skemmtilegar tilfinningar og svekkjandi. Það stendur þó upp úr að ég man meira eftir leiknum gegn Austurríki. Maður er búinn að grafa hitt niður einhversstaðar,“ sagði Aron og hló. Í umræddum leik gegn Austurríki tryggðu okkar menn sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar með því að vinna 2-1 sigur en Arnór Ingvi Traustason skoraði þá frægt mark á lokamínútum leiksins. Strákarnir fóru svo aftur til Parísar til að spila við Frakka í fjórðungsúrslitum en þar urðu heimamenn betur, 5-2. Frakkar töpuðu svo fyrir Portúgal í úrslitaleik mótsins en bættu upp fyrir það síðasta sumar er þeir urðu heimsmeistarar. Aron er eins og aðrir spenntur fyrir því að mæta besta landsliði heims. „Maður er í þessu til að spila við þessi lið og þessa leiki. Við höfum staðið í þeim áður þannig að það er kominn tími á okkur að halda því ferli áfram. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur og finna áfram sem lið. Þetta verður erfiður leikur á morgun þar sem við verðum mikið í varnarvinnu en okkur líður vel þar,“ sagði fyrirliðinn. Frakkland er með marga af bestu leikmenn heims í sínu liði og Aron Einar segir að það sé skemmtileg áskorun að fá að glíma við þá. „Maður sér hvar maður stendur þegar maður spilar við svona gæja. Þeir eru óvægir, halda áfram þó svo að þeim mistakist og koma aftur og aftur. Maður þarf því að vera á tánum allan leikinn ef maður ætlar að stoppa þessa gæja.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Birkir hefur skorað í þremur landsleikjum í röð gegn Frökkum Birki Bjarnasyni virðist líða vel í leikjum gegn heimsmeisturum Frakka. Hann hefur skorað í öllum þremur landsleikum sínum gegn þeim. 24. mars 2019 12:00 Strákarnir æfa á Stade de France í kvöld Íslenska landsliðið í fótbolta eru komnir til Parísar eftir að hafa sótt þrjú stig til Andorra á föstudag. 24. mars 2019 08:00 Aron Einar: Sviðsskrekkur það síðasta sem við höfum áhyggjur af Landsliðsfyrirliðinn er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 á morgun. 24. mars 2019 22:30 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52
Birkir hefur skorað í þremur landsleikjum í röð gegn Frökkum Birki Bjarnasyni virðist líða vel í leikjum gegn heimsmeisturum Frakka. Hann hefur skorað í öllum þremur landsleikum sínum gegn þeim. 24. mars 2019 12:00
Strákarnir æfa á Stade de France í kvöld Íslenska landsliðið í fótbolta eru komnir til Parísar eftir að hafa sótt þrjú stig til Andorra á föstudag. 24. mars 2019 08:00
Aron Einar: Sviðsskrekkur það síðasta sem við höfum áhyggjur af Landsliðsfyrirliðinn er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 á morgun. 24. mars 2019 22:30