Veit vel hversu gott lið Ísland er með Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. mars 2019 11:30 Didier Deschamps eftir sigurleikinn á Moldóvu. Getty/Xavier Laine Það var auðsýnilegt hvað Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, og Hugo Lloris, fyrirliði liðsins, bera mikla virðingu fyrir íslenska landsliðinu þegar þeir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakka, í gærkvöldi í aðdraganda leiksins. Deschamps er að stýra franska liðinu í þriðja sinn gegn Íslandi sem þjálfari eftir að hafa mætt Íslendingum fjórum sinnum sem leikmaður. Deschamps sagðist ekki eiga von á því að Frakkland myndi stýra leiknum jafn vel og þegar liðin mættust í átta liða úrslitum Evrópumótsins. „Það eru þrjú ár liðin frá þeim leik og ég á von á öðruvísi leik í dag. Við náðum að stýra honum vel enda höfðum við langan tíma til að skoða styrkleika íslenska liðsins og undirbúa okkur. Þeir eru orðnir betri í að halda boltanum á jörðinni en árið 2016 þegar þeir byggðu spilamennsku sína meira á löngum sendingum. Við fengum styttri tíma fyrir þennan leik en mætum fullir sjálfstrausts eftir sigurinn á Moldóvu,“ sagði Deschamps sem man vel eftir jafnteflinu í október. „Þeim tókst að spila vel og halda aftur af okkur en okkur tókst að bjarga jafntefli. Ég veit vel hversu gott lið Ísland er með og við þurfum augljóslega að spila betur heldur en í október.“ Fyrirliði Tottenham og franska landsliðsins, markvörðurinn Lloris, var samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Tottenham í tvö ár. Hann á von á erfiðum leik í kvöld. „Ísland er með sterkt lið eins og hefur sýnt sig undanfarin ár. Íslenska liðið er sterkt í föstum leikatriðum, miklir íþróttamenn og hættulegir þegar þeir sækja en þetta er í okkar höndum. Það er undir okkur komið að spila vel og þá verður Ísland í vandræðum með að ráða við okkur. Við þurfum að halda einbeitingu og vera reiðubúnir.“ Lloris sagði að vottur af kæruleysi hefði gert vart við sig hjá franska landsliðinu fyrir æfingaleik liðanna í haust. „Þetta eru allt aðrar kringumstæður en síðast þegar liðin mættust. Við vorum kannski of kærulausir í síðasta leik sem kostaði okkur í fyrri hálfleik og í fyrra markinu hjá Íslandi. Markmið okkar er að vinna alla leiki og um leið riðilinn.“ Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Það var auðsýnilegt hvað Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, og Hugo Lloris, fyrirliði liðsins, bera mikla virðingu fyrir íslenska landsliðinu þegar þeir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakka, í gærkvöldi í aðdraganda leiksins. Deschamps er að stýra franska liðinu í þriðja sinn gegn Íslandi sem þjálfari eftir að hafa mætt Íslendingum fjórum sinnum sem leikmaður. Deschamps sagðist ekki eiga von á því að Frakkland myndi stýra leiknum jafn vel og þegar liðin mættust í átta liða úrslitum Evrópumótsins. „Það eru þrjú ár liðin frá þeim leik og ég á von á öðruvísi leik í dag. Við náðum að stýra honum vel enda höfðum við langan tíma til að skoða styrkleika íslenska liðsins og undirbúa okkur. Þeir eru orðnir betri í að halda boltanum á jörðinni en árið 2016 þegar þeir byggðu spilamennsku sína meira á löngum sendingum. Við fengum styttri tíma fyrir þennan leik en mætum fullir sjálfstrausts eftir sigurinn á Moldóvu,“ sagði Deschamps sem man vel eftir jafnteflinu í október. „Þeim tókst að spila vel og halda aftur af okkur en okkur tókst að bjarga jafntefli. Ég veit vel hversu gott lið Ísland er með og við þurfum augljóslega að spila betur heldur en í október.“ Fyrirliði Tottenham og franska landsliðsins, markvörðurinn Lloris, var samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Tottenham í tvö ár. Hann á von á erfiðum leik í kvöld. „Ísland er með sterkt lið eins og hefur sýnt sig undanfarin ár. Íslenska liðið er sterkt í föstum leikatriðum, miklir íþróttamenn og hættulegir þegar þeir sækja en þetta er í okkar höndum. Það er undir okkur komið að spila vel og þá verður Ísland í vandræðum með að ráða við okkur. Við þurfum að halda einbeitingu og vera reiðubúnir.“ Lloris sagði að vottur af kæruleysi hefði gert vart við sig hjá franska landsliðinu fyrir æfingaleik liðanna í haust. „Þetta eru allt aðrar kringumstæður en síðast þegar liðin mættust. Við vorum kannski of kærulausir í síðasta leik sem kostaði okkur í fyrri hálfleik og í fyrra markinu hjá Íslandi. Markmið okkar er að vinna alla leiki og um leið riðilinn.“
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn