Hamren: Vitum að við getum refsað Frökkum 25. mars 2019 06:00 Ísland þarf að eiga við heimsmeistara Frakklands án Jóhanns Bergs Guðmundssonar sem hélt í gær heim til Burnley í Englandi vegna meiðsla sem hann hlaut á kálfa í 2-0 sigri Íslands á Andorra á föstudag. „Þetta eru ekki alvarleg meiðsli en það er ljóst að hann getur ekki spilað á morgun,“ sagði landsliðsþjálfarinn Erik Hamren í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins í gær. „Það er áfall alltaf þegar góður leikmaður dettur út vegna meiðsla. En þannig er fótboltinn. Það er ekki hægt að gera mikið í þessu. Ég er viss um að Frakkland þarf líka að glíma við svona hluti - svona er fótboltinn.“ Hamren sagði að aðrir leikmenn væru klárir í slaginn og allir gátu æft með íslenska liðinu í gær. Landsliðsþjálfarinn vildi vitanlega ekki uppljóstra leikaðferð íslenska liðsins á morgun en líklegt þykir að Ísland muni stilla upp fimm manna varnarlínu. „Við reynum alltaf að spila eins og hentar best gegn hverjum andstæðingi. Það er mjög mikill munur á þessum leik og gegn Andorra, en þá vorum við mun meira með boltann. Því býst ég ekki við á morgun. Þú munt sjá á morgun hvernig við spilum en ljóst er að við ætlum að reyna að vinna leikinn, rétt eins og alla leiki. En það verður mikil áskorun.“ Ísland og Frakkland gerðu 2-2 jafntefli í vináttulandsleik í Guingamp í október. Hvað gat Hamren lært af þeim leik? „Að þú getur refsað þeim. Það er hægt. Þó verður að hafa í huga að það er mikill munur á vináttulandsleik og mótsleik. Þessi leikur verður erfiðari en í október. En við getum refsað þeim og ég vona að okkur takist það á morgun. Til þess þurfum við að nýta færin okkar vel og vera með virkilega sterka liðsheild. Vörnin okkar þarf að vera sterk til að við eigum möguleika.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Deschamps: Íslendingar gefast aldrei upp Didier Deschamps segir að Frakkar ætli að spila betur gegn Íslandi á morgun en síðast þegar liðin mættust. 24. mars 2019 18:10 Jóhann Berg ekki með gegn Frökkum Kantmaðurinn knái er meiddur á kálfa. 24. mars 2019 16:05 Aron Einar: Sviðsskrekkur það síðasta sem við höfum áhyggjur af Landsliðsfyrirliðinn er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 á morgun. 24. mars 2019 22:30 Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Hugo Lloris landsliðsfyrirliði Frakklands sat fyrir svörum blaðamanna á Stade de France í dag. 24. mars 2019 19:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjá meira
Ísland þarf að eiga við heimsmeistara Frakklands án Jóhanns Bergs Guðmundssonar sem hélt í gær heim til Burnley í Englandi vegna meiðsla sem hann hlaut á kálfa í 2-0 sigri Íslands á Andorra á föstudag. „Þetta eru ekki alvarleg meiðsli en það er ljóst að hann getur ekki spilað á morgun,“ sagði landsliðsþjálfarinn Erik Hamren í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins í gær. „Það er áfall alltaf þegar góður leikmaður dettur út vegna meiðsla. En þannig er fótboltinn. Það er ekki hægt að gera mikið í þessu. Ég er viss um að Frakkland þarf líka að glíma við svona hluti - svona er fótboltinn.“ Hamren sagði að aðrir leikmenn væru klárir í slaginn og allir gátu æft með íslenska liðinu í gær. Landsliðsþjálfarinn vildi vitanlega ekki uppljóstra leikaðferð íslenska liðsins á morgun en líklegt þykir að Ísland muni stilla upp fimm manna varnarlínu. „Við reynum alltaf að spila eins og hentar best gegn hverjum andstæðingi. Það er mjög mikill munur á þessum leik og gegn Andorra, en þá vorum við mun meira með boltann. Því býst ég ekki við á morgun. Þú munt sjá á morgun hvernig við spilum en ljóst er að við ætlum að reyna að vinna leikinn, rétt eins og alla leiki. En það verður mikil áskorun.“ Ísland og Frakkland gerðu 2-2 jafntefli í vináttulandsleik í Guingamp í október. Hvað gat Hamren lært af þeim leik? „Að þú getur refsað þeim. Það er hægt. Þó verður að hafa í huga að það er mikill munur á vináttulandsleik og mótsleik. Þessi leikur verður erfiðari en í október. En við getum refsað þeim og ég vona að okkur takist það á morgun. Til þess þurfum við að nýta færin okkar vel og vera með virkilega sterka liðsheild. Vörnin okkar þarf að vera sterk til að við eigum möguleika.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Deschamps: Íslendingar gefast aldrei upp Didier Deschamps segir að Frakkar ætli að spila betur gegn Íslandi á morgun en síðast þegar liðin mættust. 24. mars 2019 18:10 Jóhann Berg ekki með gegn Frökkum Kantmaðurinn knái er meiddur á kálfa. 24. mars 2019 16:05 Aron Einar: Sviðsskrekkur það síðasta sem við höfum áhyggjur af Landsliðsfyrirliðinn er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 á morgun. 24. mars 2019 22:30 Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Hugo Lloris landsliðsfyrirliði Frakklands sat fyrir svörum blaðamanna á Stade de France í dag. 24. mars 2019 19:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52
Deschamps: Íslendingar gefast aldrei upp Didier Deschamps segir að Frakkar ætli að spila betur gegn Íslandi á morgun en síðast þegar liðin mættust. 24. mars 2019 18:10
Aron Einar: Sviðsskrekkur það síðasta sem við höfum áhyggjur af Landsliðsfyrirliðinn er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 á morgun. 24. mars 2019 22:30
Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Hugo Lloris landsliðsfyrirliði Frakklands sat fyrir svörum blaðamanna á Stade de France í dag. 24. mars 2019 19:00