Hamren: Vitum að við getum refsað Frökkum 25. mars 2019 06:00 Ísland þarf að eiga við heimsmeistara Frakklands án Jóhanns Bergs Guðmundssonar sem hélt í gær heim til Burnley í Englandi vegna meiðsla sem hann hlaut á kálfa í 2-0 sigri Íslands á Andorra á föstudag. „Þetta eru ekki alvarleg meiðsli en það er ljóst að hann getur ekki spilað á morgun,“ sagði landsliðsþjálfarinn Erik Hamren í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins í gær. „Það er áfall alltaf þegar góður leikmaður dettur út vegna meiðsla. En þannig er fótboltinn. Það er ekki hægt að gera mikið í þessu. Ég er viss um að Frakkland þarf líka að glíma við svona hluti - svona er fótboltinn.“ Hamren sagði að aðrir leikmenn væru klárir í slaginn og allir gátu æft með íslenska liðinu í gær. Landsliðsþjálfarinn vildi vitanlega ekki uppljóstra leikaðferð íslenska liðsins á morgun en líklegt þykir að Ísland muni stilla upp fimm manna varnarlínu. „Við reynum alltaf að spila eins og hentar best gegn hverjum andstæðingi. Það er mjög mikill munur á þessum leik og gegn Andorra, en þá vorum við mun meira með boltann. Því býst ég ekki við á morgun. Þú munt sjá á morgun hvernig við spilum en ljóst er að við ætlum að reyna að vinna leikinn, rétt eins og alla leiki. En það verður mikil áskorun.“ Ísland og Frakkland gerðu 2-2 jafntefli í vináttulandsleik í Guingamp í október. Hvað gat Hamren lært af þeim leik? „Að þú getur refsað þeim. Það er hægt. Þó verður að hafa í huga að það er mikill munur á vináttulandsleik og mótsleik. Þessi leikur verður erfiðari en í október. En við getum refsað þeim og ég vona að okkur takist það á morgun. Til þess þurfum við að nýta færin okkar vel og vera með virkilega sterka liðsheild. Vörnin okkar þarf að vera sterk til að við eigum möguleika.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Deschamps: Íslendingar gefast aldrei upp Didier Deschamps segir að Frakkar ætli að spila betur gegn Íslandi á morgun en síðast þegar liðin mættust. 24. mars 2019 18:10 Jóhann Berg ekki með gegn Frökkum Kantmaðurinn knái er meiddur á kálfa. 24. mars 2019 16:05 Aron Einar: Sviðsskrekkur það síðasta sem við höfum áhyggjur af Landsliðsfyrirliðinn er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 á morgun. 24. mars 2019 22:30 Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Hugo Lloris landsliðsfyrirliði Frakklands sat fyrir svörum blaðamanna á Stade de France í dag. 24. mars 2019 19:00 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Sjá meira
Ísland þarf að eiga við heimsmeistara Frakklands án Jóhanns Bergs Guðmundssonar sem hélt í gær heim til Burnley í Englandi vegna meiðsla sem hann hlaut á kálfa í 2-0 sigri Íslands á Andorra á föstudag. „Þetta eru ekki alvarleg meiðsli en það er ljóst að hann getur ekki spilað á morgun,“ sagði landsliðsþjálfarinn Erik Hamren í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins í gær. „Það er áfall alltaf þegar góður leikmaður dettur út vegna meiðsla. En þannig er fótboltinn. Það er ekki hægt að gera mikið í þessu. Ég er viss um að Frakkland þarf líka að glíma við svona hluti - svona er fótboltinn.“ Hamren sagði að aðrir leikmenn væru klárir í slaginn og allir gátu æft með íslenska liðinu í gær. Landsliðsþjálfarinn vildi vitanlega ekki uppljóstra leikaðferð íslenska liðsins á morgun en líklegt þykir að Ísland muni stilla upp fimm manna varnarlínu. „Við reynum alltaf að spila eins og hentar best gegn hverjum andstæðingi. Það er mjög mikill munur á þessum leik og gegn Andorra, en þá vorum við mun meira með boltann. Því býst ég ekki við á morgun. Þú munt sjá á morgun hvernig við spilum en ljóst er að við ætlum að reyna að vinna leikinn, rétt eins og alla leiki. En það verður mikil áskorun.“ Ísland og Frakkland gerðu 2-2 jafntefli í vináttulandsleik í Guingamp í október. Hvað gat Hamren lært af þeim leik? „Að þú getur refsað þeim. Það er hægt. Þó verður að hafa í huga að það er mikill munur á vináttulandsleik og mótsleik. Þessi leikur verður erfiðari en í október. En við getum refsað þeim og ég vona að okkur takist það á morgun. Til þess þurfum við að nýta færin okkar vel og vera með virkilega sterka liðsheild. Vörnin okkar þarf að vera sterk til að við eigum möguleika.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Deschamps: Íslendingar gefast aldrei upp Didier Deschamps segir að Frakkar ætli að spila betur gegn Íslandi á morgun en síðast þegar liðin mættust. 24. mars 2019 18:10 Jóhann Berg ekki með gegn Frökkum Kantmaðurinn knái er meiddur á kálfa. 24. mars 2019 16:05 Aron Einar: Sviðsskrekkur það síðasta sem við höfum áhyggjur af Landsliðsfyrirliðinn er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 á morgun. 24. mars 2019 22:30 Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Hugo Lloris landsliðsfyrirliði Frakklands sat fyrir svörum blaðamanna á Stade de France í dag. 24. mars 2019 19:00 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52
Deschamps: Íslendingar gefast aldrei upp Didier Deschamps segir að Frakkar ætli að spila betur gegn Íslandi á morgun en síðast þegar liðin mættust. 24. mars 2019 18:10
Aron Einar: Sviðsskrekkur það síðasta sem við höfum áhyggjur af Landsliðsfyrirliðinn er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 á morgun. 24. mars 2019 22:30
Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Hugo Lloris landsliðsfyrirliði Frakklands sat fyrir svörum blaðamanna á Stade de France í dag. 24. mars 2019 19:00