Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Eiríkur Stefán Ásgeirsson í París skrifar 24. mars 2019 19:00 Hugo Lloris. Vísir/Getty Eins og reikna mátti með var Hugo Lloris var um sig í svörum sínum á blaðamannafundi franska landsliðsins á Stade de France í dag. Heimsmeistararnir taka á móti Íslandi í undankeppni EM 2020. Lloris, sem er markvörður franska liðsins sem og fyrirliði þess, talaði vel um leikmenn Íslands á fundinum. „Þeir eru baráttumenn. Það verður mikil áskorun fyrir þá að koma hingað á Stade de France en ef við gefum þeim von þá getum við byrjað að efast um okkur sjálfa. Við þurfum því að byrja af krafti. Ef við spilum okkar bolta verður þetta erfitt fyrir þá,“ sagði Lloris. Hörður Snævar Jónsson á 433.is spurði Lloris um álit hans á Gylfa Þór Sigurðssyni en þeir voru liðsfélagar hjá Tottenham á sínum tíma. „Hann er vel þekktur um allan heim, ekki síst í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur staðið sig afar vel. Gylfi er leiðtogi, frábær einstaklingur og knattspyrnumaður líka. Við þurfum að passa vel upp á hann. Hann er sérstaklega góður í aukaspyrnunum og gefur líka góðar fyrirgjafir. Því þurfum við að stjórna hjá honum,“ sagði markvörðurinn franski. Lloris sagði að franska liðið þyrfti að vera passasamt í föstum leikatriðum Íslands. „Við fáum betri andstæðing en við fengum þegar við lékum við Moldóvu á föstudag. Íslendingar eru líkamlega mjög sterkir og góðir í föstum leikatriðum, aukaspyrnum og innköstum. Við þurfum að vera einbeittir, eiga góð samskipti og spila betur en við gerðum á föstudag.“ Frakkland og Ísland gerðu 2-2 jafntefli í vináttulandsleik í október sem Lloris var spurður út í. „Þessi leikur er í allt öðru samhengi. Þetta er mótsleikur sem við tökum mjög alvarlega. Markmiðið okkar er að ná efsta sæti riðilsins og komast á EM eins snemma og hæft er. Við viljum standa okkur vel í þessum leik.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Jóhann Berg ekki með gegn Frökkum Kantmaðurinn knái er meiddur á kálfa. 24. mars 2019 16:05 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira
Eins og reikna mátti með var Hugo Lloris var um sig í svörum sínum á blaðamannafundi franska landsliðsins á Stade de France í dag. Heimsmeistararnir taka á móti Íslandi í undankeppni EM 2020. Lloris, sem er markvörður franska liðsins sem og fyrirliði þess, talaði vel um leikmenn Íslands á fundinum. „Þeir eru baráttumenn. Það verður mikil áskorun fyrir þá að koma hingað á Stade de France en ef við gefum þeim von þá getum við byrjað að efast um okkur sjálfa. Við þurfum því að byrja af krafti. Ef við spilum okkar bolta verður þetta erfitt fyrir þá,“ sagði Lloris. Hörður Snævar Jónsson á 433.is spurði Lloris um álit hans á Gylfa Þór Sigurðssyni en þeir voru liðsfélagar hjá Tottenham á sínum tíma. „Hann er vel þekktur um allan heim, ekki síst í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur staðið sig afar vel. Gylfi er leiðtogi, frábær einstaklingur og knattspyrnumaður líka. Við þurfum að passa vel upp á hann. Hann er sérstaklega góður í aukaspyrnunum og gefur líka góðar fyrirgjafir. Því þurfum við að stjórna hjá honum,“ sagði markvörðurinn franski. Lloris sagði að franska liðið þyrfti að vera passasamt í föstum leikatriðum Íslands. „Við fáum betri andstæðing en við fengum þegar við lékum við Moldóvu á föstudag. Íslendingar eru líkamlega mjög sterkir og góðir í föstum leikatriðum, aukaspyrnum og innköstum. Við þurfum að vera einbeittir, eiga góð samskipti og spila betur en við gerðum á föstudag.“ Frakkland og Ísland gerðu 2-2 jafntefli í vináttulandsleik í október sem Lloris var spurður út í. „Þessi leikur er í allt öðru samhengi. Þetta er mótsleikur sem við tökum mjög alvarlega. Markmiðið okkar er að ná efsta sæti riðilsins og komast á EM eins snemma og hæft er. Við viljum standa okkur vel í þessum leik.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Jóhann Berg ekki með gegn Frökkum Kantmaðurinn knái er meiddur á kálfa. 24. mars 2019 16:05 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52