Lygileg endurkoma Dana sem voru 3-0 undir á 84. mínútu | Helgi fékk skell gegn Ítölum Anton Ingi Leifsson skrifar 26. mars 2019 21:45 Yussuf Poulsen í leiknum í kvöld. vísir/getty Danmörk náði ótrúlega jafntefli gegn Sviss, 3-3, er liðin mættust í undankeppni EM 2020 í Sviss í kvöld. Heimamenn náðu 3-0 forystu en Danirnir voru ekki af baki dottnir og náðu stigi út úr viðureign kvöldsins. Remo Freuler kom Sviss yfir á 19. mínútu en markið átti aldrei að standa þar sem hann handlék knöttinn í aðdraganda marksins. Granit Xhaka tvöfaldaði svo forystuna á 66. mínútu með frábæru skoti og tíu mínútum síðar kom Breel Embolo Sviss í -0. Mathias Joergensen minnkaði muninn á 84. mínútu, Christian Gytkjaer breytti stöðunni í 3-2 fjórum mínútum síðar og er langt var komið inn í uppbótartíma var það svo Henrik Dalsgaard sem jafnaði metin. Ævintýraleg endurkoma. Í sama riðli unnu Írar nauman 1-0 sigur á Georgíu. Eina mark leiksins skoraði Conor Hourihane á 35. mínútu og Írar eru með sex stig í riðlinum. Sviss er í öðru sætinu með fjögur stig, Danir eru með eitt en Gíbraltar og Georgía án stiga. Spánverjar létu tvö mörk duga er þeir mættu Möltu á útivelli í kvöld en Spánverjar hafa ekki verið sannfærandi í fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum. Lokatölur 2-0. Mörkin skoraði Alvaro Morata. Í sama riðli var rosaleg dramatík í leik Noregs og Svía en Gunnar Nielsen fékk á sig fjögur mörk er Færeyjar tapaði 4-1 fyrir Rúmeníu á útivelli. Brandur Olsen spilaði allan leikinn fyrir Færeyja en Kaj Leó í Bartalsstovu var tekinn af velli á 67. mínútu. Spánverjar eru á toppi riðilsins með sex stig, Svíþjóð er með fjögur, Rúmenía þrjú sem og Malta en Noregur er með eitt stig. Færeyjar eru á botni riðilsins án stiga. Helgi Kolviðsson og lærisveinar fengu svo skell gegn Ítalíu á útivelli en Helgi stýrir Liechtenstein. Þeir töpuðu 6-0. Fabio Quagliarella gerði tvö mörk og þeir Moise Kean, Leonardo Pavoletti, Stefano Sensi og Marco Verratti gerðu sitt hvort markið. Staðan var 4-0 í hálfleik. Grikkar björguðu stigi gegn Bosníu á útivelli en þeir voru lentir 2-0 undir eftir fimmtán mínútur. Jöfnunarmarkið kom fimm mínútur fyrir leikslok en í sama riðli unnu Finnar 2-0 sigur á Armenum. Íslandsvinurinn Pyry Soiri skoraði annað mark Finna. Ítalía er á toppi riðilsins með sex stig en Grikkir og Bosníumenn eru með fjögur stig. Finnland er með þrjú en Armenía og Liechtenstein eru án stiga.Öll úrslit dagsins:D-riðill: Írland - Georgia 1-0 Sviss - Danmörk 3-3F-riðill: Malta - Spánn 0-2 Noregur - Svíþjóð 3-3 Rúmenía - Færeyjar 4-1J-riðill: Armenía - Finnland 0-2 Bosnía - Grikkland 2-2 Ítalía - Liechtenstein 6-0 EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn Getur varla gengið lengur Sport Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Danmörk náði ótrúlega jafntefli gegn Sviss, 3-3, er liðin mættust í undankeppni EM 2020 í Sviss í kvöld. Heimamenn náðu 3-0 forystu en Danirnir voru ekki af baki dottnir og náðu stigi út úr viðureign kvöldsins. Remo Freuler kom Sviss yfir á 19. mínútu en markið átti aldrei að standa þar sem hann handlék knöttinn í aðdraganda marksins. Granit Xhaka tvöfaldaði svo forystuna á 66. mínútu með frábæru skoti og tíu mínútum síðar kom Breel Embolo Sviss í -0. Mathias Joergensen minnkaði muninn á 84. mínútu, Christian Gytkjaer breytti stöðunni í 3-2 fjórum mínútum síðar og er langt var komið inn í uppbótartíma var það svo Henrik Dalsgaard sem jafnaði metin. Ævintýraleg endurkoma. Í sama riðli unnu Írar nauman 1-0 sigur á Georgíu. Eina mark leiksins skoraði Conor Hourihane á 35. mínútu og Írar eru með sex stig í riðlinum. Sviss er í öðru sætinu með fjögur stig, Danir eru með eitt en Gíbraltar og Georgía án stiga. Spánverjar létu tvö mörk duga er þeir mættu Möltu á útivelli í kvöld en Spánverjar hafa ekki verið sannfærandi í fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum. Lokatölur 2-0. Mörkin skoraði Alvaro Morata. Í sama riðli var rosaleg dramatík í leik Noregs og Svía en Gunnar Nielsen fékk á sig fjögur mörk er Færeyjar tapaði 4-1 fyrir Rúmeníu á útivelli. Brandur Olsen spilaði allan leikinn fyrir Færeyja en Kaj Leó í Bartalsstovu var tekinn af velli á 67. mínútu. Spánverjar eru á toppi riðilsins með sex stig, Svíþjóð er með fjögur, Rúmenía þrjú sem og Malta en Noregur er með eitt stig. Færeyjar eru á botni riðilsins án stiga. Helgi Kolviðsson og lærisveinar fengu svo skell gegn Ítalíu á útivelli en Helgi stýrir Liechtenstein. Þeir töpuðu 6-0. Fabio Quagliarella gerði tvö mörk og þeir Moise Kean, Leonardo Pavoletti, Stefano Sensi og Marco Verratti gerðu sitt hvort markið. Staðan var 4-0 í hálfleik. Grikkar björguðu stigi gegn Bosníu á útivelli en þeir voru lentir 2-0 undir eftir fimmtán mínútur. Jöfnunarmarkið kom fimm mínútur fyrir leikslok en í sama riðli unnu Finnar 2-0 sigur á Armenum. Íslandsvinurinn Pyry Soiri skoraði annað mark Finna. Ítalía er á toppi riðilsins með sex stig en Grikkir og Bosníumenn eru með fjögur stig. Finnland er með þrjú en Armenía og Liechtenstein eru án stiga.Öll úrslit dagsins:D-riðill: Írland - Georgia 1-0 Sviss - Danmörk 3-3F-riðill: Malta - Spánn 0-2 Noregur - Svíþjóð 3-3 Rúmenía - Færeyjar 4-1J-riðill: Armenía - Finnland 0-2 Bosnía - Grikkland 2-2 Ítalía - Liechtenstein 6-0
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn Getur varla gengið lengur Sport Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn